Leita í fréttum mbl.is

Skákhátíđ á Ströndum um nćstu helgi!

7Fjórir stórmeistarar eru skráđir til leiks á Skákhátíđ á Ströndum 2012: Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson. Ađ auki eru mörg af efnilegustu ungmennum landsins og skákáhugamönnum úr öllum fjórđungum á leiđ á Strandir.

Hátíđin hefst međ fjöltefli á Hólmavík klukkan 16 á föstudaginn, ţegar Róbert Lagerman, heiđursgestur hátíđarinnar, teflir fjöltefli. Á föstudagskvöld klukkan 20 verđur tvískákarmót í Hótel Djúpavík og á laugardag klukkan 13 hefst Afmćlismót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Heildarverđlaun á mótinu verđa rúmlega 100 ţúsund krónur, en ađ auki gefa fjölmörg fyrirtćki og einstaklingar verđlaun. Á sunnudag kl. 13 verđur svo hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi, sem markar endalok Skákhátíđar á Ströndum 2012.

Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiđum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guđjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verđlaunagripina á Skákhátíđ á Ströndum 2012. Báđir hafa ţeir, á undanförnum árum, lagt hátíđinni liđ međ margvíslegum hćtti.

Valgeir BenediktssonValgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsiđ Kört í Trékyllisvík. Ţar er hćgt ađ kynnast sögu ţessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem ţar bjó. Óhćtt er ađ segja ađ Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargađ frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu viđ nyrsta haf. Ţar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmađur landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviđi, m.a. hina rómuđu penna sem notađir hafa veriđ í verđlaun á skákhátíđum undanfarinna ára.

Guđjón KristinssonGuđjón Kristinsson er Strandamađur í húđ og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuđur og handverksmađur, enda hefur hann tileinkađ sér hina merku list forfeđra okkar viđ húsbyggingar og hleđslu. Ađ auki smíđar Guđjón leiktćki og listmuni, og er tvímćlalaust í hópi áhugaverđustu listmanna landsins.

Gripurinn frá Valgeiri verđur handa sigurvegaranum á Afmćlismóti Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík laugardaginn 23. júní, en daginn eftir verđur keppt um ,,Krumlu Strandamannsins", skúlptúr Guđjóns úr rekaviđi, á mótinu í Kaffi Norđurfirđi.

Fyrir utan listgripi á Ströndum munu keppendur á skákhátíđinni keppa um peningaverđlaun og marga ađra vinninga. Mikil áhersla er lögđ á verđlaun fyrir börn, enda liggur fyrir ađ mörg efnilegustu skákbörn landsins mćta á Strandir, auk harđsnúins heimavarnarliđs af ungu kynslóđinni. Börnin sem taka ţátt í hátíđinni munu öll fá verđlaun og viđurkenningar.

DSC_0233Međal keppenda á Skákhátíđ á Ströndum 2012 verđa sumir af bestu og efnilegustu skákmönnum landsins. Í ţeim hópi eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Stefán Kristjánsson. Af öđrum kunnum köppum má nefna Róbert Lagerman, Sćvar Bjarnason, Stefán Bergsson, Hrannar Jónsson, Magnús Matthíasson, Heimi Páll Ragnarsson, Hilmi Frey, Heimisson, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, Vigni Vatnar Stefánsson og Gunnar Björnsson.

Einnig er von á góđum hópi úr Skákfélagi Vinjar, auk ţess sem vonast er til ađ hinir öflugu skákmenn Akureyrar og nćrsveita fjölmenni. Ţá tefla Strandamenn ađ vanda fram öflugum fulltrúum

Margir gistimöguleikar eru í Árnheshreppi og skal sérstaklega vekja athygli á góđu tilbođi sem Hótel Djúpavík gerir gestum skákhátíđarinnar.

A Hótel DjúpavíkHótel Djúpavík gerir gestum Skákhátíđar á Ströndum gott bođ: Gisting í 2 nćtur í tveggja manna herbergi, tveir kvöldverđir og tveir morgunverđir fyrir 16.000 krónur. Netfang: djupavik@snerpa.is Sími: 451 4037.

Gistiheimiliđ í Norđurfirđi býđur uppá svefnpokapláss eđa uppábúin rúm í vistlegum húsakynnum. Netfang: gulledda@simnet.is Sími: 554 4089.

Gistiheimiliđ Bergistanga býđur upp á svefnpokapláss fyrir einstaklinga og hópa, međ eldunarađstöđu. Einnig notaleg herbergi međ uppábúnum rúmum. Sími: 451 4003.

Finnbogastađaskóli. Svefnpokapláss fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk. Mjög góđ hreinlćtis- og eldunarađstađa. Fín ađstađa á tjaldstćđum viđ skólann.
Skákhátíđ á Ströndum hefur stofnađ Facebook-síđu, en einnig er hćgt ađ skrá sig hjá Hrafni hrafnjokuls@hotmail.com , Róbert í chesslion@chesslion.com Andreu andreamg@ruv.is, sem einnig veita frekari upplýsingar um ćvintýraferđ á Strandir.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8765520

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband