Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing frá Gunnari Finnlaugssyni varðandi Fischersetur á Selfossi

Skák.is hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari Finnlaugssyni:

Fischersetur á Selfossi

Eins og flestir íslenskir skákunnendur vita var er nú komið upp Fischersetur á Selfossi. Það var vígt sumarið 2013 af menntamálaráðherra Illuga Gunnarssyni.

Hvað varðar húsnæði, sjálfboðavinnu, fjármagn og marga ómetanlega muni hafa margir lagt hönd á plóginn.

Trúlega hefði þetta verið hægt nema á Selfossi þar sem andi samvinnu og ungmennafélaga svífur yfir Ölfusánni.

Þeir sem vilja vita meira er bent á heimasíðu Fischerseturs; http://www.fischersetur.is/index.cfm?lang=en&page=pages/start_is2

Það virðast þó ekki allir vera ánægðir með þetta „frumhlaup" okkar Selfyssinga, því eftirfarandi „boðskapur" barst okkur síðastliðið haust.

„EFNI: Skákborð Gunnars Magnússonar, Fischer-Spassky 1972

Til Myndstefs hafa leitað Páll G. Jónsson, Sverrir Kristinsson og Gunnar Magnússon, arkitekt og höfundur, vegna meintrar ólögmætrar eftirgerðar og opinberrar notkunar á skák-einvígsborði, en borðið var hannað og smíðað fyrir einvígi Fischer-Spassky árið 1972, og er höfundur borðsins Gunnar Magnússon.

Höfundur hefur einkarétt til að heimila og banna hvers konar eftirgerð, birtingu, sýningu og aðra notkun verka sinna. Þessi einkaréttur helst í 70 ár frá láti höfundar. Í því felst að ef aðrir vilja gera eftirgerð, eftirlíkingu eða aðlögun á höfundavörðu verki þarf að afla samþykki s/leyfs höfundar eða höfundarétthafa. Að sama skapi þarf einnig sérstakt leyfi ef birta eða sýna á verk höfundar, og eins um alla aðra opinbera notkun, til dæmis á heimasíðu, í sýningarskrá, í bækling, í bókverk osfrv. Um höfundarétt gilda lög nr. 73/1972. Um eftirgerð og aðlögun er sérstaklega fjallað í 5. gr. laganna.

Ofangreint skákborð er höfundaréttavarið verk. Því leitar Myndstef nú eftir því hvort leyfi hafi fengist frá höfundi eða höfundarétthafa fyrir annars vegar eftirgerð þess, og hins vegar fyrir sýningu þess í Fischersetrinu. Ekki skiptir hér máli þó nýr höfundur þess framleiði sjálfstætt verk - alltaf þarf samþykki frumhöfundar. Ekki skiptir hér heldur máli þó sýningarhaldari hafi veirð í góðri trú - það er ávallt á ábyrgð sýningarhaldara að réttindi annarra höfunda séu fyllilega tæmd og tilskilin leyfi liggi fyrir, og höfundarétti sé sýnd virðing og farið sé eftir lögum. Að auki hefur Myndstef gögn þess efnis að sýningarhaldari hafi verið látinn vita af meintu broti, en hafi ekkert aðhafst.

Myndstef vill einnig taka fram að um sérstakt brot á sæmdarrétti getur verið að ræða, en hreinar eftirlíkingar hafa í dómaframkvæmd verið taldar vega afar nærri sæmdarrétti frumhöfundar, og telst það þá sjálfstætt brot.

Ef leyfi hefur ekki fengist fyrir eftirgerð eða birtingu, krefst Myndstef þess að skákborðið verði fjarlægt tafarlaust úr sýningarsal setursins og því fargað. Að auki krefst Myndstef höfundaréttargreiðslna fyrir opinbera notkun þá sem þegar hefur átt sér stað á verki höfundar. Sýningin opnaði 11. júlí og hefur því staðið yfir í ca 45 daga. Samkvæmt venju og framkvæmd Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, hefur 12% af andvirði verks verið talin eðlileg þóknun vegna notkunar og sýningar (en þó með 500.000 kr þaki.) Verður við það miðað hér. Að auki hefur Myndstef heimild til að leggja 100% álag á þóknunina vegna ólögmætrar notkunar. Verður sú heimild nýtt hér. Er því heildarhöfundaréttarþóknun vegna notanna 120.000 kr., ef miðað er við að verkið verði fjarlægt af sýningunni tafarlaust. (Vinsamlegast leggið fram gögn ef reikningar skuli byggðir á öðrum forsendum, en sýningarhaldari ber sönnunarbyrði fyrir því.)

Skorar Myndstef hér með in solidum á Gunnar Finnlaugsson, framleiðanda eftirlíkingarinnar, og Magnús Matthíasson, framkvæmdastjóra Fischersetursins, að verða við kröfum Myndstefs eða setja sig í samband við Myndstef og semja um frekari leiðir, skilmála og greiðslufyrirkomulag, innan 6 daga frá dagsetningu þessa bréfs.

Ef ekki verður við kröfu þessari og áskorun mun Myndstef leita réttar síns og höfundar fyrir dómstólum og senda reikning fyrir ofangreindri þóknun og eftir atvikum fara þær refsileiðir sem höfundalög tiltaka, sbr. 54. gr. laganna.

Virðingarfyllst,

Harpa Fönn

Lögfræðingur Myndstefs

(afrit af þessu bréfi er sent í ábyrgðarpósti)"

Svo mörg voru þau orð. Það þarf duglegan lögfræðing til að koma svo mörgum rangfærslum og formgöllum fyrir í ekki lengri texta.

  • Páll G Jónsson hefur að okkur er sagt ekkert með höfundarrétt borðs Gunnars Magnússonar að gera. Hins vegar hefur hann að sögn keypt tvær eftirlíkingar af borðinu, sem hann og vopnabróðir hans hafa kallað „match equipment from 1972".
  • Sverrir Kristinsson kannast ekki við að vera aðili að þessu máli
  • Því miður er heiðursmaðurinn Gunnar Magnússon úr leik vegna veikinda. Þrátt fyrir ítrekanir hefur Harpa Fönn hjá Myndstefi ekki getað eða viljað sýna okkur fram á að Gunnar Magnússon sé aðili að þessu máli.
  • Bréfið er ekki dagsett og Gunnar Finnlaugsson hefur ekki fengið neinn ábyrgðarpóst frá Myndstefi. Í einu plaggi sem borist hefur með tölvupósti er Gunnar Finnlaugsson sagður týndur. Hann hefur þó haft sama heimilisfang og heimasíma í 33 ár. Hann bý þó ekki lengur á Tryggvagötu 5 á Selfossi.

Er yfir mig hissa á þessum Grýluleik. Fyrir nokkrum dögum kom fram að Björgólfur Guðmundsson hefði farga nýjum bókum á Íslandi. Það veit ekki á gott ef auðkólfar og gamlir viðskiptarefir geta sigað lögfræðingum á okkur sem erum að reyna að vinna að menningarmálum.

Og síðan að kjarna þessarar ótrúlegu kröfu. Borð sem hér um ræðir smíðað í Svíþjóð og er framleiðandinn Kasper Thulin. Borðið er stimplað með nafni hans. Fyrirmynd borðsins eru myndir af tveimur borðum. Annars vegar borð Havanna 1966 og hins vegar Reykjavik 1972 Heiðursmaðurinn Friðrik Ólafsson á borð frá Havanna 1966. Hann hefur tjáð okkur að Gunnar Magnússon hafi komið til hans til að skoða það í aðdragandi einvígisins 1972. Samnefnari allra fjögurra borðanna eru púðarnir sem fyrst sáust á borðinu frá Havanna. 1966. Trúlega hefur Castro ekki verið spurður 1972. Borð Thulins er frábruðið borðunum Havanna 1966 og borði Gunnars Magnússonar bæði hvað varðar stærð og efni. Sem sagt; aðaleinkenni borðs Gunnars Magnússonar er fengin að láni frá Castro. Veit hann af þessu?

Gunnar Finnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 8764939

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband