Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Spennan magnast í heimsmeistaraeinvíginu

Anand og Carlsen„Er ţetta kannski einn af ţessum stórkostlegu leikjum danska stórmeistarans? hugsađi ég," skrifađi gamli heimsmeistarinn Botvinnik örlítiđ háđskur í skýringum viđ skák sem hann tefldi viđ Bent Larsen áriđ 1967 í Palma á Mallorca. Á einum punkti hafđi hann úr ađ velja fleiri en eina vinningsleiđ. Ţetta var mjög gott ár hjá Larsen og hann var ţá helsta von Vesturlanda og Norđurlanda eins eins og Magnús Carlsen í dag. Heimsmeistarinn Anand gćti hafa spurt sig ţessarar sömu spurningar á međan ţriđja einvígisskák hans viđ Magnús stóđ yfir. Ónákvćmni og linkulega tefld byrjun héldust í hendur og ýmsir spámenn voru farnir ađ efast um ađ Norđmađurinn ungi hefđi yfirleitt nokkuđ fram ađ fćra međ hvítu sem hefur hingađ til veriđ taliđ nauđsynlegt á ţessum vettvangi. Hann náđi ţó jafntefli eftir talsverđa erfiđleika. Kannski er hann hćttulegri međ svörtu ţví ađ í fjórđu skákinni sló hann Anand út af laginu međ bírćfnu peđsráni sem minnti á hinn frćga leik Fischers í 1. skákinni viđ Spasskí, 29. ... Bxh2.

„Forskot Magnúsar Carlsen liggur ekki á sviđi byrjana," sagđi Garrí Kasparov, nýkominn til Chennai. Anand sá hinsvegar til ţess ađ Garrí karlinn fengi ekki ađ sitja á fremsta bekk og vangaveltur voru uppi ađ ţessi FIDE-forsetaframbjóđandi hefđi orđiđ ađ kaupa sér ađgöngumiđa ţegar hann mćtti á keppnisstađ í Chennai sl. miđvikudag.

4. einvígisskák:

Wiswanathan Anand - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8

Berlínar-vörnin er í vopnabúri Magnúsar. Svartur hefur ýmsar leiđir til ađ skipa liđi sínu fram. Ýmsir hafa haldiđ ţví fram ađ ţessi byrjun hafi velt Kasparov úr sessi sem heimsmeistara í HM-einvíginu viđ Kramnik áriđ 2000.

9. h3 Bd7 10. Hd1 Be7 11. Rc3 Kc8 12. Bg5 h6 13. Bxe7 Rxe7 14. Hd2 c5 15. Had1 Be6 16. Re1 Rg6 17. Rd3 b6 18. Re2?

Ónákvćmni. Magnús hafđi teflt byrjunina hratt og Anand á ţađ enn til ađ tefla of hratt!

- Sjá stöđumynd -

gmfrjh5j.jpg18. ...Bxa2!

Minnir óneitanlega á hinn frćga leik Fischers. Munurinn er sá ađ biskupinn sleppur út.

19. b3 c4! 20. Rdc1 cxb3 21. cxb3 Bb1 22. f4 Kb7 23. Rc3 Bf5 24. g4 Bc8

Aftur á heimareit eftir „peđsrániđ". Svartur á góđa möguleika ađ ţróa ţessa stöđu til vinnings en Anand hefur meira rými.

25. Rd3 h5 26. f5 Re7 27. Rb5 hxg4 28. hxg4 Hh4 29. Rf2 Rc6 30. Hc2 a5 31. Hc4 g6 32. Hdc1 Bd7 33. e6 fxe6 34. fxe6 Be8 35. Re4! Hxg4+ 36. Kf2 Hf4+ 37. Ke3 Hf8

37. ... g5 var betra og svartur á nokkra vinningsmöguleika.

38. Rd4 Rxd4 39. Hxc7+ Ka6 40. Kxd4 Hd8+ 41. Kc3

Betra var 41. Ke3 og stađan má heita í jafnvćgi.

41. ... Hf3+ 42. Kb2 He3 43. Hc8 Hdd3 44. Ha8+ Kb7 45. Hxe8 Hxe4 46. e7 Hg3 47. Hc3 He2+ 48. Hc2 Hee3 49. Ka2 g5 50. Hd2 He5 51. Hd7+ Kc6 52. Hed8 Hge3 53. Hd6+ Kb7 54. H8d7 Ka6 55. Hd5 He2+ 56. Ka3 He6!

Jafntefliđ er auđfengiđ nái hvítur ađ skipta upp á hrókum en Magnús hefur náđ ađ magna flćkjustigiđ. Hér leggur hann lćvísa gildru fyrir Anand, 57. Hxg5 er svarađ međ 57. ... b5! og vinnur vegna hótunarinnar 58. ... b4+.

57. Hd8 g4 58. Hg5 Hxe7 59. Ha8+ Kb7 60. Hag8 a4 61. Hxg4 axb3 62. H8g7! Ka6 63. Hxe7 Hxe7 64. Kxb3

Jafntefli! B-peđ svarts er hćttulaust. Stađan 2:2. Frábćr barátta.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765197

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband