Leita í fréttum mbl.is

Ólymíufarinn: Guđmundur Sverrir Ţór

G. Sverrir ŢórŢađ eru ekki bara keppendur sem fara frá Íslandi á Ólympíuskákmótiđ ţví fimm íslenskir skákstjórar verđa ţar viđ störf. Einn ţeirra er Guđmundur Sverrir Ţór sem er Ólympíufarinn í dag. Á morgun verđur keppandi úr opna flokknum kynntur til leiks.

Nafn

Guđmundur Sverrir Ţór

Taflfélag

Skákfélag Akureyrar

Stađa

Skákstjóri

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ţetta verđur mitt fyrsta Ólympíumót

Minnisstćđasta skák?

Mér er minnisstćđ skák á móti Svíanum Henrik Isaksson i Umeĺ 2011. Ég var međ mígreni og bauđ jafntefli eftir átta leiki, ţetta var í síđustu umferđ og jafntefli tryggt okkur báđum verđlaunasćti í mótinu. Hann hafnađi og ţá ákvađ ég ađ skákina skyldi ég halda út, hvađ sem ţađ kostađi og vinna skrattakollinn. Eftir nokkra undarlega leiki hjá Isaksson í miđtaflinu náđi ég góđu frumkvćđi og tryggđi mér unniđ endatafl sem ţó tók smá tíma ađ vinna úr og á tímabili var ég viđ ţađ ađ glutra ţví niđur í jafntefli enda orđinn vel ţreyttur af höfuđverknum. Á endanum tókst mér ţó ađ knésetja hann og vann fyrir vikiđ mótiđ og skaut sterkum skákmönnum ref fyrir rass. Ţetta var mér vitanlega eina skákin sem ég hef teflt sem sýnd hefur veriđ beint á netinu.

Minnisstćđasta atvik á skákmóti?

Ýmis skemmtileg atvik úr deildó koma upp í hugann en ţađ er kannski ekki viđ hćfi ađ nefna ţau hér. Minnisstćtt er ţegar brunabjallan fór í gang í Reykjavíkurmótinu í Hörpunni í vor, allir hlupu út og voru svo kallađir inn til ţess eins og vera hent út aftur.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ég vona ađ bćđi liđ endi ofar en stigin segi til um og ađ allir bćti sig á stigum. Meira er ekki hćgt ađ biđja um, nema kannski ađ Ísland verđi Norđurlandameistari.

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Armenía í karlaflokki og Kína í kvennaflokki

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Ég er skákstjóri í skákţingi Svíţjóđar nú í júlí.

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Ég hef teflt eina hrađskák í Kiruna í N-Svíţjóđ.

Eitthvađ ađ lokum?

Ţetta verđur skemmtileg lífsreynsla og ég hlakka til ađ heimsćkja Tromsö međ öllu ţessu góđa fólki sem fer fyrir hönd Íslands. Áfram Ísland!

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8765532

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband