Leita í fréttum mbl.is

Björn Ívar Karlsson Íslandsmeistari í Fischer Random 2015!

fischerrandom_2015-25

Síđastliđiđ föstudagskvöld fór fram Íslandsmótiđ í Fischer Random á skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur.

Margir sterkir skákmenn voru mćttir til leiks og ţeirra á međal ríkjandi meistari frá síđasta ári, alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson. Hann sigrađi ţá međ fádćma yfirburđum og fékk 11.5 vinninga úr 12 skákum. Fáir áttu von á ţví ađ ţađ met yrđi slegiđ í ár.

Björn Ívar Karlsson hin geđprúđi skákkennari međ meiru fór hamförum í byrjun mótsins í ár. Hann hóf leik međ sigri á Óskari Long Einarssyni í fyrstu umferđ og gerđi sér svo lítiđ fyrir og sigrađi Jón Viktor Gunnarsson í ţeirri annarri. Í ţriđju umferđ mćtti hann íslandmeistaranum Guđmundi Kjartanssyni og lagđi hann einnig ađ velli. Arnar E. Gunnarsson reyndi svo ađ stöđva sigurgöngu hans í fjórđu umferđ en hafđi ekki erindi sem erfiđi. Ţegar fyrsta hlé var gert til Billjardbars heimsóknar leiddi ţví Björn Ívar međ fullu húsi og hafđi lagt ađ velli ţrjá alţjóđlega meistara, já og Óskar Long! Nćstir honum komu svo Guđmundur, Jón Viktor og Dađi Ómarsson međ ţrjá vinninga.

Eftir ađ menn höfđu vćtt kverkarnar var hafist handa viđ tafliđ ađ nýju. Nú var röđin komin ađ Doninum sjálfum, Róbert Lagerman ađ reyna ađ stöđva pilt. Hjó hann ansi nćrri ţví og í ćđisgengnu tímahraki átti hann fjórar sekúndur á klukkunni gegn einni sekúndu Björns. Sá síđarnefndi barđi ţó afar hratt og örugglega á seinustu sekúndunni og svo fór ađ Doninn sjálfur féll á tíma.

Margur meistarinn reyndi ađ stöđva Björn eftir ţetta en hann reyndist í ţvílíkum vígaham ađ enginn mátti sín gegn hörku hans og eftirfylgni viđ skákborđiđ. Svo fór ađ lokum ađ Björn Ívar kom í mark međ fullu húsi vinninga, 12 af 12 mögulegum (!) og bćtti ţví um betur frábćran árangur Guđmundar frá ţví í fyrra. Nokkuđ ljóst er ađ ţessi árangur verđi ekki toppađur, nema ţá ađ mótshaldarar bregđi á ţann leik ađ fjölga umferđum í framtíđinni. Til ţess er allnokkurt svigrúm, enda eru Fischer Random stöđurnar alls 960 talsins.

Jafnir í öđru til ţriđja sćti urđu alţjóđlegu meistararnir Guđmundur og Arnar Erwin međ 9 vinninga eđa heilum ţremur vinningum á eftir hinum nýja Íslandsmeistara í Fischer Random. 

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţeim sem tóku ţátt og óskar Birni Ívari innilega til hamingju međ titilinn og frábćran árangur. Björn er nú kominn í pottinn fyrir lokamótiđ sem fram fer í maí en ţá keppa sigurvegarar skemmtikvöldanna í vetur sín á milli um titilinn skemmtikvöldakóngur Íslands 2015.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR.

urslit


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband