Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen hefur tekiđ forystu í skákeinvíginu viđ Anand

Carlsen-AnandSkákţáttir Morgunblađsins hafa hingađ til veriđ vikulega í blađinu. Í kringum heimsmeistaraeinvígiđ hefur ţeim veriđ fjölgađ og eru nú ţrisvar í viku. Ţegar stćrri skákviđburđir eru í gangi má búast viđ aukinni tíđni. Skák.is mun einnig birta ţessa skákţćtti sem og ţá föstu á laugardögum. Sem fyrr ţó međ um viku seinkun. Í dag birtum viđ skákţátt Helga frá 11. nóvember sl. sem fjallar um fyrstu tvćr skákirnar. 

Magnús Carlsen hefur tekiđ forystu í skákeinvíginu viđ Anand 

Magnús Carlsen var spurđur ađ ţví, á blađamannafundi sem haldinn var strax ađ lokinni 2. skák hans og Wiswanathans Anands í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í Sochi viđ Svartahaf og lauk međ sigri Norđmannsins, hvort ţađ vćri taktík hans í einvíginu ađ tefla langar og strangar skákir og reyna ţannig ađ ţreyta Anand. Hann svarađi ţví til ađ ţađ skipti hann engu máli hver mótstöđumađurinn vćri: ef einhverjar forsendur vćru fyrir vinningstilraunum myndi hann reyna ađ knýja fram sigur hversu langan tíma sem ţađ tćki, og gilti einu hversu gamall andstćđingurinn vćri.

Fyrstu einvígisskákinni lauk međ jafntefli eftir tćplega sex klukkustunda baráttu og ţar var Magnús nálćgt ţví ađ vinna. Eftir auđveldan sigur í annarri skákinni er stađan 1˝:˝ Magnúsi í vil. Einvígiđ hefur ţegar tekiđ sömu stefnu og ţađ sem ţessir tveir háđu í Chennai á Indlandi í fyrra: Magnús hefur náđ ađ skauta framhjá yfirgripsmikilli ţekkingu Anands á vinsćlum byrjunum og ţróttmikil taflmennska hans í byrjun bendir til ţess ađ hann muni ekkert gefa eftir í baráttunni.

Spurđur um hverjir vćru ađstođarmenn hans í einvíginu svarađi hann stutt og laggott: „Daninn og hamarinn“ – „The Dane and the hammer“, eins og hann orđađi ţađ og átti viđ danska stórmeistarann Peter Heine Nielsen og landa sinn Jon Ludwig Hammer. Ađ Peter Heine skuli koma fram sem helsti ađstođarmađur Magnúsar kemur á óvart ţví ađ hann hefur áđur veriđ í liđi Anands í fjölmörgum mótum og einvígjum. Ekki ţótti lítiđ hneyksli á sínum tíma ţegar Boris Spasskí mćtti Karpov í áskorendaeinvígjunum 1974 og Efim Geller, sem hafđi veriđ hjálparhella hans í einvíginu viđ Bobby Fischer tveimur árum fyrr, var genginn til liđs viđ Karpov. Spasskí var heiđursgestur viđ setningarathöfn einvígisins. Magnús kvađst sannfćrđur um ađ tíundi heimsmeistarinn hefđi kunnađ vel ađ meta taflmennskuna í annarri skákinni og hann var býsna nálćgt ţví ađ knýja fram sigur í fyrstu skákinni:

1. einvígisskák:

Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen

Grünfelds-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bd2 Bg7 6. e4 Rxc3 7. Bxc3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. Rf3 Bg4 10. d5 Bxf3 11. Bxg7 Kxg7 12. gxf3 Re5 13. 0-0-0 c6 14. Dc3 f6 15. Bh3 cxd5 16. exd5 Rf7 17. f4 Dd6 18. Dd4 Had8 19. Be6 Db6 20. Dd2?

Eftir ţennan leik nćr svartur betri stöđu. Hagsmunum hvíts var best borgiđ í endataflinu sem kemur upp eftir 20. Dxb6. Anand virđist hafa ofmetiđ möguleika sína og taliđ ađ pressan eftir e-línunni hlyti ađ reynast Magnúsi erfiđ.

20.... Hd6 21. Hhe1 Rd8! 22. f5 Rxe6 23. Hxe6 Dc7+ 24. Kb1 Hc8 25. Hde1 Hxe6 26. Hxe6 Hd8 27. De3 Hd7 28. d6 exd6 29. Dd4 Hf7 30. fxg6 hxg6 31. Hxd6 a6 32. a3 Da5 33. f4 Dh5 34. Dd2 Dc5 35. Hd5 Dc4 36. Hd7 Dc6 37. Hd6 De4 38. Ka2 He7 39. Dc1 a5 40. Df1 a4 41. Hd1 Dc2 42. Hd4!

Anand var orđinn býsna ađţrengdur og fann ţennan varnarleik sem hangir saman viđ 44. Dh1 eftir langa umhugsun.

GBNT7GK142.... He2?!

Meiri vinningsvon var fólgin í 43.... He3! 44. Hd7+ Kh7 45. Hxb7 Hb3! 46. Hxb3 axb3+ 47. Ka1 Dxh2 og kóngsstađa hvíts er ađţrengd.

43. Hb4 b5 44. Dh1! He7 45. Dd5 He1 46. Dd7+ Kh6 47. Dh3 Kg7 48. Dd7+

– Jafntefli.

2. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3

Sneiđir hjá Berlínar-vörninni sem komst í tísku eftir einvígi Kasparovs og Kramniks áriđ 2000. Ţađ kemur upp eftir 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 8. dxe5 Rf5 9. Dxd8+ Kxd8.

4.... Bc5 5. 0-0 d6 6. He1 0-0 7. Bxc6 bxc6 8. h3 He8 9. Rbd2 Rd7 10. Rc4 Bb6 11. a4 a5 12. Rxb6 cxb6 13. d4 Dc7

GBNT7GK514. Ha3!

Ţessi frumlegi hróksleikur virtist slá Anand út af laginu. Hrókurinn er á leiđinni í sóknarstöđu á g3.

14.... Rf8 15. dxe5 dxe5 16. Rh4 Hd8 17. Dh5 f6 18. Rf5 Be6 19. Hg3 Rg6 20. h4! Bxf5

Sóknaráćtlun hvíts hefur alveg gengiđ upp og hér er Anand of fljótur á sér, traustara var 20.... Hd7.

21. exf5 Rf4 22. Bxf4 exf4 23. Hc3 c5 24. He6 Hab8 25. Hc4 Dd7 26. Kh2 Hf8 27. Hce4 Hb7 28. De2 b5 29. b3?!

Ónákvćmur leikur en betra var 29. He7! Dd6 30. f3! og svarta stađan stenst ekki álagiđ. Anand virđist ekki hafa gert sér grein fyrir ađ ţađ er talsverđur varnarmáttur í stöđunni.

29.... bxa4 30. bxa4 Hb4 31. He7 Dd6 32. Df3 Hxe4 33. Dxe4 f3+ 34. g3

GBNT7GK934.... h5??

Anand átti nokkrar mínútur eftir og ţađ bćtast viđ 30 sekúndur eftir hvern leik. Afleikurinn bendir til ţess ađ hann hafi veriđ búinn ađ gefa upp alla von en hann gat varist međ 34.... Dd2! 35. Dxf3 Dxc2 36. Kg2! Kh8 ţótt stađan sé vissulega erfiđ eftir 39. Dc6 ţví ađ ekki gengur 37.... Dxf5 vegna 38. He8+ Kg8 39. Da8! og vinnur.

35. Db7!

– Viđ hótuninni 36. Hxg7 er engin vörn. Anand gafst upp.

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í 11. nóvember 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8764919

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband