Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţjóđargersemar á uppbođi

5945855_36d10yhzo.jpgNú um helgina verđur bođiđ upp hjá Philip Weiss í New York taflborđ og taflmenn sem notađir voru ţegar ţriđja einvígisskák Boris Spasskí heimsmeistara í skák og áskoranda hans Bobby Fischer fór fram í borđtennisherbergi Laugardalshallar sunnudaginn 16. júlí 1972. Skráđur eigandi er Guđmundur G. Ţórarinsson sem var forseti Skáksambands Íslands međan á einvíginu stóđ. Haustiđ 1972 ákvađ stjórn SÍ ađ fćra Guđmundi tafliđ ađ gjöf. Guđmundur átti stóran ţátt í ađ koma ţessu einvígi í höfn ţrátt fyrir risavaxin vandamál sem vöktu heimsathygli. En gjöfin var umdeild á sínum tíma og á ađalfundi Skáksambands Íslands á Hótel Esju voriđ 1974 gagnrýndi hinn kunni skákmeistari Freysteinn Ţorbergsson Guđmund harđlega fyrir ađ hafa ţegiđ gjöfina og taldi hana best komna á Ţjóđminjasafni Íslands. Freysteinnfischer-spassky-cartoon.gif leit svo á ađ fjölmarga muni tengdir einvíginu, ekki síst taflmenn og ţau taflborđ sem notuđ voru, bćri ađ flokka sem ţjóđargersemar. Má rifja upp ađ íslensku ţjóđinni voru í ađdraganda einvígisins reglulega fćrđar fréttir af smíđi skákborđsins og einkum ţess taflborđs sem unniđ var úr íslenskum steintegundum.

Ţriđja einvígisskákin er tvímćlalaust ein frćgasta viđureign skáksögunnar. Ţrem dögum fyrr hafđi heimsmeistarinn Spasskí mátt sitja einn á sviđi Laugardalshallar og bíđa ţar í eina klukkustund eftir Fischer. Ţá voru í hámćli deilur hans viđ skipuleggjendur einvígisins um kvikmyndatökur. Spasskí var dćmdur sigur og jók ţví forskot sitt í tvo vinninga. Fullkomin óvissa ríkti um ţađ hvort Fischer myndi mćta til leiks í ţriđju skák einvígisins. Spasskí féllst á ađ tefla í borđtennisherberginu, „... til ţess ađ reyna ađ bjarga einvíginu," eins og hann orđađi ţađ. Loft var lćvi blandiđ ţegar kapparnir gengu til leiks bak viđ luktar dyr. Eitthvert orđaskak átti sér fischer28_1074401.jpgstađ milli Fischer og Lothar Schmid sem lauk međ ţví ađ Fischer sagđi yfirdómaranum ađ halda kjafti. Ţá var Spasskí nóg bođiđ og var á leiđ út úr borđtennisherberginu en Schmid náđi ađ stöđva för hans. Mynd úr innanhússjónvarpskerfi sýnir ţegar yfirdómarinn bókstaflega ţrýstir Spasskí og Fischer niđur í stóla sína og skákin hófst. Fischer vann ţarna sinn fyrsta sigur yfir Spasskí og skákin reyndist vendipunktur einvígisins. Hún geymir órćđan leik og margslunginn í byrjun tafls sem lengi hefur heillađ menn, 11. .... Rh5. Sagt er ađ Ingi R. Jóhannsson skákskýrandi hafi fölnađ upp ţegar leikurinn birtist og taliđ ađ Fischer vćri genginn af göflunum. Ţađ sem eftir fylgdi var frábćrt dćmi um kristaltćran skákstíl Fischers:

3 einvígisskák:

Boris Spasskí - Bobby Fischer

Benony - vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Rd2 Rbd7 8. e4 Bg7 9. Be2 O-O 10. O-O He8 11. Dc2 Rh5

g7dn9er2.jpg12. Bxh5 gxh5 13. Rc4 Re5 14. Re3 Dh4 15. Bd2 Rg4 16. Rxg4 hxg4 17. Bf4 Df6 18. g3 Bd7 19. a4 b6 20. Hfe1 a6 21. He2 b5 22. Hae1 Dg6 23. b3 He724. Dd3 Hb8 25. axb5 axb5 26. b4 c4 27. Dd2 Hbe8 28. He3 h5 29. H3e2 Kh7 30. He3 Kg8 31. H3e2 Bxc3 32. Dxc3 Hxe4 33. Hxe4 Hxe4 34. Hxe4Dxe4 35. Bh6 Dg6 36. Bc1 Db1 37. Kf1 Bf5 38. Ke2 De4+ 39. De3 Dc2+40. Dd2 Db3 41. Dd4

Biđleikurinn.

41. ... Bd3+

- og Spasskí gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. apríl 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 237
  • Frá upphafi: 8764926

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband