Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fullkomin óvissa

MorozevichMinnisstćđ eru ţau ummćli enska stórmeistarans Jonathans Speelmans ţegar fimmta einvígi Kasparovs og Karpovs stóđ sem hćst áriđ 1990, ađ á stundum fengju ţeir upp stöđur ţar sem fullkomin óvissa ríkti, engar ţekktar viđmiđanir ćttu lengur viđ, skákmennirnir gćtu ekki stuđst viđ útreikninga; yrđu ađ berjast áfram í myrkrinu. Ţar sem lćgu hćttur viđ hvert fórmál.

Á minningarmóti um Tal sem stendur yfir ţessa dagana í Moskvu hafa veriđ tefldar nokkrar skákir ţar sem keppendur hafa ekki hikađ viđ ađ setja allt í bál og brand og fullkomin óvissa hefur veriđ um úrslit. Magnús Carlsen tefldi eina slíka skák gegn Gritsjúk en sá sem hefur teflt mest og best í anda Tal er Alexander Morosevitsj, litríkur skákmađur sem er aftur mćttur til leiks međal hinna bestu eftir nokkurra ára fjarveru. Hann er efstur eftir fimm umferđir međ 4 vinninga en á hćla hans koma Magnús Carlsen, Kramnik og Azerinn Radjabov.

Áđur en ađalmótiđ hófst fór fram hrađskákmót sem Moro vann. Fimm efstu menn hlutu rásnúmer 1-5 sem ţýddi fleiri skákir međ hvítu í níu umferđa móti, svipađ kerfi var fyrst tekiđ upp á Reykjavik rapid-mótinu áriđ 2004.

Í eftirfarandi skák sem tefld var í fimmtu umferđ lenti nćst stigahćsti skákmađur heims í magnađri baráttu viđ Moro og gaf ekkert eftir, svarađi peđsfórn međ mannsfórn og virtist á réttri leiđ en ónákvćmni hér og ţar í fullkomlega óljósri stöđu varđ honum ađ falli:

Lev Aronjan - Alexander Morozevitsj

Hollensk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rd7 5. Rf3 f5 6. Bd3 Rh6!?

„Nýr reitur." Riddarinn á h6 heldur opnu fyrir hróknum eins og síđar kemur í ljós og á inni f7-reitinn.

7. b3 Bd6 8. Bb2 O-O 9. O-O Hf6 10. Dc2 Rf7 11. Rd2 e5!?

Tal hefđi veriđ ánćgđur međan ţennan leik. Svartur lćtur peđ af hendi fyrir óljósar bćtur.

12. Bxf5 e4!?

Hér er hugmyndin komin fram. Eftir 13. Bh3 Hg6 er ađstađa hvíts á kóngsvćng dálítiđ ótrygg. Ţess vegna var sennilega öruggara ađ leika 12. cxd5 og eftir 12 ... e4 13. Bc4 međ flókinni stöđu. En nú tekur Aronjan skemmtilega ákvörđun.

13. Bxh7+!? Kxh7 14. cxd5 Hg6 15. Rdxe4

Stađan minnir á „perluna frá Zandvoort" frćga sigurskák Max Euwe yfir Aljékín. Aronjan hefur látiđ mann af hendi og fengiđ ţrjú peđ.

15. ... Rf6 16. Rxf6 Dxf6 17. f4 Rh6 18. Re4 Df5 19. dxc6 Be7 20. c7 Hc6

gb7p7s8d.jpg21. Db1?

Ţó Aronjan hafi haslađ sér völl sem einn sterkasti skákmađur heims ţá á hann ţađ til ađ vera svolítiđ yfirborđskenndur. 21. Dd3 er meira „fram á viđ" en Aronjan gast ekki ađ leppuninni og skyggndist ekki nćgilega djúpt í stöđuna. Flćkjurnar sem koma upp eftir 21. ... Hxc7 22. Hac1! Hd7 eru hvítum í hag vegna 23. Rg5+! Bxg4 24. e4! er svartur er illa beygđur.

21. ... Hxc7 22. Rc3 Dxb1 23. Haxb1 Hd7 24. Hbd1 b6 25. e4 Bb7 26. h3 Rg8 27. e5 Hc8 28. d5 Bb4! 29. e6?!

Aronjan hikar ekki viđ ađ ryđja peđunum áfram en hér var 29. Hc1 betra.

29. ... Hdd8 30. Re4 Hxd5 31. Rg5+ Kg6!

Ţarna skorđar kóngurinn skorđar f4-peđiđ.

32. Hxd5 Bxd5 33. Hd1 Re7 34. Bd4 Hc2!

Hvítur er varnarlaus eftir ţennan leik.

35. g4 Bd2 36. Hf1 Bc1

36. ... Rc6 vinnur og einnig 36. .... Be3+! 37. Bxe3 Hg2+ 38. Kh1 Hxg4+ o.s.frv.

37. Rf3 Bxf4 38. Rh4 Kg5 39. Rf3 Kh6 40. h4 Hxa2

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. júní 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765197

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband