28.3.2015 | 10:35
Samferđa skáksögunni í 50 ár - viđtal viđ Helga Ólafsson
- Helgi Ólafsson stórmeistari hefur tekiđ saman sögu Reykjavíkurskákmótsins í hálfa öld
- Fyrra bindi af tveimur komiđ út
- Reykjavík mikilvćgur áfangastađur fyrir alla skákmenn
Viđtal: Stefán Gunnar Sveinsson (sgs@mbl.is)
Hugmyndin á bak viđ verkiđ var sú, ađ ţegar fimmtugsafmćliđ kom í fyrra, ţá var ekki til neitt um mótin nema í gömlum skáktímaritum á timarit.is eđa gömlum plöggum, segir Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, en hann er nýbúinn ađ gefa út fyrra bindiđ af tveimur um sögu Reykjavíkurskákmótsins í fimmtíu ár, en ţar fer hann yfir framvinduna á fyrstu fjórtán mótunum, sem haldin voru annađ hvert ár á árunum 1964 til 1990, en ráđgert er ađ seinna bindiđ komi út á nćsta ári.
Sagan er merk og markmiđiđ ţví fyrst og fremst ađ draga ţetta saman á einn stađ, segir Helgi, en hann segir gamlar skákir gjarnan týnast á netinu. Hann segir margar merkilegar skákir hafa veriđ tefldar á mótunum og ţćr skipi auđvitađ stóran sess í bókinni. En hitt er ekki síđur merkilegt ađ fara yfir ţátttakendalistann á mótunum, ţví ađ eitt af ţví sem kemur í ljós er hvađ viđ höfum veriđ samferđa skáksögunni í ţessi fimmtíu ár, segir Helgi.
Tal og Friđrik gáfu tóninn
Hann bendir á ađ Reykjavíkurmótiđ hafi frá upphafi veriđ vel sótt af erlendum stórmeisturum. Viđ höfum fengiđ hingađ heimsmeistara, bćđi verđandi og fyrrverandi, segir Helgi. Ţess má geta ađ á fyrsta Reykjavíkurmótinu 1964 var ţađ töframađurinn frá Riga, Mikhaíl Tal, sem kom, sá og sigrađi, en hann var ţá tiltölulega nýbúinn ađ vera heimsmeistari frá 1960-1961, en Helgi segir Tal hafa gefiđ fyrsta Reykjavíkurmótinu mikiđ vćgi. Taflmennska hans var stórglćsileg og ţađ var hver snilldin á fćtur annarri, sem gaf mótunum byr undir báđa vćngi, segir Helgi.
En hvers vegna vildi ţetta einvalaliđ alţjóđlegra skákmanna koma til Reykjavíkur? Skákin hefur alltaf veriđ langt á undan sinni samtíđ hérna, segir Helgi, og segir ađ hugsanlega megi ţakka ţađ ţví forskoti sem Íslendingar hafi fengiđ í frćđilegum bakgrunni međ bókagjöfum Daniels Willards Fiske um aldamótin 1900. Íslendingar gátu ţví aflađ sér ţekkingar sem var ekki á almannafćri.
Helgi nefnir einnig ađ Reykjavíkurskákmótiđ 1964 sé fyrsti alţjóđlegi viđburđurinn sem nefndur er eftir borginni. Mér ţykir ţađ mikil framsýni og eftir heimsmeistaraeinvígiđ 1972 verđur eyjan nokkurs konar tákn, segir Helgi og nefnir ađ einn keppandinn í fyrra hafi komiđ hingađ í hálfgerđa pílagrímsför. Hann vildi vitja leiđis Fischers og forseti evrópska skáksambandsins sagđi ađ Reykjavík vćri einn af ţessum áfangastöđum skáklistarinnar sem allir vildu koma til, ţó ekki vćri nema einu sinni.
Ţá var ţađ einnig mikill kostur í fyrstu Reykjavíkurmótunum ađ viđ áttum hér okkar eigin stórmeistara í Friđriki Ólafssyni, sem gat haft í fullu tré viđ hina erlendu meistara, og hafđi alţjóđlega reynslu sem ađra íslenska skákmenn skorti á ţeim tíma. Friđrik varđ hin stóra viđmiđun fyrir íslenska skákmenn í upphafi. Ef einhver Íslendinganna náđi ađ vinna hann ţótti ţađ stórsigur, en ţađ var erfitt ţví hann var svo öflugur, segir Helgi, sem bćtir viđ ađ Friđrik hafi átt sér stóran stuđningshóp hér á Íslandi, sem hafi fylgt Friđriki og hvatt hann til dáđa.
Byggt á eigin reynslu
Helgi segir ađ í frásögninni hafi hann byggt nokkuđ á sinni eigin reynslu af mótunum. En var erfitt fyrir Helga ađ skilja á milli skákskýrandans og ţátttakandans ţegar kom ađ sögurituninni? Ég hef reyndar komiđ mér upp fyrir löngu nokkuđ góđu kerfi til ađ ađgreina ţessa tvo ţćtti. Ţetta eru tveir ađilar sem talast ekki endilega mikiđ viđ međan á ţessu stendur, segir Helgi. Hluti af ţví ađ taka ţátt í ţessum mótum er ađ fylgjast međ ţví sem er ađ gerast, segir Helgi, sem lýsir í bókinni nokkrum atvikum sem hann sjálfur varđ vitni ađ.
Helgi segir einn styrk mótanna ţann hversu margir hafi komiđ ađ ţeim í gegnum tíđina. Hann segir ađ eftirminnilegasti skákstađurinn hafi veriđ ţegar mótin voru haldin á Hótel Loftleiđum um tíu ára skeiđ, en nú sé mjög vel búiđ ađ mótinu í Hörpunni. Hún vekur mikla athygli keppenda, og hefur gengiđ alveg prýđilega ţar, segir Helgi.
Of langt milli Riga og Reykjavíkur
Í fyrstu skákinni sem Helgi rekur í bókinni um Reykjavíkurskákmótin er fjallađ um frćga skák á milli Jóns Kristinssonar og Mikhaíls Tals, fyrrverandi heimsmeistara, en hún var tefld í fimmtu umferđ mótsins, en Jón hafđi ţar hvítt. Tal tefldi Taímanov-afbrigđi af Sikileyjarvörn, en gaf Jóni fćri á ađ fórna manni í 13. leik og virtist sem eina leiđin úr stöđunni fyrir Tal vćri sú ađ stýra skákinni í jafntefli međ ţrátefli, en í Morgunblađinu birtist 31. janúar myndaröđ á baksíđu, međ myndatextanum: Loks ţurfti Tal ađ hugsa.
Ţegar Tal lýsti skákinni hins vegar eftir á, sagđi hann: En ţađ er of langt á milli Riga og Reykjavíkur til ađ gera jafntefli í 15 leikjum, og fórnađi drottningunni í skiptum fyrir sókn, en fórnin gaf Tal mun lakari stöđu. Jón náđi hins vegar ekki ađ nýta sér tćkifćriđ og neyddist á endanum til ţess ađ gefa skákina. Svo fór ađ Tal vann allar skákir sínar á fyrsta mótinu nema eina, gegn Guđmundi Pálmasyni, sem náđi jafntefli viđ heimsmeistarann fyrrverandi.
Grein ţessi eftir Stefán Boga Sveinsson birtist í Morgunblađinu 26. mars 2015. Hćgt er ađ skrá sig fyrir bókinni hér.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 7
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 139
- Frá upphafi: 8772184
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.