Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Kínverjar ólympíumeistarar í fyrsta sinn

Kínverjar eru Ólympíumeistarar í opnum flokki í Tromsö eftir afar sannfćrandi frammistöđu frá byrjun til enda. Sigur ţeirra kemur ekki á óvart en ýmis gömul vígi voru á fallanda fćti. Ţar beinast sjónir manna ađ Rússum sem ekki hafa unniđ gull síđan í Bled 2002 og hefđu kannski mátt koma fram af meiri virđingu viđ Garrí Kasparov en hann leiddi liđiđ til sigurs fjórum sinnum frá ţví í Manila 1992.

Kínverjar hlutu 19 stig og 31˝ vinning. Í 2. sćti komu Ungverjar og Indverjar náđu 3. sćti. Bćđi liđin hlut 17 stig. Íslenska liđiđ í opna flokknum hafnađi í 39. sćti en stórt tap í síđustu umferđ fyrir Egyptum setti okkur niđur um 12 sćti. Frammistađa liđsins var ţrátt fyrir allt nokkuđ góđ en lokaúrslitin vissulega vonbrigđi.

Íslenska kvennaliđiđ hafnađi í 55. sćti í sínum flokki og er sveitin á svipuđum slóđum og í Istanbul fyrir tveimur árum. Í kvennaflokknum sigruđu Rússar örugglega.

Ţađ bar til tíđinda rétt áđur en lokaumferđin hófst ađ Judit Polgar lýsti ţví yfir ađ hún vćri hćtt taflmennsku. Ţá féll ţađ í grýttan jarđveg hjá mörgum er heimsmeistarinn Magnús Carlsen yfirgaf Tromsö og hélt heim á leiđ eftir tap í 10. umferđ.

Viđ höfum náđ ađ rifja ţađ upp hérna í Tromsö, greinarhöfundur og Jón L. Árnason, liđsstjóri Íslands í opna flokknum, ađ nú eru 36 ár síđan viđ tefldum fyrst saman á Ólympíumóti - í Argentínu 1978. Ţeir eru teljandi á fingrum annarrar handar skákmennirnir hér sem sátu ađ tafli í stúkunni á „Leikvangi minnisvarđanna" í Buenos Aires ţá en ţar hafđi fyrr um áriđ fariđ fram úrslitaleikur HM í knattspyrnu. Sumir ţessara eru liđsstjórar nú, t.d. Zoltan Ribli og Ulf Anderson og svo auđvitađ Jón L. Manngangurinn hefur svo sem ekkert breyst en samt finnst okkur eins og skáklistin nái alltaf ađ endurnýja sig. Ţađ sem breytist hinsvegar ekki er ađ menn eru alltaf ađ leika af sér. Hér hafa gengiđ um gólf nćr allir bestu skákmenn og hrist fram úr erminni afleiki eins og enginn vćri morgundagurinn. Dćmi:

Ol, Tromsö, 5. umferđ:

Perunovic - Radjabov

Radjabov er einn besti skákmađur Azera. Á ferlinum hefur hann unniđ Kasparov og hefur lengi veriđ talinn heimsmeistaraefni. En í ţessari stöđu lék hann ...

g35sqdhs.jpg22. ... dxe5 ??

( Ţessi leikur er svo slakur ađ undrum sćtir. Hvítur getur leikiđ 23. Dxf7+ Kxf7 24. Rxe5 og 25. Rxc6 međ auđunninni stöđu. Annar sterkur leikur er 23. Rxe5 og jafnvel 23. Rh8. Serbinn Perunovic valdi hinsvegar öruggasta leikinn

23. Rxe7+ Hexe7 24. Dxc5

Og međ manni yfir vann hann létt í 32. leikjum.

Íslenska liđiđ í opna flokknum hefur ekki alltaf veriđ ađ finna bestu leikina eins og dćmin sann. Viđ hefđum unniđ Tyrki í nćstsíđustu umferđ ef Hjörvar Steinn hefđi hitt á rétta leikinn í ţessari stöđu:

10. umferđ:

Esen - Hjörvar

Hjörvar hafi réttilega fórnađ skiptamun og sá fram á ađ fá tvö peđ og gott spil. Esen lék síđast 24. Hc1-c2 en 24. h3 var nauđsynlegt. Hjörvar lék lék nú...

g35sqdi0.jpg24. ... Dxh2+??

„Sjáir ţú góđan leik sittu ţá ađeins lengur á höndunum. Ţađ er kannski einhver betri í bođi," sagđi Ingvar Ásmundsson stundum. Svartur átti 24. ... Dxe5! Og hvítur gćti gefist upp, t.d. 25. Hec1 Dxh2+ 26. Kf1 Dh1+ 27. Ke2 He8+ 28. Kd3 Re5+29. Kd2 Dh4 og vinnur létt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 16. ágúst 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 30
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 8766099

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband