Leita í fréttum mbl.is

Helgi Áss gerist Gođi

Össur Skarphéđinsson and GM Helgi Áss GrétarssonSkammt er stórra högg milli hjá Gođanum ţví ađ í dag gekk Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari ungmenna, til liđs viđ Gođann. Helgi Áss er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur Gođanum á hönd og hittir ţar fyrir félaga sinn, Ţröst Ţórhallsson, sem nýgenginn er í félagiđ.

Ljóst er ađ Gođanum er gríđarlegur liđsauki ađ Helga og munar um minna ţegar hin knáa A-sveit Gođans ţreytir frumraun sína í 1. deild Íslandsmótsins í haust í baráttu viđ firnasterka keppinauta. Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans:  „Ţetta eru mikil gleđitíđindi. Viđ Gođar erum sannarlega stoltir af ţví ađ ţessi  öflugi og fjölhćfi skákmađur lađist ađ ţeirri skákmenningu og umgjörđ sem viđ höfum upp á ađ bjóđa. Viđ hlökkum til ađ njóta atfylgis Helga og gerumst nú enn upplitsdjarfari ţegar horft er til komandi leiktíđar. Međ inngöngu Helga Áss og Ţrastar í félagiđ er sterkum stođum rennt undir framtíđ Gođans međal fremstu skákfélaga á landinu."  

Skákferill Helga Áss er glćsilegur. Áriđ 1994, ţegar Helgi var sautján vetra, varđ hann heimsmeistari ungmenna 20 ára og yngri í skák og hlaut um leiđ nafnbótina stórmeistari. Helgi hefur náđ prýđis árangri á alţjóđlegum mótum, deildi t.d. efsta sćtinu á Politiken Cup í Kaupmannahöfn áriđ 1997 og var á međal efstu manna á Reykjavíkurskákmótunum 1994 og 2002. Hann hafnađi fjórum sinnum í öđru sćti í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands, síđast áriđ 2004, og varđ skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur tvö ár í röđ, 1991 og 1992. Helgi varđ tvívegis Íslandsmeistari í atskák og hefur einnig tvívegis orđiđ hrađskákmeistari Íslands, síđast áriđ 2006. Ţá náđi hann tvisvar sinnum 2. sćti á heimsmeistaramótum barna- og unglinga, u-14 áriđ 1991 og u-16 áriđ 1993. Helgi varđ ţrefaldur Norđurlandameistari í einstaklingskeppni í skólaskák, síđast áriđ 1992, og er margfaldur Íslandsmeistari barna- og unglinga frá árunum 1988-1993. Loks má geta ţess ađ Helgi hefur fjórum sinnum teflt fyrir hönd ţjóđar sinnar Ólympíumótinu í skák.

Helgi Áss Grétarsson: "Sú blanda af samheldni,  glađvćrđ og frćđimennsku sem einkennir félagiđ veldur miklu um ákvörđun mína ađ ganga ţví á hönd. Ég hlakka til ađ leggja mitt af mörkum í ţessum öfluga hópi."

Stjórn og liđsmenn Gođans bjóđa Helga Áss Grétarsson velkominn í sínar rađir. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband