Leita í fréttum mbl.is

Skákhátíđ á Ströndum haldin í fimmta sinn: Afmćlismót til heiđurs Róbert Lagerman

Fjórir skákviđburđir á 3 dögum. Teflt á Hólmavík, Djúpavík, Trékyllisvík og Norđurfirđi.

Minningarmót Guđmundar í Stóru-ÁvíkSkákhátíđ á Ströndum verđur haldin 22. til 24. júní, og er efnt til skákviđburđa á Hólmavík, Djúpavík, Trékyllisvík og Norđurfirđi. Ţetta er fimmta áriđ í röđ sem sumarhátíđ er haldin í Árneshreppi.

Međal keppenda eru stórmeistarar og óđalsbćndur, undrabörn og áhugamenn úr öllum áttum. Hátíđinni er ekki síst ćtlađ ađ kynna töfraheim Strandasýslu, einstćtt mannlífiđ og hrífandi náttúruna.

Skákhátíđin hefst á Hólmavík föstudaginn 22. júní og um kvöldiđ er hiđ árlega tvískákarmót í Hótel Djúpavík. Ţar eru tveir saman í liđi, og fjöriđ allsráđandi.

Laugardaginn 23. júní er svo komiđ ađ Afmćlismóti Róberts Lagerman, en meistarinn verđur fimmtugur síđar í sumar.

Róbert og Kitti á MelumRóbert er sá skákmeistari sem oftast hefur heimsótt Árneshrepp, og hann hefur tekiđ ţátt í fjölmörgum skákviđburđum í sveitinni. Róbert hefur um árabil veriđ međal sterkustu skákmanna landsins, en hefur ekki síđur unniđ ţrekvirki viđ ađ útbreiđa fagnađarerindi skáklistarinnar á Íslandi og Grćnlandi.

Verđlaunafé á mótinu er:

 1. verđlaun 30.000 kr.

2. verđlaun 15.000 kr.

3. verđlaun 10.000 kr.

Sérstök verđlaun:

Besti árangur kvenna 10.000 kr.

Besti árangur heimamanns (lögheimili í Strandasýslu) 10.000 kr.

Besti árangur 18 ára og yngri 10.000 kr.

Besti árangur 12 ára og yngri 10.000 kr.

Besti árangur 0-2000 stiga skákmanna 10.000 kr.

Fjölmörg önnur verđlaun verđa veitt, međal annars handverk og listmunir úr Árneshreppi.

Sunnudaginn 24. júní liggur leiđin í Kaffi Norđurfjörđ. Ţar verđur nú í fimmta sinn teflt um hinn eftirsótta titil Norđurfjarđameistarans. Međal fyrri handhafa eru Jóhann Hjartarson og Róbert Lagerman. Ríkjandi Norđurfjarđarmeistari er Gúnnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.

Margir gistimöguleikar eru í bođi, auk ţess sem tjaldstćđi eru á nokkrum stöđum í Árneshreppi:
Hótel Djúpavík gerir gestum Skákhátíđar á Ströndum gott bođ: Gisting í 2 nćtur í tveggja manna herbergi, tveir kvöldverđir og tveir morgunverđir fyrir 16.000 krónur. Netfang: djupavik@snerpa.is Sími: 451 4037
 
Gistiheimiliđ í Norđurfirđi býđur uppá svefnpokapláss eđa uppábúin rúm í vistlegum húsakynnum. Netfang: gulledda@simnet.is Sími: 554 4089 
 
Gistiheimiliđ Bergistanga býđur upp á svefnpokapláss fyrir einstaklinga og hópa, međ eldunarađstöđu. Einnig notaleg herbergi međ uppábúnum rúmum. Sími: 451 4003
 
Finnbogastađaskóli. Svefnpokapláss fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk.
Skákhátíđ á Ströndum hefur stofnađ Facebook-síđu, en einnig er hćgt ađ skrá sig hjá Hrafni  hrafnjokuls@hotmail.com og Andreu  andreamg@ruv.is, sem einnig veita frekari upplýsingar um ćvintýraferđ á Strandir.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 8764943

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband