Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen dregur sig úr heimsmeistarakeppninni

Ól í skák 2010 019Í byrjun ţessa mánađar barst FIDE yfirlýsing frá „norska undrinu“ Magnúsi Carlsen ţess efnis ađ hann hygđist ekki nýta sér ţátttökurétt sinn í áskorendakeppninni. Til höfđu veriđ kvaddir átta stórmeistarar sem áttu ađ tefla um réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Anand. Magnús lét ţess getiđ ađ heimsmeistarakeppnin, eins og hún vćri rekin, gengi ţvert á hugmyndir sínar um sanngjarnt keppnisfyrirkomulag. Hann nefndi ađ engum dytti í hug veita Spánverjum, heimsmeisturunum í knattspyrnu, ţann rétt ađ mćta á HM eftir fjögur ár til ţess eins ađ „verja“ titilinn í úrslitaleik keppninnar.


FIDE brást viđ međ ţví ađ tilnefna Rússann Alexander Grischuk í stađ Magnúsar og ţátttakendur í áskorendaeinvígjunum, sem hefjast á nćsta ári, koma ţví allir frá gömlu Sovétlýđveldunum ađ frátöldum Venselin Topalov. En knattspyrnutenging Magnúsar er athyglisverđ. Sá munur er á heimsmeistarakeppni FIDE og FIFA, ađ styrkur knattspyrnunnar liggur í ţví ađ allar ađildarţjóđirnar eiga ţess kost ađ vera međ frá byrjun. Og í eina tíđ virtu menn í hvívetna fyrirkomulag heimsmeistarakeppninnar í skák sem samanstóđ af svćđamótum, millisvćđamótum og áskorendaeinvígjunum. Ţví kerfi var varpađ fyrir róđa eigi alls fyrir löngu og ţar var Kasparov ekki lítill áhrifavaldur. Sú spurning vaknar hvort Magnús hefđi tekiđ ţessa ákvörđun ef FIDE-kosningarnar í Khanty Manyisk hefđu fariđ á annan veg. Yfirlýsing hans er talin áfall fyrir Kirsan, nýkjörinn forseta FIDE.

Af Magnúsi er ţađ ađ segja ađ eftir ađ hafa unniđ „Perlu-mótiđ“ í Nanjing í Kína á dögunum stefndi hann skónum til Moskvu en á fimmtudaginn lauk minningarmótinu um Tal međ heimsmeistaramótinu í hrađskák. Eftir ćsispennandi keppni ţar sem 20 skákmenn tefldu tvöfalda umferđ varđ Armeninn Aronjan hlutskarpastur, hlaut 24 ˝ v. af 38 mögulegum. Aserinn Radjabov kom nćstur međ 24 v. og Magnús varđ í 3. sćti međ 23 ˝.

Í ađalmótinu, sem fram fór í stórversluninni GUM sem stendur viđ Rauđa torgiđ, tefldu tíu skákmenn og ţar var niđurstađan ţessi:

1. – 3. Karjakin, Aronjan, Mamedyarov 5 ˝ v. (af 9) 4. – 6. Grischuk, Nakamura og Wang Hao 5 v. 7. Kramnik 4 ˝ v. 8. Gelfand 3 ˝ v. 9. Shirov 3 v. 10. Eljanov 2 ˝ v.

Besti Rússinn, Vladimir Kramnik sem hefur heitiđ ţví ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn náđi sér ekki á strik og tapađi m.a. fyrir Karjakin sem nú er genginn í liđ međ Rússum eftir ađ hafa teflt fyrir Úkraínu.

Sergei Karjakin – Vladimir Kramnik

Petroffs-vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rd7 9. O-O-O Re5 10. h4 c6 11. c4 Be6 12. Rg5 Bf5 13. Kb1 He8 14. f3 h6 15. Be2!? d5

Kramnik hafnar fórninni en besti kosturinn var sennilega ađ leika 15. ... hxg5 16. hxg5 Dd7 og svartur getur varist.

16. g4 Bg6 17. f4 dxc4

Eđa 17. ... Rxc4 18. Bxc4 dxc4 19. Df2 Da5 20. f5 međ sterkri sókn.

18. Dc3 Rd3 19. f5

gdgmmm1q.jpgÓvenjuleg stađa. Hér er allt á tjá og tundri.

19. ... Bxg5 20. fxg6 Hxe3 21. gxf7+ Kf8 22. Dxc4 Hxe2 23. hxg5 Dxg5 24. Dxd3 De3 25. Dh7 De4 26. Dg8+ Ke7 27. Dxg7! Dxc2+ 28. Ka1 Hf8 29. Hhf1 Hd2 30. Hfe1+ He2 31. Dc3! Kxf7 32. Df3+

- og Kramnik gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 257
  • Frá upphafi: 8765139

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband