Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skrýtnar myndir á skákborđi

Eftir fyrri helming Íslandsmóts skákfélaga hélt haustmót Taflfélags Reykjavíkur áfram og ţar hélst stađan hvađ varđar efsta sćtiđ óbreytt. Einar Hjalti Jensson vann sinn stćrsta sigur á ferlinum, hlaut 7 ˝ vinning úr 9 skákum. Á Norđurlandamótinu í skák sem haldiđ var í strandbćnum Köge í Danmörku tefldu fyrir Íslands hönd Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson. Henrik hlaut 6 ˝ vinning og varđ í 3.-5. sćti en Guđmundur fékk 5 ˝ vinning og varđ í 15.-23. sćti. Norđurlandameistari varđ Svíinn Axel Smith.

Í lok síđustu viku hélt Víkingasveitin til Rhodos án nokkurra lykilmanna en ţó međ Hannes Hlífar, Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson innanborđs. Hjörvar Steinn Grétarsson sem í haust gekk til liđs viđ Víkingana valdi ađ tefla fyrir hitt liđiđ sitt, ensku sveitina Jutes of Kent. Ţeir eru búnir ađ standa sig vel, Hannes međ 3 vinninga úr fjórum skákum og Hjörvar og Björn međ 2 ˝ vinning.

En á ţessu móti ţar sem saman koma margir af sterkustu skákmönnum heims hefur veriđ tefld ein furđuleg skák. Viđ nána skođun finnst varla rökréttur ţráđur. Samt eigast viđ öflugir stórmeistarar sem hitta á frábćra leiki. Morozevich sem er meistari sjónhverfinga leikur einum slćmum leik í byrjun og á undir högg ađ sćkja eftir ţađ. Og tilţrifin eru mögnuđ:

EM Rhodos 2013

Alexander Morozevich - Viktor Laznicka

Enskur leikur

1. g3 e5 2. c4 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. e3 d5!? 6. cxd5 Rb4 7. Rf3!?

Býđur riddaranum til d3! Hér var öruggast ađ leika 7. d4 exd4 8. cxd4 Be7 o.s.frv.

7. ... Rd3+ 8. Ke2 Rxd5 9. Da4+

Vitaskuld ekki 9. Kxd3 Rxe3+ og vinnur.

9. ... Bd7 10. De4 R5b4 11. a3 Bc6 12. Dc4 b5 13. Dg4 Rc2 14. Dxg7 Hf8 15. Ha2?

Moro átti ýmsar vćnlegar leiđir í byrjun, t.d. 12. Rxe5 eđa jafnvel 13. Rxb5. En ţetta er fyrst beini afeikur hans og héđan í frá á hann undir högg ađ sćkja. Best var 15. Hb1.

g34rg2dp.jpg15. ... b4! 16. axb4 Rcxb4 17. Ha5 Dd6 18. Dg4 Bb6 19. Ha3 Hd8 20. Re4 De7?!

Missir af 20. ... Dg6! 21. dxg6 fxg6 22. Rg5 h6 23. Rh3 g5 24. g4 Rc5 og svartur á ađ vinna - „Houdini".

21. Df5?!

21. Rh4! skorđar f6-peđiđ betur. Baráttan í framhaldinu snýst um „blokkeringar" ađ hćtti Nimzowitch „og drottningunni hentar ekki vel ţađ hlutverk," skrifađi sá góđi mađur.

21. ... f6 22. Rh4 Bb5 23. Kf3?!

Kóngurinn leggur í óvissuferđ.

23. ... Rc2 24. Hxd3 Hxd3 25. Dh5 Kd8 26. Rf5 Db4 27. Kg4 Hd7

g34rg2dv.jpg28. Kh3 Bd3 29. Df3 c6 30. g4 h5 31. gxh5 Hh7 32. Reg3 Hfh8 33. e4 Dc4 34. Kh4 Kc7?!

Hann gat unniđ međ 34. .... Hxh5+! 35. Rxh5 Be2 o.s.frv.

35. b3 Dxb3 36. Bb2 Dxb2 37. Dxd3 Hd7 38. Df3 Rb4 39. Re3 Bxe3 40. dxe3 Rd3 41. Hd1?!

Hvítur gat leikiđ 41. Dxf6 sem heldur jafnvćgi.

41. ... a5 42. Bh3 Hd6 43. Dg4 Hhd8 44. Dg7 Kb6 45. h6 Dxf2 46. Hb1 Rb4 47. h7 Dxe3 48. Bf5 Hd2 49. Hh1 Dg5 50. Dxg5 fxg5 51. Kxg5 a4 52. Kf6 a3 53. Be6 H2d6 54. Rf5 Hxe6 55. Kxe6 Hh8 56. Kxe5 a2 57. Ha1 Hxh7 58. h4 Ha7 59. Re3 Kc5 60. Hc1 Kb5 61. Ha1 Ha3 62. Rf5 Kc4 63. h5 Rc2

Loks gat Laznicka andađ léttar. Ţessi stađa er auđunnin.

64. Hxa2 Hxa2 65. h6 Ha7 66. Kf6 Rd4 67. Re7 Ha1 68. h7 Hh1 69. Kg7 Re6 70. Kg8 Hg1 71. Kf7 Rg5 72. Kg6 Rxh7 73. Kxh7 c5 74. Rf5 He1

- og Morozevich gafst upp. Stórkostleg baráttuskák.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765568

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband