Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Sóknarhugur

DagurFulltrúar Íslands á einu sterkasta opna móti ársins, Evrópumóti einstaklinga, sem fer fram í Legnica í Póllandi, Guđmundur Kjartansson og Dagur Arngrímsson hófu mótiđ međ látum og unnu tvo 2600+ stiga stórmeistara. Skákáhugamenn hafa fylgst spenntir međ frammistöđu gömlu félaganna sem undirbjuggu sig saman í Búdapest ţar sem Dagur hefur búiđ síđan í haust. Eftir ţrjár umferđir var Guđmundur međ 2 vinninga og Dagur 1 ˝ vinning. Ţeir tefldu báđir á „Fyrsta laugardagsmótinu" í apríl og ţar vann Guđmundur flokk alţjóđlegu meistaranna.

Glćsilegir sigrar ţeirra í fyrstu umferđ á EM voru náskyldir ađ ţví leyti til ađ mikill sóknarhugur fylgdi framrás h-peđsins í báđum skákunum. Guđmundur lagđi ađ velli ţrautţjálfađan rússneskan stórmeistara en undanfariđ hefur hann veriđ á mikilli siglingu upp elo-listann. Greinarhöfundur renndi yfir skákina međ „Houdini" sem taldi ađ eftir ađ byrjuninni sleppti hafi Guđmundur nálega alltaf hitt á besta leikinn:

EM 2013: 1. umferđ:

Guđmundur Kjartansson - Sergei Fedortsjúk

Enskur leikur

1. g3 c5 2. c4 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. Rc3 Rh6 6. d4

Gamall leikur sem Svíinn Ulf Andersson kom í tísku.

6.... cxd4 7. Rxd4 Rxd4 8. Bxh6 Bxh6 9. Dxd4 O-O 10. h4 Bg7 11. Dd2 d6 12. h5 Be6 13. hxg6 hxg6 14. b3 Hb8?

Of hćgfara, svartur átti 14.... d5! 15. cxd5 Hc8 međ góđri stöđu.

15. Hc1 a6 16. Re4 Bd7 17. Rg5 Bc6 18. Kf1 e6 19. Df4 De7 20. Hd1 Hfd8 21. Bxc6 bxc6 22. Hd3!

Fyrst núna ţarf svartur ađ hafa áhyggjur, hrókurinn stefnir á f3-reitinn.

22.... d5 23. Hf3 f5 24. Dh4 Kf8 25. g4 dxc4 26. gxf5 gxf5 27. e4!

Peđ eru líka sóknarmenn! Nú fara ađ myndast glufur í varnargirđingu svarts.

27.... Hd1+ 28. Kg2 Hxh1 29. Kxh1 cxb3 30. axb3 Hb5 31. Dh5

Dugar en sterkara var sennilega 31. Hd3! sem hótar 32. Hd8+!

31.... De8 32. Dh7 De7?

Eina vonin var ađ leika 32.... He5.

33. Dg6! Kg8 34. Hh3 fxe4

gfrqncoi.jpg35. Hh8+!

- Laglegur lokahnykkur, svartur verđur mát, 35.... Kxh8 36. Dh7 mát.

Og ekki var sigur Dags í ţessari umferđ síđri:

Dagur Arngrímsson - Zdenko Kozul

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 a6 6. Be3 O-O 7. Rge2 Rc6 8. Dd2 Ra5

Óvenjulegur leikur í ţekktu afbrigđi, venjulega er leikiđ 8..... Hb8 eđa 8..... He8.

9. Rf4 Rd7 10. Hd1 e5 11. dxe5 dxe5 12. Rfd5 Rc6 13. h4 Rd4 14. h5 c6 15. hxg6!? cxd5?!

Ţađ kemur dálítiđ á óvart ađ Kozul skuli ţiggja manninn. Eftir 15.... fxg6 má svartur vel viđ una.

16. gxh7+ Kh8 17. Rxd5 Rc5 18. Bh6 Bxh6 19. Dxh6 a5

Ţetta lítur allt saman ágćtlega út, svartur hyggst leika 20.... Ha6. En Dagur kann ađ svara fyrir sig.

20. Rc7! Hb8 21. Hh5! f6

gfrqncom.jpgSjá stöđumynd.

22. Hxd4!

Enn einn bráđsnjall leikur, hvítur vinnur liđ til baka og stendur til vinnings.

22.... exd4 23. Hxc5 Hf7 24. Dg6 Df8 25. Dg8+ Dxg8 26. hxg8=D+ Kxg8 27. Rb5 b6 28. Hd5 Bd7 29. Rxd4 Kf8 30. Kf2 Ke7 31. e5! Hc8?

Kozul hefur veriđ grátt leikinn og uggir ekki ađ sér. Hann gat enn barist međ 31.... fxe5 ţó hvítur eigi ađ vinna međ ţrjú peđ fyrir skiptamun.

32. Hxd7+! Kxd7 33. e6+ Ke7 34. exf7 Kxf7 35. Bd3 Ke7 36. a3 Kd6 37. b4 axb4 38. axb4 Ha8 39. Ke3 Ha2 40. g4 Hg2 41. Rb5 Kd7 42. Rc3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

 

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. maí 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband