Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn Íslandsmeistari í ţriđja sinn

Hedinn mblHéđinn Steingrímsson er skákmeistari Íslands 2015 eftir sigur á helsta keppinaut sínum um titilinn, Hjörvari Steini Grétarssyni, í lokaumferđ mótsins sem fram fór á sunnudaginn. Skák ţeirra var hreint úrslitauppgjör en fyrir hana hafđi Héđinn ˝ vinnings forskot á Hjörvar en á móti kom ađ Hjörvar hafđi hvítt í skákinni. Hann tefldi byrjunina hinsvegar fremur ónákvćmt og í ţröngri stöđu gaf hann Héđni kost á öflugum biskupsleik sem í raun gerđi út um tafliđ. Lauk skákinni eftir ađeins 23 leiki. Ţar međ hafđi Héđinn unniđ sína sjöunda skák í röđ, hafđi hlotiđ 9 ˝ vinning úr ellefu skákum en ţađ er árangur sem reiknast upp á 2763 elo-stig. Hćkkar hann um 29 elo-stig fyrir frammistöđuna. Ţetta er í ţriđja sinn sem Héđinn verđur Íslandsmeistari, hann vann titilinn fyrst áriđ 1990, ţá ađeins 15 ára gamall og sá yngsti í skáksögunni, og í annađ sinn áriđ 2011. Héđinn er vel ađ sigrinum kominn, en hann mćtti vel undirbúinn til leiks og á lokasprettinum vann hann bćđi Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason. Árangur Hjörvars Steins er einnig frábćr og reiknast árangur hans upp á 2626 elo-stig. Jón L. Árnason varđ í 3.-4. sćti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni. Einar Hjalti Jensson, sem varđ í 5. sćti, náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

mótstafla

Fjölmargir lögđu leiđ sína í Hörpu til ađ fylgjast međ viđureign Hjörvars og Héđins á sunnudaginn. Ţá var hćgt ađ fylgjast međ skákinni í beinni útsendingu á a.m.k. tveim netmiđlum og mótshaldarinn var einnig međ streymisútsendingu frá skákstađ:

Skákţing Íslands 2015; 11. umferđ:

Hjörvar Steinn Grétarsson – Héđinn Steingrímsson

Tarrasch-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c5 5. e3

Sneiđir hjá skarpasta framhaldinu, 5. cxd5 Rxd5 6. e4.

5. ... Rc6 6. cxd5 exd5 7. Be2 cxd4 8. Rxd4 Bd6 9. O-O O-O 10. h3 He8 11. Rf3 a6 12. b3 Bf5 13. Bb2 Bc7 14. Dd2 Dd6 15. Hfd1 Hfd8 16. Hac1 h5!?

Ţessum fremur óvćnta leik virđist hafa veriđ beint gegn nćsta leik Hjörvars og heppnast ţví fullkomlega. En leikurinn gaf Hjörvari engu ađ síđur tćkifćri til ađ ţróa stöđu sína áfram međ 17. De1!

17. Bd3??

Eftir svar Héđins er ljóst ađ stöđu hvíts verđur ekki bjargađ.

17. ... Bg4!

G2GU4RL1- Sjá stöđumynd -

Hótar 18. ... Bxf3. Hvítur er varnarlaus.

18. hxg4 hxg4 19. g3 gxf3 20. Bf1 Bb6!

Beinir spjótum sínum ađ e3-peđinu og hótar eftir 21. ... Bxe3 eđa eftir ţví sem verkast vill, 21. ... Hxe3.

21. He1 Rg4 22. Bh3

22 Rd1 dugar skammt vegna 22. ... Dh6!

22. ... Bxe3! 23. Hxe3 Rxe3

- og Hjörvar gafst upp.

Jón L. Árnason tefldi síđast á lokuđu móti fyrir 20 árum – afmćlismóti Friđriks Ólafssonar. Hann byrjađi rólega en eftir ţví sem leiđ á mótiđ tefldi hann af meira sjálfstrausti og 3.-4. sćti ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni telst ásćttanleg frammistađa. Jóhann Hjartarson náđi sér ekki á strik og átti afleitan kafla frá fimmtu umferđ til ţeirrar síđustu. Hann var eini keppandinn sem gerđi ekki jafntefli. Jóhann ţurfti yfirleitt ekki ađ kvarta undan stöđunum sem hann fékk upp úr byrjunum. Styrkur hans hefur oftast legiđ í góđri leiktćkni í miđtöflunum en ţar var hann mistćkur ađ ţessu sinni. En ţátttaka hans og Jóns L. lyfti mótinu á hćrra plan. Skákir Björns Ţorfinnssonar vöktu athygli fyrir fjörleg tilţrif og marga skrýtna leiki. Framkvćmd mótsins tókst međ miklum ágćtum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 225
  • Frá upphafi: 8765177

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband