Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Boris Spasskí á batavegi

spassky2.jpgFáir skákmenn hafa notiđ viđlíkrar hylli hér á landi og Boris Spasskí. Ađdáendum hans og velunnurum hans var ţví illa brugđiđ ţegar fréttir bárust af ţví ađ hann lćgi alvarlega veikur eftir heilablóđfall í september sl. Hann var heiđursgestur á skákmóti kvenna í Moskvu ţegar hann hné skyndilega niđur. Spasskí er fćddur 30. janúar 1937 og ţó kominn sé af léttasta skeiđi hefur hann alla tíđ veriđ vel á sig kominn líkamlega. Spasskí dvelur nú á sjúkrahúsi í París og mun vćntanlega útskrifast ţađan um miđjan janúar og horfur á fullum bata munu vera góđar. Hann biđur vini sína um ađ hafa ekki alltof miklar áhyggjur af sér.

Áriđ 1969 vann Spasskí Tigran Petrosjan 12 ˝ : 10 og varđ ţar međ heimsmeistari, sá tíundi í röđinni. Nafn hans er í dag ekki minna ţekkt á alţjóđavísu en t.d. Kasparovs eđa Karpovs en ţó er samanburđur viđ ţessa tvo honum ekkert sérlega hagstćđur. Eftir stóra einvígiđ í Reykjavík var hann lengi eins og skugginn af sjálfum sér. Ţó hafa komiđ fram skákmenn, eins og t.d. bosníski stórmeistarinn Ivan Sokolov, sem telja Spasskí hiklaust einn af merkilegustu skákmönnum sem uppi hafa veriđ. Spasskí hefur sjálfur haldiđ ţví fram viđ ýmis tćkifćri ađ tímabiliđ frá 1964 - 1970 sé sitt besta en frá ţessum árum er oft vitnađ til frábćrrar međhöndlunar hans á flóknum miđtaflsstöđum. Ţar er ađ finna námu fróđleiks. Spasskí yfirbugađi Keres, Geller og Tal í áskorendaeinvígjunum áriđ 1965 og áriđ 1968 vann hann Geller, Larsen og Kortsnoj. Ef frá er skiliđ einvígiđ viđ Paul Keres (6:4) vann hann öll ţessi einvígi međ ţriggja vinninga mun. Hann var óumdeildur og glćsilegur heimsmeistari áriđ 1970, vann ţau mót sem hann tók ţátt í og lagđi Fischer ađ velli í frćgu 1. borđs uppgjöri á Ólympíumótinu í Siegen.

Spasskí tefldi á ţessu tímabili 462 kappskákir, vann 171 skák, tapađi 28 og gerđi 263 jafntefli, um 65% árangur gegn bestu skákmönnum heims.

En ţađ var eins og stríđsgćfan yfirgćfi hann áriđ 1971. Hvađ gerđist?

Tölvutćknin gerir mönnum kleift ađ stunda alls kyns samanburđarannsóknir og greinarhöfundur freistađist til ađ láta forritiđ Rybku rýna í skákir Spasskís frá ţessu tímabili og niđurstađan var athyglisverđ, ýmis lausatök sem vart sáust áđur koma fram í síauknum mćli áriđ 1971. Á dögunum vann Rybka međ yfirburđum ţrítugasta hollenska meistaramótiđ í tölvuskák. Forritiđ keyrđi á 26 tölvum međ samtals 260 örgjörva (kjarna) sem hver var knúinn af a.m.k. 2,93 Ghz, svo öllum ćtti ađ vera ljóst ađ ţarna er öflug vél á ferđinni.

Lítum á dćmi frá skák Spasskí, međ „augum" Rybku, frá opna kanadíska meistaramótinu 1971:

gs4monad.jpgSjá stöđumynd

Spasskí - Suttles

Hvernig skyldu menn meta ţessa stöđu? Heimsmeistari situr ađ tafli, hrókarnir ráđa yfir opnu línunum og biskuparnir eru ógnandi.

Suttles lék 31. ... Hxd3 32. Dxd3 Rhxg3 en Spasskí vann eftir 33. Hfe1. Rybka mat ţetta á augabragđi og niđurstađan var óvćnt: svartur er međ unniđ tafl og fyrsti leikurinn er:

31. ... Rf4!!

Ađalafbrigđiđ leiđir til unnins hróksendatafls:

32. gxf4 Rd2 33. Dg3 Rxf1+ 34. Hxf1 Dxd5 35. Hd1 Dxd4! 36. Bxg6+ Kxg6 37. Hxd4 He2+ 38. Dg2 Haxa2 39. Dxe2 Hxe2+ 40. Kg3 b3

- og vinnur ţó ţađ taki nokkurn tíma til viđbótar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 5. desember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband