Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Síđasta skák Friđriks viđ Bobby Fischer

103 9627Létt var yfir mönnum viđ opnun Fischer-seturs á Selfossi ţann 11. júlí sl. Sameinađ átak Gunnars Finnlaugssonar, Aldísar Sigfúsdóttur, Magnúsar Matthíassonar og Sigfúsar Kristinssonar gerđi ţessa framkvćmd mögulega. Fischer-setriđ er stađsett á annarri hćđ gamla Landsbankahússins. Safniđ á eftir ađ vaxa og dafna og ţarna verđur jafnframt ađstađa fyrir skákfélagiđ á Selfossi. Međal gesta viđ opnunina voru ráđherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurđur Ingi Jóhannsson. Sá síđarnefndi fann sterka samsvörun milli útlaganna Bobby Fischers og Grettis sterka Ásmundarsonar: „Báđir áttu sína Gláma ađ glíma viđ

- og báđir áttu trausta vini," sagđi hann međal annars.

Guđni Ágústsson, sem vart lýkur upp munni án ţess ađ nefnaŢar hafiđ ţiđ ţađ....... Gunnar á Hlíđarenda, talađi síđastur og tókst auđvitađ ađ spyrđa kappana saman. Guđni glettist góđlátlega viđ vini sína úr kjördćminu, taldi augljóst ađ draugur nokkur, sem lengi hefđi leikiđ lausum hala í Flóanum, myndi hafa ýtt á „send-takkann" ţegar tölvupósturinn frćgi fór af stađ úr tölvu Bjarna bóksala; Ólafur Helgi sýslumađur vćri landskunnur fyrir dálćti sitt á hljómsveit sem hann mundi ađ vísu ekki hver var en kom ekki ađ sök ţar sem öđrum var ljóst ađ hér var átt viđ The Rolling Stones. Friđrik Ólafsson talađi um kynni sín af Fischer og fćrđi setrinu ađ gjöf skorblöđ af nokkrum skákum ţeirra. Ţeir tefldu samtals 12 skákir, ţar af ellefu á tímabilinu 1958-'62. Friđrik vann ţá fyrstu međ glćsibrag en eftir ţađ hallađi undir fćti og heildarniđurstađan var 9:3, Fischer í vil. Fischer var afar beittur kóngspeđsmađur og Friđrik var međ svart í sjö síđustu skákum ţeirra. Hann rćddi síđustu viđureignina sem fram fór á Friđrik og FischerÓlympíumótinu í Havana áriđ 1966, viđ rannsóknir eftirá taldi Fischer peđsfórn Friđriks í byrjun tafls ekki mikils virđi, hann sá viđ brellum Friđriks undir lokin, vann sannfćrandi sigur og hlaut 15 vinninga af 17 mögulegum á 1. borđi fyrir Bandaríkin. En Friđrik átti sín tćkifćri í ţessari skák og kannski fyrr en keppendur hugđu:

Bobby Fischer - Friđrik Ólafsson

Spćnski leikurinn

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4

Á Piatigorsky-mótinu fyrr um áriđ hafđi Fischer átt í basli gegn opna afbrigđi spćnska leiksins í skákum viđ Bent Larsen og Wolfgang Unzicker.

6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7 10. Bc2 Bg4

Upphafiđ ađ athyglisverđri peđsfórn. Seinni tíma ţróun byggđ á skákum Kortsnojs gerđi ráđ fyrir leikjum á borđ viđ 10. ... Dd7 og - Hd8.

11. h3 Bh5 12. g4 Bg6 13. Bb3 Ra5?!

Best var 13. ... Rc5! - „Houdini". Eftir 14. Bxd5 kemur 14. ... Dd7! međ góđum fćrum og 14. Dxd5 er svarađ međ 14. ...Ra5.

14. Bxd5 c6 15. Bxe4 Bxe4 16. Dxd8+ Hxd8 17. Rbd2 Bd5 18. He1 h5 19. Re4 hxg4 20. hxg4 Rc4?!

Betri reitur fyrir riddarann var á b7 og 20. ... b4 kom einnig til greina.

21. Kg2! Be6 22. b3 Rb6 23. Be3 Rd5 24. Kg3 f6

Friđrik hafđi litlar bćtur fyrir peđiđ og ţessi leikur bćtir ekki úr skák.

25. Bc5! f5 26. Rd6+ Bxd6

Skárra var 26. ... Kd7.

27. exd6 Kd7 28. Re5 Kc8 29. Rxc6 f4 30. Kg2 Re3+!

Byggir á hugmyndinni 31. fxe3 Bd5+ o.s. frv. En Fischer hafđi séđ ţetta fyrir.

gcjr1cd5.jpg31. Kg1! Bd5 32. Re7+ Kd7 33. fxe3 Hh1+ 34. Kf2 Hh2+ 35. Kf1 Bf3 36. Rg6 Be4 37. Re5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 21. júlí 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 8765195

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband