Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarataktar í Tromsö

Íslensku liđin sem tefla á ólympíumótinu í Tromsö í Noregi hafa bćđi hlotiđ sex stig, karlasveitin er međ 14 vinninga sem er 70% vinningshlutfall; í sjálfu sér ágćtt en ţó ber ađ hafa í huga íslenska sveitin hefur mćtt tveim frekar slökum sveitum. Eftir sigra í fyrstu umferđunum kom bakslag: tap međ minnsta mun fyrir Serbum var gremjulegt. Vćnlegar stöđur gáfu ađeins jafntefli á 1. og 4. borđi.

Kvennasveitin hefur hlotiđ 11 ˝ vinning úr skákum sem er nokkuđ eftir bókinni. Sjö ţjóđir eru međ 9 stig en í efsta sćti á stigum er sveit Aserbaídsjan. Í kvennaflokknum leiđa Kínverjar međ 10 stig.

Norska sjónvarpiđ hefur veriđ međ beinar útsendingar alla keppnisdagana og beinist athyglin mest ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Honum hefur veriđ fylgt hvert fótmál eftir sigurinn í heimsmeistaraeinvíginu sl. haust og skákir hans frá ýmsum mótum sem hann hefur tekiđ ţátt í eftir Indlandseinvígiđ oft í beinni á norsku sjónvarpsstöđvunum. Ungur landi hans, Frode Urkedal, sem teflir fyrir Noreg 2, stal ţó senunni er hann lagđi Vasilí Ivantsjúk ađ velli í 2. umferđ. Tapiđ virđist hafa slegiđ Ivantsjúk út af laginu en hann tapađi aftur í fimmtu umferđ og er nú vart mönnum sinnandi.

Opni flokkurinn er fyrir bćđi kynin en ađeins fjórar konur tefla á ţeim vettvangi. Judit Polgar er ađ venju farsćl og hefur unniđ allar skákir sínar hingađ til fyrir ungversku sveitina.

Ađstćđur eru ađ mörgu leyti góđar í Tromsö og flestir virđast vera búnir ađ gleyma ţeirri óvissu sem ríkti áđur en mótiđ hófst. Öryggisgćsla er afar ströng.

Aftur ađ Magnús Carlsen. Eftir dauft jafntefli i fyrstu umferđ gegn Finnanum Tomi Nyback vann hann nćstu skák án ţess ađ sýna mikiđ en í fjórđu umferđ komu loks heimsmeistaratilţrif. Pólverjinn Wojtaszek er geysiöflugur skákmađur og er vel heima í flóknum byrjanaafbrigđum. En eins og stundum áđur vék Magnús frá alfaraleiđum, fór í smiđju til Spasskí ţegar hann valdi lokađa afbrigđiđ gegn Sikileyjarvörn og vann međ tilţrifum:

Magnús Carlsen - Radoslaw Wojtaszek

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. d3 Bg7 6. Be3

Spasskí tefldi lokađa afbrigđiđ yfirleitt međ ţví ađ leika 6. f4 strax.

6. ... e5 7. Rh3 Rge7 8. f4 Rd4 9. O-O O-O 10. Dd2 Bd7 11. Rd1 Dc8 12. Rdf2!?

Fram ađ ţessu hefur ţetta allt veriđ eftir bókinni en ţessi leikur er óvenjulegur.

12. ... Rdc6 13. c3 b5 14. fxe5 Rxe5 15. Bh6 R7c6 16. Bxg7 Kxg7 17. Rf4 Dd8 18. Had1 Hc8 19. De2!

Eftir rólega byrjun ţar sem leikir svörtu drottningarinnar hafa kannski orkađ tvímćlis finnur Magnús góđa áćtlun. Bein hótun er nú 20. d4.

19. ... h5 20. d4 cxd4 21. cxd4 Rg4 22. h3 Rxf2 23. Dxf2 Re7 24. Hd3!

Beinir spjótum ađ f7-peđinu.

24. ... b4 25. Hf3 De8?

Slakur varnarleikur. Hann gat haldiđ í horfinu međ 25. ... Kg8.

26. g4!?

Blćs til sóknar. Annar góđur leikur var 26. d5!

26. ... hxg4 27. hxg4 Bb5 28. He1 Dd8 29. g5! Db6 30. Bh3 Hcd8

gdospa1p.jpg31. Be6!

Bćtir biskupinum í sóknina.

31. ... Be8 32. Rd5 Rxd5 33. Bxd5

og Pólverjinn gafst upp. Ađalhótun svarts er 34. Hh3 og 35. Df6+. Svartur á engan nothćfan leik, t.d. 33. ... De7 34. Hh4 f6 35. Hh7+! Kxh7 36. Dh4+ og 37. Dh6 mát. Glćsileg skák tefld í sönnum heimsmeistarastíl.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 9. ágúst 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband