Leita í fréttum mbl.is

Vignir Vatnar og Svava Unglingameistarar Reykjavíkur!

bus_2015-87
Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur
 fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 22. febrúar. Mótiđ var opiđ fyrir börn á grunnskólaaldri.

Ţrenn verđlaun voru veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu, ţrenn verđlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverđlaun í hvorum flokki fyrir sig (fćdd 1999-2001, 2002-2003, 2004-2005 og 2006 og síđar). Ţau sem eru búsett í Reykjavík eđa eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2015 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2015. Tefldar voru 7 umferđir međ 15 mín. umhugsunartíma á skák í opna flokknum og í stúlknaflokki tefldu ţćr allar viđ alla 6 umferđir. 

Ţátttakendur voru 43 og var mótiđ vel skipađ. Mörg af efnilegustu börnum og unglingum landsins voru međ á mótinu.  Skemmtilegur gestur bćttist viđ á mótinu en ţađ var John G Ludwig frá Bandaríkjunum, sem er međ 2205 Elo stig!  Hann tók snemma forystuna í opna flokknum, tefldi á 1. borđi allt mótiđ og vann allar sjö skákirnar og ţar međ mótiđ! 

Baráttan um unglingameistaratitilinn var gríđarlega jöfn og skemmtileg. Fyrir lokaumferđina var John G Ludwig efstur međ fullt hús, en nćstir honum komu Vignir Vatnar og Bárđur Örn međ 5 vinninga.  Vignir mćtti Birni Hólm í seinustu umferđ, međan Bárđur Örn fékk ţađ erfiđa verkefni ađ reyna ađ marka á Bandaríska meistarann.  Björn Hólm gerđi sér lítiđ fyrir og vann Vigni og náđi honum ţar međ ađ vinningum.  Allt var ţví undir í viđureign Bárđar og John G.  Ludwig.  Skákin var í járnum nćr allan tímann og lentu báđir keppendur í ćvintýranlegu tímahraki í lokin. Taflmenn flugu í allar áttir ţegar báđir keppendur áttu einungis örfáar sekúndur eftir á klukkunni.  Svo fór ađ lokum ađ Bárđur féll á tíma ţegar John átti eftir eina sekúndu eftir!  Bárđur var ţví einungis einni sekúndu frá ţví ađ vinna titilinn. 

Hinn viđkunnalegi John G Ludwig sigrađi ţví á mótinu međ fullu húsi en sex keppendur komu honum nćstir međ fimm vinninga,  ţeir Vignir Vatnar Stefánsson, Bárđur Örn Birkisson, Björn Hólm Birkisson, Óskar Víkingur Davíđsson, Dawid Kolka og Mykhaylo Kravchuk. Stig réđu úrslitum og varđ Vignir Vatnar í 2. sćti og Bárđur Örn Birkisson í 3. sćti. Ţađ varđ ţví Vignir Vatnar Stefánsson sem varđ Unglingameistari Reykjavíkur 2015, en hann hefur nú unniđ titilinn ţrjú ár í röđ!  Ţađ hefur ekki gerst síđan stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sigrađi 1990-1992.  Vignir Vatnar á enn eftir nokkur ár í ţessum flokki og verđur spennandi ađ sjá hvort honum tekst ađ bćta metiđ.  Ţađ er ţó ljóst ađ margir efnilegir skákmenn munu gera harđa atlögu ađ titlinum á nćstu árum líkt og raunin var í ár. 

bus_2015-62

Í Stúlknameistaramótinu tóku 7 stelpur ţátt og tefldu ţćr allar viđ alla. Tvćr stúlkur komu hnífjafnar í mark, ţćr Ylfa Ýr Welding og Svava Ţorsteinsdóttir. Spennan leyndi sér ekki er ţćr hófu ađ tefla tvćr einvígisskákir um titillinn. Svava vann fyrri skákina og Ylfa Ýr lagđi allt unir í seinni skákinni.  Eftir mikla baráttu vann ţó Svava einnig seinni skákina. Hún sigrađi ţví mótiđ og varđ Stúlknameistari Reykjavíkur 2015. Í 3. sćti varđ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir. Stelpurnar sem tóku ţátt eiga framtíđina fyrir sér, enda ţćr yngstu einungis 7 ára gamlar! 

Báđir titilarnir, Unglingameistari Reykjavíkur 2015 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2015 fóru eins og í fyrra til Taflfélags Reykjavíkur. 

Flestir keppendur mótsins komu frá Taflfélagi Reykjavíkur eđa 22. Keppendur frá Hugin voru 8, 2 frá Skákdeild Breiđabliks, 1 frá Víkingaklúbbnum, 1 frá Fjölni og 9 keppendur voru utan félaga.

Heildarúrslit er ađ finna hér

Veitt voru aldursflokkaverđlaun bćđi í opnum flokki og stúlknaflokki.

Aldursflokkaverđlaun opinn flokkur:

 Fćddir 1999-2001: Bárđur Örn Birkisson

Fćddir 2002-2003: Vignir Vatnar Stefánsson

Fćddir 2004-2005: Óskar Víkingur Davíđsson

Fćddir 2006 og síđar: Adam Salama, Stefán Orri Davíđsson

Aldursflokkaverđlaun stúlknaflokkur:

 Fćddar 1999-2001: Svava Ţorsteinsdóttir

Fćddar 2002-2003: engin stúlka í ţessum aldurshópi tók ţátt

Fćddar 2004-2005: Ylfa Ýr Welding

Fćddar 2006 og síđar: Elsa Kristín Arnaldardóttir. 

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á međan mótinu stóđ.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum keppendum fyrir ţátttökuna og óskar ţeim Vigni Vatnar og Svövu til hamingju međ titlana!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 204
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband