Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótiđ hefst í dag í Hörpu kl. 16

 

N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2012

Margir af sterkustu skákmönnum heims tefla á alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 6. til 13. mars. Um 200 keppendur frá um 40 löndum eru skráđir til leiks og hafa aldrei veriđ fleiri í nćstum hálfrar aldar sögu mótsins.  Mótiđ er ţađ 27. röđinni. 

 

Hou Yifan ađ kaupa blóm til ađ setja á leiđi FischerAugu skákheimsins munu beinast ađ Hörpu, ţví tvö efnilegustu ungmenni veraldar verđa međal keppenda: Kínverska stúlkan Hou Yifan, 18 ára, sem varđ heimsmeistari kvenna ađeins 15 ára, og Fabiano Caruana, sem kominn er í 7. sćti heimslistans, ţrátt fyrir ađ vera ađeins 19 ára. Caruana er jafnframt stigahćsti skákmađur sem nokkru sinni hefur teflt á Reykjavíkurmótinu.

Af öđrum gestum má nefna Tékkann David Navara, sem er nćststigahćstur, og Bosníumanninn Ivan Sokolov sem er sá erlendur meistari sem unniđ hefur flesta sigra á Íslandi.

Enn má nefna pólska meistarann  Piotr Dukaczewski sem komist hefur í fremstu röđ, ţrátt fyrir ađ vera blindur. Ţađ sannar ađ skákin er fyrir alla - og íslenski keppendalistinn endurspeglar ţađ.  

Flestra augu beinast ađ Hannesi Hlífari Stefánssyni sem sigrađ hefur 5 sinnum á Picture 002Reykjavíkurmótinu og Hjörvari Steini Grétarssyni efnilegasta skákmanni Íslands. Fjölmargir áhugamenn á öllum aldri etja kappi viđ meistarana, allt frá grunnskólabörnum til kennara, prentara og lćkna.

Skáksamband Íslands stendur ađ mótinu og er mikil vinna lögđ í ađ umgjörđ mótsins verđi sem glćsilegust.  Góđ ađstađa verđur fyrir áhorfendur sem geta fylgst međ skákum meistaranna á risaskjá, og stórmeistararnir Friđrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Jón L.  annast skákskýringar.  Í lok hverrar umferđar verđa pallborđsumrćđur í  umsjón stórmeistarans Simon Williams sem ţykir einn skemmtilegasti skákskýrandi heims.

Ýmsir sérviđburđir verđa samhliđa mótinu.  Má ţar nefna opiđ hrađskákmót í Viđey, málţing um skákkennslu, spurningakeppni um skák, barnaskákmót og fyrirlestrar um skákrannsóknir, svo nokkuđ sé nefnt.

Mótiđ hefst í dag kl. 16.  Í setningarathöfn mótsins spilar KK tvö lög og rćđur flytja Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands,  Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráđherra, og Óttarr Ólafur Proppé, borgarfulltrúi og stjórnarformađur Skákakademíu Reykjavíkur sem jafnframt setur mótiđ og leikur fyrsta leikinn í skák Hou Yifan, heimsmeistara kvenna.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

,,Margir af sterkustu skákmönnum heims tefla á alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 6. til 13. mars."

Ţađ eru ađeins 2 međ af ţeim 46 skákmönnum sem hafa yfir 2700 elo-stig og teljast sterkustu skákmenn heims. Varla teljast ţađ ,,margir". 

Svona skreytni í opinberri kynningu er nátturulega hjákátleg og setur ritstjórann í skrýtiđ ljós. Hefur Skáksambandsforsetinn, sem er ritstjóri síđunnar, ekki meiri trú á áhuga fólks á mótshaldinu en svo, ađ hann ţurfi ađ skrökva til um ţátttökuna? 

Óttar Felix Hauksson, 6.3.2012 kl. 15:38

2 identicon

Sćlir skákforkólfar.

Nú er klukkan rétt ađ verđa tíu ađ kveldi fyrsta dags og ég get ekki séđ úrslit allra skáka. Beinu útsendingarnar eru flottar en hvađ međ allar hinar...?

Vonandi verđa einhver úrslit á síđunni ţegar nýr dagur rís en ţađ er náttúrlega óţolandi á tćkniöld ađ geta ekki sett inn niđurstöđur jafnóđum.

Kćru forustumenn, ţađ er víđar ahugi á skák en í höfuđborginni.

Kveđja úr Eyjum

Ólafur Týr (IP-tala skráđ) 6.3.2012 kl. 21:50

3 identicon

Ég held ađ ţađ sé óumdeilanlegt ađ fjölmargir sterkir skákmenn taka ţátt í mótinu ţannig ađ ţetta orđalag telst varla hjákátlegt.  Í fljótu bragđi taldi ég 11 margreynda landsliđsmenn og ţá taldi ég íslensku skákmennina ekki međ, ţannig ađ mótiđ er vissulega mjög sterkt. 

Hvort menn ţurfi ađ vera međ yfir 2700 til ađ teljast međal "sterkustu skákmanna heims", eđa hvort ţađ sé nóg ađ vera landsliđmađur fyrir ţjóđ sem reglulega er á topp 15 í helstu liđakeppnum heims er umdeilanlegt, en ekki hjákátleg.

Sigurbjörn J. Björnsson (IP-tala skráđ) 6.3.2012 kl. 22:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765550

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband