Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Eldgos tefur heimsmeistaraeinvígi

Eldgosiđ í Eyjafjallajökli varđ til ţess ađ skipuleggjendur heimsmeistaraeinvígis Anands og Topalovs í Sofia í Búlgaríu féllust á ađ fresta einvíginu um einn dag en Anand hafđi áđur beđiđ um ţriggja daga frestun vegna erfiđleika međ ađ komast frá Spáni ţar sem hann býr. Eiginkona Anands, Aruna, greip til ţess ráđs ađ pakka föggum heimsmeistarans í stóran sendiferđabíl og síđan var ekiđ í gegnum Evrópu. Tók sú ferđ 40 klukkutíma. Fyrstu skák einvígisins átti samkvćmt nýrri dagskrá ađ tefla í gćr, laugardag og Topalov međ hvítt. Ţeir munu tefla 12 skákir.

Anand er af mörgum talin sigurstranglegri vegna meiri reynslu í löngum einvígjum. Ţeir hafa teflt 44 kappskákir, Topalov hefur unniđ ellefu sinnum, Anand tíu sinnum og ţeir hafa gert 23 jafntefli. Topalov lét ţess getiđ í viđtali á dögunum ađ ţeir Anand hefđu sl. fimm ár boriđ höfuđ og herđar yfir ađra skákmenn og einvígi ţeirra vćri eđlilegt uppgjör bestu skákmanna heims.

Í ţví einvígi sem framundan er liggur ljóst fyrir ađ báđir keppendur munu fullnýta ţann öfluga hugbúnađ sem skákmönnum stendur til bođa. Samkeyrsla fjölmargra forrita til ađ fá niđurstöđur í flóknum byrjunum er krafa dagsins. Anand var ađ ţessu leyti mun fremri Vladimir Kramnik í heimsmeistaraeinvíginu í Bonn 2008.

Ţó ađ Anand hafi vakiđ athygli í skákheiminum ţegar áriđ 1986 einkum ţó fyrir hversu fljótur hann var ađ leika, taldi hann í viđtali sem Riz Khan átti viđ hann á sjónvarpsstöđinni Aljazeera á dögunum ađ áriđ 1987 hafi markađ ţáttaskil fyrir sig hvađ skákferilinn varđađi. Ţá varđ hann heimsmeistari unglinga og var einnig útnefndur stórmeistari, fyrstur Indverja.

Af mörgu er ađ taka frá ţessum árum en ţegar greinarhöfundur sló upp í gagnabanka kom á daginn ađ ţetta ár tefldi hann viđ Ingvar Ásmundsson á World Open í Bandaríkjunum. Ţetta var hörkuskák og Ingvar gaf sig hvergi ţó ađ hann hafi fengiđ erfiđa stöđu eftir byrjunina. Sennilega hefur Anand veriđ of fljótur á sér ađ hafna 26. Rxc5 bxc5 27. Hd7 Hc8 ţví 28. g4! Kf8 29. f5 gefur honum góđa vinningsmöguleika. Annar vendipunktur kom í 38. leik, Anand hefđi átt ađ skjóta inn 38. fxg7+. Svo var mikill bćgslagangurinn ţegar Anand tefldi á ţessum árum ađ hann átti stundum erfitt međ ađ „bremsa sig af“. Í endataflinu sem upp kom gat Ingvar náđ jafntefli međ 39....Rd6! ţví 40. a4 standar á 40....Ke7 og riddarinn á b6 á ađeins a8-reitinn. Aftur missir Ingvar af jafntefli í 41. leik međ Kc7 í stađ 41....c4.

Philadelphia 1987:

Wisvanathan Anand – Ingvar Ásmundsson

Aljékíns vörn

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. 0-0 Be7 7. c4 Rb6 8. Rc3 O-O 9. Be3 R8d7 10. b3 dxe5 11. Rxe5 Bxe2 12. Dxe2 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. Had1 Dc8 15. f4 Bc5 16. Re4 Bxe3 17. Dxe3 Hd8 18. h4 Rf8 19. h5 h6 20. Dc5 Hd7 21. Db4 b6 22. Da4 Dd8 23. Hxd7 Dxd7 24. Dxd7 Rxd7 25. Hd1 Rc5 26. Rc3 a6 27. b4 Rb7 28. Hd7 Hc8 29. f5 Rd8 30. b5 axb5 31. cxb5 Kf8 32. f6 Rb7 33. Re4 Ra5 34. Hd4 c5 35. Hd7 Rc4 36. Rd6 Rxe5 37. Hxf7 Rxf7 38. Rxc8 gxf6 39. Rxb6 Ke7 40. Ra4 Kd6 41. Rc3 c4 42. a4 Kc5 43. a5 Rd6 44. b6 Kc6 45. g4 Kb7 46. Kf2 Ka6 47. Ke3 f510-04-25.jpg

48. g5 hxg5 49. h6 e5 50. h7 Rf7 51. Ra4 Kb7 52. Rc5 Kc6 53. b7 Kc7 54. a6

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 25. apríl  2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765508

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband