Leita í fréttum mbl.is

Skákdeild KR - Gunnar Freyr vígreifur sigurvegari í Gunnaslag

ţrír Gunnarar á palli

Ţađ var ţröng á ţingi KR-heimilinu sl. mánudag ţegar ţar var blásiđ í herlúđra í svokölluđum „Gunnaslag“ ţar sem  6 garplegir og geigvćnlegir Gunnarar voru mćttir herskáir til tafls, gráir og rauđir fyrir járnum.  Sumir komnir um langan veg til ađ ögra sjálfum sér og öđrum ţátttakendum í Páskamóti KR ţar sem á annan tug  skákgeggjara reyndu međ sér í mannauđsstjórnun á skákborđinu og börđust um páskanammi.  

Hart barist-001

Ţetta voru ţeir: Gunnar Björnsson, Gunnar I. Birgisson, Gunnar Kr. Gunnarsson, Gunnar Skarphéđinsson, Gunnar Finnsson og  Gunnar Freyr Rúnarsson, víkingakappi, allt valinkunnir meistarar og alkunnir bragđarefir á skákborđinu.

SEX VASKIR GUNNARAR

Víkingurinn vaski  Gunnar Freyr átti afar sterka innkomu eftir ađ hafa tafist og tapađ fyrstu skákinni án taflmennsku. Hann gerđi sér samt  lítiđ fyrir og vann mótiđ sannfćrandi međ 1.5 vinningi umfram nćsta mann. Fékk alls 10.5 vinning af 13 (12) mögulegum. Gunni Björns hjó af honum einn vinning og Gunni Gunn hálfan. Fimm Gunnarar af sex skipuđu sér í sjö efstu sćtin ásamt Gussa hinum grimma sem jafnframt var sá sem náđi bestum árangri gegn ţeim međ ţví ađ leggja tvo ţeirra af velli af alkunnri vestfirskri snilld.  

Ţessi nýstárlega keppni hefur vakiđ nokkra athygli á sérstakri lokađri mótasíđu á „feisbúkk“, sem allir skákáhugamenn geta fengiđ ađgang ađ, enda ekki á hverjum degi sem svo margir nafnkunnir nafnar og skákhrafnar reyna međ sér innbyrđis og ađ öđrum keppendum sé att gegn ţeim og verđlaunađir sérstaklega fyrir ađ vinna ţeim mein, gera ţeim sem mestar skráveifur á skákborđinu.

Segja má ađ allir keppendur hafi gengiđ vasklega fram og af miklum rammleik og ađ mikil óbeisluđ orka hafi leyst úr lćđingi sem vert hefđi veriđ ađ virkja utan Rammaáćtlunnar međan á mótinu stóđ án ţess ţó ađ allir vinningarnir skiluđu sér ţó í réttar hendur eins og gengur.

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu:

mótstafla


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.6.): 26
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 8766389

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband