Leita í fréttum mbl.is

Blindskákfjöltefliđ: Jón Trausti lagđi meistarann

Jón Trausti í lok skákar

Bandaríski stórmeistarinn, Timur Gareyev, tefli blindskákfjöltefli í dag í húsnćđi Skákskóla Íslands viđ 11 međlimi unglingalandsliđ Íslands. Garaeyv ţessi stefnir á ađ slá heimsmetiđ í blindskákfjöltefli á nćsta ári međ ţví ađ tefla viđ 50 manns í einu en metiđ nú er 46. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ stórmeistarinn fór á kostum í dag, tefldi geysivel, ţrátt fyrir mikla mótspyrnu og ađ sjá ekki á skákborđin og fékk 10 vinninga í 11 skákum. Ţađ var ađeins Jón Trausti Harđarson sem lagđi meistarann í hörkuskák.

P1040943

Ţađ var sérstakt ađ sjá meistarann undirbúa sig viđ upphaf fjölteflisins. Hann greinilega skođađi hvern andstćđing fyrir sig og spurđi hvađ hver vćri međ ađ stigum og lagđi andlit hvers og eins á minniđ.

Hann tefldi mjög mismunandi byrjanir á hverju borđi – vćntanlega til ađ hafa stöđurnar sem  ólíkastar á hverju borđi. Ađ tefla blindskák, hvađ ţá margar í einu, ţýđir ađ menn ţurfa ađ hafa gríđarlega minnistćkni, sem er afar fáum eđlislćg jafnvel fáum stórmeisturum, og bakviđ  hana er mjög mikil vinna.

P1040941

Ţađ var hreint og beint ótrúlegt ađ sjá getuna hjá meistaranum ţrátt fyrir ađ sjá ekki á borđin og ţurftu krakkarnir, sem kalla nú ekki allt ömmu sína, ađ gefast upp hver á fćtur öđrum. Ţau sem lengst stóđu í meisturunum voru Vignir Vatnar Stefánsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir fyrir auđvitađ Jón Trausta.

Ţau sem tefldu viđ meistarann voru: Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Hilmir Freyr Heimisson, Heimir Páll Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Óskar Víkingur Davíđsson, Róbert Luu, Stefán Orri Davíđsson, Freyja Birkisdóttir og Adam Omarsson. 

Fjallađ verđur um fjöltefliđ í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld.

Í gćr tefldi Timur á hrađskákmótiđ í Stofunni. Ţar varđ í 2.-3. sćti ásamt Ţresti Ţórhallssyni. Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi á mótinu. 

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 8765533

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband