Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Walter Browne setti svip sinn á skáklíf Íslendinga

Walther BrowneEinhver litríkasti skákmađur sem Bandaríkjamenn hafa eignast og tíđur gestur á skákmótum hér á landi, Walter Shawn Browne, lést 24. júní sl. 66 ára ađ aldri. Browne var ţá međal ţátttakenda á National open, skákmóti sem hann hafđi unniđ ellefu sinnum. Ţar voru orkuútlátin söm viđ sig; međan á mótinu stóđ tefldi hann fjöltefli, tók ađ sér skákkennslu og sat dágóđa stund viđ pókerborđiđ en ţar hafđi hann um dagana rakađ saman dágóđum skildingi. Ţannig hafđi hann alltaf lifađ lífinu. Svo lagđist hann til svefns í húsi vinar síns í Las Vegas og vaknađi ekki aftur.

Um tíma starfađi hann sem „gjafari“ viđ spilavíti í Las Vegas og kynntist ýmsum skrautlegum karakterum. Í bók sinni „The stress of chess and its infinite finesse“birtist mynd af honum međ Frank Sinatra, önnur međ Kenny Rogers. Ţegar skákferill hans er gerđur upp stendur eftir ađ hann vann fleiri mót en nokkur annar skákmađur vestra og er einhver minnisstćđasti stórmeistari sem greinarhöfundur hefur teflt viđ. Síđasta viđureign okkar var á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra ţar sem hann var heiđursgestur. Ţar náđi ég loks fram hefndum eftir töp í Lone Pine '78, Reykjavík '80 og í New York '84. Yasser Seirawan tók í sama streng í viđtali um daginn og hikađi ekki viđ ađ kalla Browne sinn langerfiđasta andstćđing. Ađ tefla viđ Walter Browne var sérstök lífsreynsla ţví mađurinn bókstaflega skalf og nötrađi frá fyrstu mínútu til ţeirrar síđustu og dró jafnan ađ sér mikinn fjölda áhorfenda. Browne kom fyrst til Íslands veturinn 1978 og tefldi ţar á best skipađa Reykjavíkurskákmóti frá upphafi, skaust fram úr Bent Larsen á lokametrunum og varđ einn efstur. Hann bar Íslendingum alltaf vel söguna og eignađist hér marga vini.

Örlögin höguđu ţví svo ađ Walter Browne tók viđ ţví hlutverki sem beiđ Bobbys Fischers í Bandaríkjunum eftir einvígiđ í Reykjavík 1972. Browne nýtti sér út í ystu ćsar ţau tćkifćri sem opnast höfđu fyrir skákina eftir einvígiđ í Reykjavík. Hann varđ „sexfaldur skákmeistari Bandaríkjanna“ og sá titill varđ síđan ávallt tengdur nafni hans og ímynd. Burtséđ frá bćgslaganginum viđ skákborđiđ var hann hress og skemmtilegur náungi og einkar orđheppinn. Í frásögn minni af sögu Reykjavíkurmótanna frá viđburđum ársins 1986 stendur ţetta skrifađ: „Browne steig ţá í rćđustól og minnti á framtak sitt til eflingar hrađskákeppni á heimsvísu og útgáfu sína á tímariti helguđu hrađskákinni og bćtti svo viđ, ađ í einni hrađskák fćlist yfirleitt meiri hugsun en hjá bandarísku ruđningsliđi yfir heilt keppnistímabil.“

Á ferli sínum vann Browne tvisvar stórmótiđ í Wijk aan Zee í Hollandi. Í fyrra skiptiđ fór hann ómjúkum höndum um vin sinn frá Argentínu.

Walter Browne – Miguel Quinteros

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Dg4

Eftir ţessa skák hefur peđsrániđ alltaf ţótt vafasamt.

6. O-O Dxe4 7. d4 cxd4 8. He1 Dc6 9. Rxd4 Dxc4 10. Ra3 Dc8 11. Bf4 Dd7 12. Rab5

Hótar 13. Rxd6+. Nú dugar ekki 12. ... e6 vegna 13 Rxe6! fxe6 14. Hxe6+! o.s.frv.

12. ... e5 13. Bxe5! dxe5 14. Hxe5+ Be7

GIUUAGAM15. Hd5! Dc8 16. Rf5 Kf8 17. Rxe7 Kxe7 18. He5+

- og svartur gafst upp. Tćrasta mátiđ kemur upp eftir 18. ... Kf6 19. Df3+! Kxe5 20. He1 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. júlí 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi ţakka Helga fyrir góđan pistil um Walter Browne, man lítillega eftir honum á Reykjavíkurskákmótum en vissi nánast ekkert um manninn ađ öđru leyti.

matthías (IP-tala skráđ) 16.7.2015 kl. 21:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 193
  • Frá upphafi: 8766195

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband