Leita í fréttum mbl.is

Hannes og Björn efstir á Opna Íslandsmótinu í skák

Björn ŢorfinnssonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson og alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson eru efstir međ 5˝ vinning ađ lokinni sjöttu umferđ Opna Íslandsmótsins í skák sem fram fór í Turninum í Borgartúni í kvöld. Hannes vann Braga Ţorfinnsson, bróđur Björns, fremur örugglega en Björn vann stórmeistarann Henrik Danielsen í skemmtilegri skák. Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson, er ţriđji međ 5 vinninga eftir ađ hafa lagt kollega sinn Héđin Steingrímsson í mjög óhefđbundinni og sérstakri skák.

Lenka Ptácníková er efst kvenna međ 3˝ vinning ţrátt fyrir tap fyrirHannes Hlífar Guđmundi Kjartanssyni en mótiđ nú er jafnframt Íslandsmót kvenna. Hrund Hauksdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir koma nćstar međ 3 vinninga. Ţađ gćti ţví stefnt í afar spennandi baráttu á Íslandsmóti kvenna.

Sem fyrr var nokkuđ um óvćnt úrslit og eru ungu ljónin ţar í ađalhlutverki. Hilmir Freyr Heimisson og Vignir Vatnar Stefánsson halda áfram ađ gera góđa hluti. Hilmir vann Björgvin S. Guđmundsson en Vignir gerđi jafntefli viđ Mikael Jóhann Karlsson en stigamunurinn í báđum tilfellum er um 350 skákstig. Annađ ungt ljón Dawid Kolka vann svo Bjarnstein Ţórsson en ţar munar um 200 skákstigum.  Annar ungur skákmađur Ţorsteinn Magnússon gerđi svo jafntefli viđ landsliđskonuna Elsu Maríu Kristínardóttur.

LenkaSjöunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 17. Teflt er á efstu hćđinni (20. hćđ) í Turninum Borgartúni (Höfđatorg). Mjög góđ ađstađa er á skákstađ fyrir áhorfendur sem hafa veriđ duglegri ađ sćkja Íslandsmót en í mörg herrans ár. Ţar er líka komiđ lítil veitingasala, "Birnukaffi" fyrir keppendur og gesti og gangandi.

Forystumennirnir Hannes og Björn mćtast á morgun og Stefán Kristjánsson teflir viđ Hjörvar Stein Grétarsson sem er međal fimm skákmanna sem hafa 4˝ vinning.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 8764992

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband