Leita í fréttum mbl.is

Pistill: Ţröstur efstur Íslendinga í Sardiníu - Heimir Páll efstur í sínum flokki

 

Heimir međ gripinn

Dagana 7.-14. júní fór fram alţjóđlegt mót kennt viđ Bjarnarhöfđa viđ Portu Mannu í Sardiníu. Ţangađ fór níu manna hópur frá Íslandi og ţar af fjórir keppendur á alţjóđlega mótinu sjálfu. Almennt gekk ţokkalega hjá íslensku skákmönnunum og ţá sérstaklega hjá Heimi Páli Ragnarssyni sem stóđ sig best allra keppenda međ 1500 skákstig eđa minna.

 

Frammistađan

Ţröstur

Ţröstur Ţórhallsson (2425) varđ efstur Íslendinganna en hann hlaut 6 vinninga og endađi í 7.-12. sćti (8. sćti á stigum). Hann var ađeins einu sćti frá verđlaunasćti.

Gunnar Björnsson (2063) hlaut 5,5 vinning og endađi í 13.-32. sćti (30. sćti). Stefán Bergsson (2077) fékk 5 vinninga og endađi í 33.-44. sćti (34. sćti).

Heimir Páll Ragnarsson (1423) hlaut 4,5 vinning og endađi í 45.-66. sćti (64. sćti).

Heimir Páll vann sigur í flokki skákmanna undir 1500 skákstigum. Í verđlaun fékk hann flottan verđlaunagrip auk €150 í verđlaun. Heimir var einnig nálćgt ţví ađ fá verđlaun í unglingaflokki. Hann varđ ţar fjórđi en veitt eru ţrenn verđlaun í hverjum flokki.

Heimir hćkkađi um heil 50 stig (!!) fyrir frammistöđu sína en međ réttu miđađ viđ skákstig hefđi hann átt ađ fá 1,17 vinning en fékk 4,5 vinning!

Stefán fer međ bćnirStefán átti einnig gott mót en hann hćkkađi um 21 skákstig. Hann var auk ţess óheppinn ađ tapa í lokaumferđinni en jafntefli ţar hefđi vćntanlega tryggt honum sigur í flokki skákmanna undir 2100 skákstigum.

Gunnar og Ţröstur voru nánast á pari. Gunnar (0) og Ţröstur (-4).  Samtals komu ţví 67 skákstig inn í íslenskt skákstigahagkerfi á mótinu.

Ţröstur byrjađi illa en náđi sér vel á strik í lok mótsins. Sömu sögu má ađ einhverju leyti segja um undirritađan. Stefán tefldi frískast allra og má ţar sérstaklega nefna jafnteflisskákina gegn rússneska stórmeistaranum Sergei Besjukov. Ţar fórnađi hann hrók ađ ţví virtist fyrir óljósar bćtur en viđ stúderingar (međ hjálp tölvu) kom í ljós ađ ţađ var andstćđingurinn sem mátti fremur ţakka fyrir jafntefliđ.

Heimir Páll tefldi vel og átti margar góđar skákir. Ţađ er mikill lćrdómur ađ tefla viđ upp fyrir sig í hverri umferđ og ekki síđur ađ tefla viđ nýja andstćđinga - en ekki ţá sömu aftur og aftur eins og vill gjarnan gerast á innlendum mótum. Heimir nýtti ţađ tćkifćri vel og tefldi af miklum krafti.

GunnarSjálfur tefldi ég skrykkjótt og missti stundum ţráđinn. Sérstaklega í pósanum ţar sem styrkleiki minn liggur ekki. Taflmennskan fór ţá batnandi ţegar leiđ á mótiđ. Í lokaumferđinni mćtti ég ungum ítölskum alţjóđlegum meistara (2390). Hann mćtti ríflega 20 mínútum of seint og virtist fremur áhugalaus. Hann tefldi Dragendorf og valdi ég fremur rólegt framhald (7. Be2 í stađ 7. f3). Eftir átta leiki átti ég leik og skyndilega heyrast gríđarlegir skruđningar sem virđast engan endi ćtla ađ taka. Var nánast eins og ţakiđ vćri ađ hrynja. Ţegar ég er ađ hugsa um níunda leikinn býđur andstćđingurinn mér jafntefli sem ég ţáđi enda sáttur viđ jafntefli viđ upphaf skákarinnar.

Ţegar ég kom svo út í lok skákarinnar kom í ljós hvernig stóđ á Bílinn á ţakinuhávađanum. Mannlaus bíll hafđi losnađ úr handbremsu í brekku og nánast lent oná ţakinu. Var mildi ađ ekki fór verr ţví hefđi bíllinn komist upp á allt ţakiđ hefđi ţađ getađ fariđ mun verr. Sömu sögu má segja ef hann fariđ beint niđur brekkuna. Ţá hefđi hann veriđ á mikilli ferđ og lent á húsum ţarna.

Fyrirtaks ađstćđur

Ađstćđur á skákstađ voru til fyrirmyndar. Góđ trésett, grćnir dúkar, góđ borđastćrđ og góđ loftrćsting til stađar. Yuri Garrett heitir sá sem hélt mótiđ ásamt félaga sínum Stefano Lupini sem rekur hóteliđ á skákstađnum.

Stefano Lupini og Yuri GarrettNokkuđ var um hliđarviđburđi. Eitt kvöldiđ var hrađskákmót en enginn Íslendinganna tók ţar ţátt. Lokakvöldiđ var tefld tvískák. Í hádeginu voru svo sterkustu keppendur mótsins međ fyrirlestra. Má ţar nefna Ni Hua, Mikhail Marin, Lars Schandorff og Sabino Brunello.

Getraun var í hverri umferđ ţar sem hćgt var ađ spá um úrslitin á 12 efstu borđunum (1x2). Var sú keppni kölluđ TotuMannu. Viđ Stefán blönduđum okkur báđir í toppbaráttuna - sérstaklega ţó Stefán sem var efstur um tíma. Verđlaun voru góđ - eđa bođ á nćsta mót (ţátttökugjöld, gisting og fćđi). Ţví miđur enduđu ţau verđlaun í ítölskum höndum L.

Hápunktur hliđarviđburđa (a.m.k. ađ mati Íslendinga) var svo Reykjavik Open Pub Quiz sem var í Sigurvegarar og mótshaldarar Reykjavik Open Pub Quizumsjón mín og Stefáns. Sem grunn notuđum viđ spurningar frá Sigurbirni Björnssyni frá árunum 2010 og 2011 og svo vorum viđ nokkrar sérhannađar spurningar fyrir Ítalanna. Spurningarnar voru ţó heldur léttari en á Reykjavik Open.  Sigurvegar voru Brunello og Íslandsvinurinn Luca Barillaro. Sá mćtti kátur í bol merktum Taflfélaginu Helli en hann tefldi međ félaginu á Íslandsmóti skákfélaga í fyrra og stóđ sig vel.

Keppendur búa í húsum sem flestu leyti voru góđ. Snyrtilegt var í húsinu og ţau ţrifin daglega. Verđiđ fyrir gistingu og fullt fćđi, sem var gott og fjölbreytt, var €60. 

Roberta og Fransiska á barnumŢćr Roberta og Fransisca voru svo ákaflegar almennilega og ţćgilegar á hótel/sundlaugarbarnum.

Misjafnar áherslur

Keppendalistinn var heldur öđruvísi en viđ Íslendingar erum vanir. Konur voru í miklum minnihluta og mun minna var um unga skákmenn en viđ erum vanir. Nóg var hins vegar um miđaldra ítalska karlmenn af öllum getustigum en alls komu keppendur frá 16 löndum.

Misjafnar áherslur voru međal keppenda. Sumir komu auđvitađ til ađ vinna verđlaun og međan ađrir höfđu ađrar vćntingar.

Ţrír Írar tóku ţátt í mótinu. Ákaflega skemmtilegar karlar en ţetta er í fjórđa skiptiđ sem ţeir tókuÍrarnir ţátt.  Ţeir höfđu sína daglegu rútínu. Ţeir gengu upp á hćđina fyrir ofan húsin og komu ţar viđ á bar. Ţar fengu ţeir sér aldrei meira en tvo bjóra. Svo gengu ţeir niđur hćđina til ađ koma í matinn. Ţar fengu ţeir sé aldrei meira en einn bjór! Svo var tekinn 20 mínútna „siesta" fyrir skák!

Ađ lokum

Óhćtt er ađ mćla međ ţessu móti fyrir íslenska skákmenn. Ekki síst fyrir fjölskyldur en bćđi og ég Ţröstur tókum međ okkur fjölskyldumeđlimi sem ekki tóku ţátt í mótinu. Langt er ţó í búđir en gott getur veriđ ađ taka bílaleigubíla og keyra til nćsta bćjar, Palau, (um 5-10 mínútna akstur). Nóg var fyrir okkur ađ hafa einn slíkan bíl fyrir okkur níu.

Mótiđ er vel áfangahćft fyrir ţá sem eru ađ sćkja sér AM-áfanga en mótiđ er töluvert síđur áfangahćfara fyrir stórmeistaraáfanga. Enginn áfangi kom ţó í hús en tveir keppendur sem ţurftu ađ fá jafntefli í lokaumferđinni töpuđu sínum skákum.

Ströndin er svo stutt undan og ákaflega góđ stúderingaađstćđa íStúderingaađstađa húsunum međ frábćru útsýni eins og sjá má á međfylgjandi mynd.

Ef menn hafa áhuga á ţátttöku má benda á mótiđ 2015 fer fram 6.-13. júní! Ég mćli eindregiđ međ mótinu. Ekki ţá síst fyrir unga og efnilega skákmenn. Svo má benda á ađ mótiđ er sérstaklega fjölskylduvćnt fyrir ţá sem vilja sameina skák- og fjölskylduferđ og eru jafnvel á höttunum eftir AM-áfanga.

Myndaalbúm (GB og fleiri)

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 8765226

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband