Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurskákmót í 50 ár - bók eftir Helga Ólafsson

Forsíđa Bókar

Eins og kunnugt er hefur Skáksamband Íslands ráđist í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Ljóst má vera ađ fáir valda ţví hlutverki eins vel. Helgi er hafsjór fróđleiks um mótiđ og var sjálfur staddur í hringiđu ţess um 30 ára skeiđ.

Saga Reykjavíkurmótsins er jafnframt saga skáklistarinnar á Íslandi, ţar sem mótiđ hefur myndađ ţungamiđju skáklífs og veitt íslenskum skákmönnum tćkifćri til ţess ađ etja kappi viđ erlenda skákmeistara á heimavelli og ţjóđinni ánćgju af ţví ađ geta fylgst međ skák á heimsmćlikvarđa úr návígi. Reykjavíkurskákmótiđ er elsti viđburđur sem ber í titli nafn höfuđborgarinnar og er enn starfrćkt og haldiđ reglulega. Sagan er einnig aldarspegill, ţar sem Helgi hefur ekki einatt nćmt auga fyrir ţví sem gerist á skákborđinu heldur einnig utan ţess.

Verkiđ verđur gefiđ út í tveimur bindum. Hiđ fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótiđ í umsjón Sagna útgáfu, en Menningarfélagiđ Mátar sá um yfirlestur ritsins. Sú ákvörđun hefur einnig veriđ tekin ađ fresta útgáfu tímaritsins Skákar en leggja ţess í stađ áherslu á Sögu Reykjavíkurskákmótsins í 50 ár. Seinna bindiđ kemur út ađ ári.

Ţađ er von Skáksambands Íslands ađ bókin hljóti góđar viđtökur. Hćgt er ađ skrá sig fyrir eintaki hér eđa á Skák.is (guli kassinn efst) og nálgast sjóđheitt eintak á Reykjavíkurskákmótinu eđa fá sent í pósti. Hvort bindi mun kosta 4.900 kr. 

Áskrifendur Tímaritsins Skákar verđa sjálfkrafa skráđir fyrir eintaki og fá greiđsluseđil í netbanka en geta afpantađ međ töluvpósti í netfangiđ skaksamband@skaksamband.is ef ţeir óska ekki eftir bókinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband