Leita í fréttum mbl.is

Liberec Open - pistill sjöundu umferđar og pörun áttundu umferđar

Vojtech Straka (2246) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) 1-0
Hallgerđur tefldi ţessa skák mjög vel og var stađan lengst af í jafnvćgi.  Hún lék af sér peđi seint í skákinni en stađan á borđinu var enn jafntefli.  Hallgerđur missti svo af örguggri jafnteflisleiđ í endataflinu og ţví fór sem fór.

 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)  - Christian Brauer (2115) 1-0
Jóhanna var örugglega í eigin kroppi í dag!  Ţađ er ekki beint hennar stíll ađ halda sér fast ţó ađ hún sé ađ tefla viđ mikiđ stigahćrri menn svo ađ hún blés bara til sóknar.  Sóknin átti svo sem alveg rétt á sér, jafnvel ţó ađ hún tapađi einu peđi.  Hún tapađi svo öđru peđi ţegar hún var farin ađ leggja of mikiđ á stöđuna og var klárlega komin međ verra tafl.  Hún var ţó ekki af baki dottin og hélt sókninni áfram međ látum.  Hún skildi svo hrók eftir í dauđanum í 23. leik.  Andstćđingurinn hugsađi sig um í 20 mínútur og drap svo hrókinn!  Jóhanna lék af bragđi og ţjóđverjinn mátti gjöra svo vel ađ gefast upp, óverjandi mát í tveimur leikjum!  Ţađ eru greinilega fleiri en Hrund sem geta fariđ illa međ ţjóđverja.  Flottur sigur hjá Jóhönnu ţó ađ skákin hafi ekki veriđ alveg gallalaus.
 

Hrund Hauksdóttir (1592) - Zdenek Cakl (2078) 0-1
Ég sem var farinn ađ halda ađ Hrund gćti ekki tapađ.  Hún tefldi viđ sterkan andstćđing (rétt tćplega 500 stigum hćrri en hún) sem tefldi vel í dag. Hrund lét plata illa af sér mann og ţá varđ ekki viđ neitt ráđiđ. 

Juliusz Pham (1705) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) ˝-˝
Viđ vissum nú fyrir ţessa skák hjá Tinnu ađ ţađ ţýddi lítiđ ađ horfa á stigin hjá andstćđingnum.  Ţetta er nefnilega tólf ára strákur sem er greinilega í mikilli framför.  Hann hćkkađi t.d. um 100 stig á síđasta ári.  Drengurinn bar ţó tilhlýđilega virđingu fyrir skákdrottningunni og tefldi stíft til jafnteflis.  Eftir uppskipti kom upp endatafl sem var algjörlega steindautt og ţrátt fyrir ađ ţau tefldu endatafliđ í 20 leiki, ţá breyttist ţađ ekkert. 

Elsa María Kristínardóttir (1708) - Lubos Jina (1811) 0-1
Elsa María er klárlega allt of góđ viđ gamla fólkiđ!  Hún var enn stödd í 60+ mótinu í morgun og tefldi viđ roskinn mann sem Hallgerđur tefldi viđ fyrr í mótinu.  Elsa tefldi mjög vel framan af og ég var farinn ađ bóka sigur hjá henni í dag.  Sá gamli er hins vegar heldur betur seigur og platađi Elsu í endatafli.  Hann hafđi reyndar sýnt fyrr í mótinu gegn Hallgerđi ađ hann er erfiđur viđ ađ eiga í endatafli.  Gamlir tékkneskir skákmenn eru ekki lengur á góđgerđalista Elsu. 

Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) - Benny Christensen (1375) 1-0
Sigríđur Björg fékk einn allra skemmtilegasta karakterinn á svćđinu í dag.  Hinn danski Benny (mađur á ca. 50-60 ára) hefur fariđ á kostum hér.  Hann rćđir oft viđ okkur og var t.d. alveg viss um ađ Tinna vćri dóttir Vigdísar Finnbogadóttur (Tinna er jú Finnbogadóttir) en fannst samt skrítiđ ađ hann hefđi ekki heyrt um ţessa ađra dóttur Vigdísar ţví hann vissi ţó ađ hún átti mun eldri dóttur.  Ţrátt fyrir lág stig hefur Benny veriđ ađ tefla ágćtlega á mótinu og var međ performance yfir 1700 stig fyrir skákina gegn Sigríđi.  Honum voru engin griđ gefin.  Sigríđur tefldi mjög vel, vann fljótlega peđ og landađi skákinni mjög örugglega.  Vel gert.
 

Árangurinn í dag var svo sem alveg í lagi en miđađ viđ stöđurnar í dag hefđi ekki veriđ ósanngjarnt ađ stelpurnar fengju ţrjá til fjóra vinninga út úr skákunum í dag.  Dagskráin hjá stelpunum er mjög stíf í lok móts og er áttunda umferđin ţegar hafin.  Ţar tefla stelpurnar viđ: 

Jan Bartos (2239) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)
Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) – Kacper Grela (1799)
Jaroslav Kucera (2017) - Hrund Hauksdóttir (1592)Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) – Flemming Haupt Hansen (2100)
Lubomir Novotny (2019) - Sigríđur Björg Helgadóttir (1716)
Franz Keller (1383) - Elsa María Kristínardóttir (1708) 

Slóđin á mótiđ er:  http://www.czechtour.net/liberec-open/
Slóđin á úrslit er: http://chess-results.com/tnr58314.aspx?art=2&rd=8&lan=1&fed=ISL&turdet=YES&flag=30
 


Davíđ Ólafsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband