Leita í fréttum mbl.is

Pistlar Guðmundar Kjartanssonar

Guðmundur Kjartansson í DubaiÍslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson er um þessar mundir að tafli á alþjóðlegu móti í Finnlandi Á meðan beðið er frétta af Guðmundi í dag er tilvalið að renna yfir eldri pistla frá honum um mótahald á Spáni, Kosta Ríka og Kolumbíu í fyrra.

Með pistlunum fylgja með 7 skákir/skákbrot frá þessum mótum.

 

Spánn 2013

Hæ! Nú er ég staddur í Figueres, Spáni þar sem ég er að klára fimmta mótið af sjö sem ég tek þátt í í sumar, sem er aðeins meira heldur en ég er vanur. Ég ákvað að skella mér hingað til Spánar því hér get ég tekið mót eftir mót í Katalóníu mótaröðinni. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var í Montcada sem er nánast í Barcelona, og verður að teljast þrælmorkinn staður! Ef menn eru að hugsa um að taka mót hér á Spáni eða nálægt þá mæli ég frekar með Benasque eða Andorra sem eru virkilega flottir staðir upp í fjöllunum! Eftir Andorra fór ég svo aftur til Barcelona og tók þátt í fjórða mótinu og loksins hingað til Figueres!

Hingað til hefur ekki gengið neitt sérstaklega en samt hefur alltaf verið eitthvað jákvætt í hverju móti og er ég viss um að þetta muni allt saman skila sér fyrr eða síðar!

Figueres er líka nokkuð skemmtilegur staður, teflum í kastala eða kastala virki, sem er ekki hægt að kvarta yfir. Svo er hinn frægi súrrealiski listamaður og einn helsti listamaður Spánar fyrr og síðar, Salvador Dali, héðan. Ég er reyndar enn þá eftir að kíkja á safnið, en geri það líklega í dag eða á morgun. En það sem stendur upp úr í þessu móti er atvik sem átti ser stað í gær í sjöundu umferðinni. Einn keppanda í mótinu mætti með yfirvaraskegg í skákina sem væri ekki frásögu færandi, nema hvað..... að í kringum fimmtánda leik var yfirvaraskeggið horfið!! Mikil ráðgáta sem er óleyst enn þann dag í dag.

Á morgun klárast mótið og fæ ég þá loksins smá hvíld þangað til næsta mót hefst í Barcelona 23.ágúst, Sants Open, sem er líklega sterkasta mótið sem ég tek þátt í í sumar svo ég er nokkuð spenntur fyrir því. Eftir það tek ég þátt í móti í Sabadell sem er ekki langt frá Barcelona.... og svo loksins heim!

Undanfarið hef ég verið að leggja meiri áherslu á endatöfl og var ég nýlega að klára að lesa bók eftir GM Jesús de la Villa sem heitir „100 endatöfl sem er mikilvægt að þekkja" sem ég mæli eindregið með, ætti að vera hægt að fá hana hjá Sigurbirni!

Ég hef teflt mikið af áhugaverðum endatöflum núna í sumar, m.a. 4 hróksendatöfl sem ég ætla að fara yfir. Út af stuttum tímamörkum eru þessi endatöfl reyndar frekar illa tefld. Ég er aðeins með FireBird 1.31 en ekki Houdini svo það er mjög líklegt að það séu einhverjar villur í stúderingunum.

 

Kosta Ríka og Kólumbía 2013 

Eftir EM landsliða í nóvember sl. fórum við Hannes Hlífar til Kosta Ríka til að taka þátt í deildakeppninni þar í landi. Eftir mótið stóð til að hafa nokkuð sterkan lokaðan stórmeistaraflokk en því miður var hætt við það og í staðinn haldið opið mót sem var ekkert sérstakt. Svo fór Hannes til Nicaragua til að taka þátt í öðru móti en ég ákvað að taka þátt í opnu móti í Kólumbíu í staðinn, Hannes vann öruggan sigur í Nicaragua en ég lenti í 4. sæti í mínu móti, hér eru 2 áhugaverðar stöður sem komu upp hjá mér.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 261
  • Frá upphafi: 8764950

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband