Leita í fréttum mbl.is

EM: Pistill nr. 5 - gengur bara betur nćst!

Héđinn - aldrei ţessu vant međ hendur fyrir andliti!Fyrsti dagurinn í EM ţar sem ekkert gekk upp hjá íslenskum skákmönnunum.  Héđinn Steingrímsson tapađi međ međ hvítu í fjörlegri skák ţar Héđinn tefldi hvasst, fórnađi manni, en andstćđingurinn varđist mjög vel, fórnađi manninum til baka á réttum tíma og hafđi ţá unniđ tafl.   

En ţađ var skák Hannesar sem hélt íslenskum skákákhugamönnum heldur betur viđ efniđ á Skákhorninu.  Ótrúlega spennandi skák ţar sem Hannes fórnađi peđi strax í fimmta leik og eftir ţađ lék allt bókstaflega á reiđiskjálfi.  Hannes tefldi hratt og pressađi andstćđinginn í mikiđ tímahrak og um tíma lét stađan mjög vel út.  Hannes - rétt eins og Héđinn alltaf međ hendur fyrir andliti

Hannes tók áhćttur en andstćđingnum tókst ađ finna hvađ eftir annađ besta leikinn međ um 1-2 sekúndur eftir á klukkunni og hafđi sigur ađ lokum eftir ćsispennandi skák.  Svekkjandi tap, ţađ mest svekkjandi hingađ til á mótinu.  

Ţađ er gaman ađ fylgjast međ Horninu ţar sem allir hafa tölvuforrit fyrir framan sig.  Ţađ hafa skákmennirnir ekki og geta engan veginn reiknađ út sömu leikjarađir og Houdini og Hornverjar ţ.a.l. líka á Nanó-sekúndu!

Mótiđ er hins vegar ekki enn hálfnađ og nógur tími fyrir Hannes og Héđinn ađ snúa mótinu sér í vil.  

Ţrír keppendur eru efstir og jafnir eins og fram kemur í eldri frétt.  Ivan vini vorum tókst ekki ađ sigra georíska alţjóđlega meistarann Shota Azaladze (2419) ţrátt fyrir stór orđ ţess efnis í gćr.  Og mátti í ţokkabót teljast heppinn ţví hann hafđi tapađ tafl.  Ţar fann tölvan á sama hátt leikjaröđ á örskotsstund sem Ivan fann ekki yfir borđinu en Ivan hélt ađ 25. Bxg4 vćri eini leikurinn til ađ verđa ekki mát en átti 25. Ha3 sem Houdini sá á örskotsstundu!

Ýmsum gengur mun betur en fyrirfram mátti gera ráđ fyrir.  Má ţar sérstaklega nefna ofangreindan Azaladze sem hefur heldur betur slegiđ í gegn.  Mátinn Jones er líka ađ brillera en eins og áđur hefur komiđ fram greiđir hann allan sinn kostnađ sjálfur og gistir t.d. ekki hótelinu heldur leigir sér herbergi í um 10 mínútna göngufjarlćgđ frá skákstađ.   

Svo gengur sumum illa.  Til dćmis er Íslandsvinurinn David Navara fastagestur í "gúanóinu" og hefur ađeins 2 vinninga og er eins og er eins og er međ 21 stig í mínus.  

Bendi svo á fína umfjöllun Vassily Papin á heimasíđu hans:  http://rostovchess.ru/news/1049/ sem gerđi einnig N1 Reykjavíkurskákmótinu góđ skil.

Nóg í bili.  Minni enn á ný á ţađ ađ umferđir hér eftir hefjast kl. 12.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765348

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband