Leita í fréttum mbl.is

Skákkennsla í reykvískum grunnskólum ađ hefjast

Í ţessari viku snúa nemendur aftur til starfa í grunnskólum landsins. Ţađ ţýđir ađ skákkennsla í skólum Reykjavíkur fer nú aftur á fullt. Vikuleg kennsla verđur í 28 skólum. Fyrirkomulagiđ er mismunandi milli skóla, ţó víđast hvar sé skákkennslan á stundatöflu og kennt í 3. og/eđa 4. bekk.

Skákakademían hefur yfirumsjón međ skipulagningunni í flestum skólanna en nokkrir skólar eru ţađ sem kallast mega sjálfstćđir skákskólar ţar sem kennari innan skólans sinnir kennslunni, t.d. Laugalćkjarskóli.  Í ellefu skólum er stefnt á skáknámskeiđ eđa skákkennslu í lotum/hringekjukerfi  hluta af skólaárinu. Enn á eftir ađ skipuleggja skákstarf í ţremur skólum og ekki víst ađ skákkennsla verđi í ţeim, en skólar borgarinnar eru alls 42.

Eins og í fyrra munu Björn Ívar Karlsson og Siguringi Sigurjónsson kenna í flestum skólanna, en alls telja skákkennarar í borginni eitthvađ yfir tíu. Skemmtilegt viđtal viđ Siguringa má lesa á heimasíđu Hróksins: http://hrokurinn.is/dreymir-um-ad-fleiri-skolar-taki-upp-skakkennslu-vidtal-vid-siguringa-sigurjonsson/

 Í upphafi hverrar viku í vetur mun Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíunnar kynna einn skóla í Reykjavík.  Hann ríđur á vađiđ međ umfjöllun um skákstarf í Breiđagerđisskóla.

Fyrirspurnir um kennsluna í einstökum skólum má senda á stefan@skakakademia.is

Skóli vikunnar: Breiđagerđisskóli

Gamlir nemendur: Fjölmargir skákmenn eru međal gamalla nemenda viđ skólanum. Viđ gagnaöflun greinarinnar var haft samband viđ Jón Úlfljótsson, Einar Má Sigurđsson og Ţröst Ţórhallsson. Allt eru ţetta gamlir nemendur og kom upp ár krafsinu ađ auk ţeirra stunduđu nám viđ skólann ţeir Júlíus Friđjónsson, Kristján Guđmundsson, Sćvar Bjarnason, Ögmundur Kristinsson og fleiri af sterkri kynslóđ skákmanna. Fyrir sterku liđi skólans um miđjan tíunda áratuginn fór svo FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson.

Íslandsmót barnaskólasveita: Skólinn var međal ţátttakenda á fyrsta Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram áriđ 1990. Sveit Ćfingaskóla KHÍ sigrađi á mótinu en í henni voru brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir, Arnar Gunnarsson, Freyr Karlsson og Oddur Ingimarsson. Sveit Breiđagerđisskóla lenti í 21. sćti af 28. mögulegum. Fall er fararheill stendur einhvers stađar og á nćstu mótum náđist betri árangur. 1992 náđi sveit skólans fjórđa sćti, 1993 sjötta sćti og 1994 tók skólinn bronziđ. Ţá sveit skipuđu Davíđ Kjartansson, Ţórir Júlíusson, Hlynur Hafliđason, Jóhannes I. Árnason og bróđir hans Einar Árnason. Áriđ eftir var ţessi sveit óbreytt og sigrađi ţá örugglega á mótinu međ 28v. af 36 mögulegum, fjórum vinningum á undan Lundarskóla Akureyri.  Nćstu árin eftir varđ skólinn ávallt á top10 en í kringum aldamótin minnkađi skákstarf viđ skólann og sveit hans hćtti ţátttöku á Íslandsmótinu í nokkur ár.

Síđustu ár: Skákakademía Reykjavíkur hefur nú umsjón međ kennslu í skólanum fjórđa áriđ í röđ. Björn Ívar Karlsson sér um kennsluna rétt eins og í fyrra. Björn kenndi einnig viđ skólann 2011-12 en 2012-13 sinntu Róbert Lagerman, Stefán Bergsson og Inga Birgisdóttir kennslunni. Sú venja hefur myndast ađ kennsla fer fram í ţriđja bekk. Ţannig fá allir nemendur skólans í ţriđja bekk einn skáktíma á viku en ţrjár bekkjareiningar eru í ţriđja bekk.

Verkefni vetursins: Skólinn mun eins og síđustu ár taka ţátt í sveitakeppnum á vegum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Íslands. Ţá mun skólinn taka virkan ţátt í Skákdeginum ţann 26. janúar nćstkomandi. Áhugasömustu nemendur skólans hafa veriđ duglegir viđ ađ sćkja ćfingar Taflfélags Reykjavíkur og Víkingaklúbbsins.

Sérstađa skólans: Ţađ eru eflaust ekki margir skólar á landinu ţar sem tveir kennarar viđ skólann eru systur stórmeistara! Ţađ skemmir ekki fyrir ţá miklu velvild í garđ skákarinnar ađ međal kennaraliđsins eru sumsé tvćr systur Helga Ólafssonar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 30
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 8766099

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband