Leita í fréttum mbl.is

Skákfélag Akureyrar vann nauman sigur á Fjölni

IMG 2401Hrađskákkeppni taflfélaga hófst í gćr. Fyrsta viđureign keppninnar í ár var viđureign Skákdeildar Fjölnis og Skákfélags Akureyrar. Norđmenn heimsóttu Grafarvoginn og tefldu viđ Fjölnismenn í Rimaskóla. Norđanmenn gerđu ţangađ góđa ferđ ţví ţeir unnu viđureignina, en tćpara gat ţađ ekki orđiđ, ţví ađ viđureigninni lauk 35 - 37. Í hálfleik var stađan jöfn 18 - 18.

Viđureignin var bráđskemmtileg frá upphafi til enda og fyrir síđustu umferđina var allt í járnum. Ţađ voru Fjölnismenn sem héldu forustunni lengst af í fyrri umferđ og náđu mest 3 vinninga forskoti en í ţeim síđari voru ţađ norđanmenn sem tóku forustuna og lönduđu sigri ţrátt fyrir naumt tap í lokaumferđ.

Bćđi félögin tefldu fram okkar efnilegustu skámönnum á unglinga-og framhaldsskólastigi. IMG 2400Rimaskólastrákarnir núverandi og fyrrverandi ţeir Oliver Aron, Jón Trausti, Dagur R og Hörđur Aron náđu allir 50% vinningshlutfalli eđa meira og í liđi Akureyringa stóđu ţeir Jón Kristinn og Símon Ţórhallsson svo sannarlega fyrir sínu.

Stefán Bergsson og Halldór Halldórsson voru illviđráđanlegir og gamla kempan Jón Ţ. Ţór reyndist drjúgur. Fjölnisliđiđ var ađ venju skipađ unglingum sem teflt hafa međ skákdeildinni allt frá ungbernsku og eru ađ mynda ţéttan kjarna frábćrra skákmanna. Ţađ er fengur fyrir Fjölnismenn ađ fá Dag Andra ađ nýju inn í hópinn og međ meiri ćfingu kemur hann til međ ađ reynast Grafarvogsliđinu drjúgur liđsmađur.

Ţar sem viđureignin var allan tímann jöfn og spennandi ţá ver einbeitingin og baráttan í fyrirrúmi og skákmennirnir sem flestir höfđu tekiđ ţátt í Borgarskákmótinu fyrr um daginn drógu ekkert af sér.

IMG 2402Oliver Aron var međ flesta vinninga í liđi Fjölnismanna eđa 8, Jón Trausti 7,5 , Dagur R 6,5 , Hörđur Aron 5,5 Dagur Andri 3,5, Erlingur 3 og Nansý 1.

Í liđi Akureyringa hlaut Halldór Brynjar 9 vinninga í 10 skákum, Stefán jafnmarga vinninga en í 12 skákum, Jón Kristinn og Jón Ţ. Ţór 7˝ vinning, Símon 2˝ í 7 skákum en ađrir vinna.

Í kvöld kl. 20 heldur keppnin svo áfram en ţá mćtast Gođinn-Mátar og Taflfélag Reykjavíkur í húsnćđi Sensa í Kletthálsi 1. Á morgun mćtast svo Eyjamenn og Selfyssingar í húsnćđi SÍ kl. 20. Viđureignirnar detta svo inn hver á fćtur annarri en fyrstu umferđ skal vera lokiđ eigi síđar en 20. ágúst nk.

Úrslit fyrstu umferđar:

  • Taflfélag Garđabćjar - Taflfélag Bolungarvíkur (óákveđiđ)
  • Briddsfjelagiđ - Skákfélag Reykjanesbćjar (óákveđiđ)
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélag Selfoss og nágrennis (15. ágúst kl. 20 í SÍ)
  • Skákfélag Íslands - Taflfélag Akraness (20. ágúst kl. 19:30 í SÍ)
  • Skákdeild Fjölnis - Skákfélag Akureyrar 35-37
  • Taflfélagiđ Hellir - Skákfélag Vinjar (20. ágúst kl. 20 í Helli)
  • Gođinn-Mátar - Taflfélag Reykjavíkur (14. ágúst kl. 20 í Sensa)
  • Víkingaklúbburinn er kominn áfram

Heimasíđa Hellis

Myndaalbúm (HÁ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8765152

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband