Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2015

Skákţing Norđlendinga - Haustmót SA hefst á föstudaginn

Skákţing Norđlendinga - Haustmót Skákfélags Akureyrar verđur haldiđ 18-20. september nk. í Skákheimilinu á Akureyri 

Fyrirkomulag:

Telfdar verđa sjö umferđir eftir svissnesku kerfi. Fyrst fjórar atskákir (25 mín) og svo ţrjár kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik).

Dagskrá:

  • 1-4. umferđ, föstudaginn, 18. september, kl. 20.00
  • 5. umferđ, laugardaginn, 19. september, kl. 11.00
  • 6. umferđ, laugardaginn 19. september, kl. 16.30
  • 7. umferđ, sunnudaginn, 20. september, kl. 10.00.

Mótinu lýkur međ hrađskákmóti sem hefst kl. 15.00 (eđa a.m.k. 25 mín eftir lok 7. umferđar).

Verđlaun:

  • Fyrstu verđlaun               kr. 40.000
  • Önnur verđlaun                kr. 30.000
  • Ţriđju verđlaun               kr. 20.000
  • Stigaverđlaun                 kr. 10.000

Norđurorka er ađalstyrktarađili mótsins.

Meistaratitlar og skipting verđlauna:

Peningaverđlaun skiptast jafn milli ţeirra sem eru jafnir ađ vinningum. Sami keppandi getur fengiđ bćđi stigaverđlaun og verđlaun fyrir sćti.

Skákmeistari Norđlendinga verđur sá keppandi sem fćr flesta vinninga og á lögheimili á Norđurlandi. Verđi fleiri en einn jafnir ađ vinningum munu stig ráđa.

Skákmeistari Skákfélags Akureyrar verđur sá félagsmađur í Skákfélaginu sem fćr flesta vinninga. Verđi tveir eđa fleiri jafnir ađ vinningum ţarf ađ aukakeppni um titilinn.

Ţátttökugjöld eru kr. 2.500, en kr. 1.500 fyrir keppendur yngri en 18 ára.

Skákstjóri er Áskell Örn Kárason og tekur hann viđ skráningum í mótiđ (askell@simnet.is).

Nöfn skráđra ţáttakenda má finna hér.


Viltu vera sjálfbođaliđi á EM?

Viltu vera sjálfbođaliđi

Skáksamband Íslands mun í vetur ráđast í eitt stćrsta verkefni íslenskrar skáksögu ţegar Evrópumeistaramót landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni dagana 12. – 22. nóvember. Framkvćmdin er gríđarlega umfangsmikil. Skáksambandiđ leitar um ţessar mundir ađ sjálfbođaliđum til ađ starfa viđ mótiđ. Ýmis störf eru í bođi og verđur unniđ á tveimur vöktum. Önnur vaktin er frá 14:00 – 18:00 og hin frá 18:00 – 21:00. Sjálfbođaliđarnir munu m.a. vinna viđ miđasölu, móttöku keppenda, veitingasölu, vörslu verđmćta,uppsetningu og frágang, upplýsingagjöf og öryggisgćslu.

Óskađ er eftir 50 sjálfbođaliđum en nú ţegar eru sjálfbođaliđar komnir vel á annan tuginn. Skráning verđur opin til 8. október. Ţeir sem skrá sig fyrir 21. september fá bođsmiđa á bíómyndina Pawn Sacrifice. Fundir međ sjálfbođaliđum verđa haldnir sunnudaginn 11. október. Annar klukkan 13:00 og hinn 20:00 en fariđ verđur yfir sömu atriđi á fundunum og geta sjálfbođaliđar valiđ hvorn fundinn ţeir sćkja.

Skáksambandiđ mun leggja mikla áherslu á góđan ađbúnađ sjálfbođaliđa. Ţeir munu fá góđa leiđsögn og ţjálfun svo störfin verđi sem auđveldust ađ vinna. Sérstakt herbergi í Höllinni verđur tekiđ frá fyrir sjálfbođaliđa ţar sem ţeir geta hvílst og notiđ veitinga. Ţeir sjálfbođaliđar sem taka sjö vaktir eđa fleiri fá bođ á lokhóf mótsins, veglega gjöf frá Skáksambandinu ađ móti loknu og bođ á uppskeruhátíđ mótsins í desember ţar sem landsliđsmenn munu koma í heimsókn og fara yfir ţátttöku sína á mótinu. Allir sjálfbođaliđar fá gefins minjagrip mótsins.

Skáksambandiđ hvetur fólk á öllum aldri til ađ skrá sig sem sjálfbođaliđa og taka ţátt í ţví skákćvintýri sem framundan er.

Bragi Halldórsson og Donika Kolica ćtla bćđi ađ vera sjálfbođaliđar á EM!  Viltu slást í hópinn?

Skráning hér.

ETCC_logo

 


Haustmót TR hófst í gćr

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gćr. Alls taka 49 skákmenn ţátt í mótinu. Teflt er 10 manna í a-, b-, og c-flokkum auk opins flokks (19 keppendur). A-flokkurinn er sterkur ţar sem Bragi Ţorfinnsson (2414) og Einar Hjalti Jensson (2392) fara langfremstir í flokki.

Önnur umferđ Haustmótsins fer fram á miđvikudagskvöldiđ.

A-flokkur:

Oliver Aron Jóhannesson (2198) vann Lenku Ptácníková (2235). Öđrum skákum lauk međ ţví ađ hinn stigahćrri hefđi betur. Einn skák frestađ.

Međalstig eru 2202 skákstig.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur:

Keppendur eru á mjög litlu stigbili eđa frá 1854-2033 skákstigum. Međalstig eru 1933 skákstigum. Erfitt verđur ađ tala um óvćnt úrslit í b-flokki. 

Ţremur af fjórum skákum lauk međ hreinum úrslitum. Einni skák frestađ.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

C-flokkur:

Keppendur í c-flokki eru mun meira stigabili en b-flokkurinn eđa frá 1488-1843 skákstigum. Međalstig er 1631 skákstig.

Ţremur skákum lauk međ hreinum úrslitum. Einni skák frestađ.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

Opinn flokkur:

19 keppendur á stigabilinu 1000-1488 skákstigum taka ţátt. Vegna ţriggja frestađra er ekki búiđ ađ rađa í ađra umferđ.

Sjá nánar á Chess-Results


HT - Vinaskákmótiđ hefst kl. 13 í dag

Jón Kristjánsson heilbrigđisráđherra teflir viđ Hrafn í Vin.Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa til HT- Vinaskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, nk. mánudag klukkan 13. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Heiđursgestur mótsins er Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra. 

Í leikhléi verđur bođiđ upp á veglegar veitingar og vígt nýtt vöfflujárn sem Heimilistćki gefa í Vin. Er vöfflujárniđ sömu gerđar og notađ er í Karphúsinu til ađ fagna kjarasamningum!

Hróksmenn hafa stađiđ fyrir skáklífi í Vin, batasetri Rauđa krossins, síđan áriđ 2003 og ţar starfar hiđ fjörmikla Vinaskákfélag, sem m.a. tekur ţátt í Íslandsmóti skákfélaga og hefur náđ alla leiđ í efstu deild. Vinaskákfélagiđ hefur átt mikinn ţátt í ađ auđga líf margra einstaklinga, rjúfa félagslega einangrun og auka lífsgćđi.

Fastar ćfingar eru í Vin á mánudögum kl. 13 en ţar er teflt flesta daga. Allir eru hjartanlega velkomnir á ćfingar og mót Hróksins og Vinaskákfélagsins.


Ćfingar skákdeildar Fjölnis hefjast á miđvikudaginn

IMG_8122Vikulegar skákćfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miđvikudaginn 16. september og verđa ţćr framvegis alla miđvikudaga í vetur frá kl. 17:00 – 18:30. Ćfingarnar eru í Rimaskóla og er gengiđ inn um íţróttahús skólans. Árangur ţeirra barna sem sótt hafa reglulega skákćfingar Fjölnis hefur veriđ mjög góđur á undanförnum árum og skákdeildin hlotiđ mörg verđlaun og viđurkenningar fyrir árangursríkt starf.

Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi og á höfuđborgarsvćđinu öllu eru hvattir til ađ nýta sér skemmtilegar og áhugaverđar skákćfingar Fjölnis sem bjóđast ókeypis.

Í fyrra mćttu ađ jafnađi 30 krakkar á hverja ćfingu. Ćfingarnar miđast viđ ađ ţátttakendur kunni góđ skil á öllum grunnatriđum skáklistarinnar og tefli sér til ánćgju. Foreldrar eru hvattir til ađ mćta međ börnunum sínum og ađstođa sem alltaf er ţörf fyrir. Reynt er ađ hafa ćfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, kennsla og skákmót til skiptis. Bođiđ er upp á veitingar á hverri ćfingu svo sem ávexti, kexmeti og vatn. Öllum skákćfingum lýkur međ verđlaunaafhendingu. Međal leiđbeinenda í vetur verđa m.a. afreksunglingar í skáklistinni úr úrvalsflokki Skákskóla Íslands.

Umsjón međ skákćfingum Fjölnis í vetur hefur líkt og undanfarin ár Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar. Muniđ fyrstu skákćfinguna 16. september.


Huginn sigrađi örugglega í hrađskákkeppni taflfélaga

Huginn-Íslandsmeistari-í-hrađskák

Ţađ voru einbeittir liđsmenn Hugins sem mćttu til leiks í gćr og unnu öruggan sigur á Bolvíkingum međ 52,5 vinningum gegn 19,5 vinningum í úrslitum hrađskákkeppni taflfélaga.

Helgarnir í liđi Hugins fóru mikinn og slepptu einungis einum vinningi hvor. Ţröstur, Stefán og Magnús Örn voru einnig allir mjög drjúgir. Jóhann Hjartarson stóđ upp úr liđi Bolvíkinga međ 9 vinninga í 12 skákum.

Árangur einstakra liđsmanna Hugins

Helgi Ólafsson 11/12
Ţröstur Ţórhallsson 9,5/12
Stefán Kristjánsson 9/12
Helgi Áss Grétarsson 8/9
Magnús Örn Úlfarsson 8/12
Ađrir minna

Sjá nánari úrslit hér á Chess-results


Hörđuvallaskóli međ silfur og Rimaskóli međ brons!

Skáksveit Hörđuvallaskóla endađi međ silfur á NM barnaskólasveita sem lauk fyrr í dag í Kaupamannahöfn. Kópavogsmenn unnu sćnsku sveitina 2˝-1˝ í lokaumferđinni og hlutu 11˝ í 20 skákum. Önnur danska sveitin vann mótiđ međ 13 vinningum. Rimaskóli byrjađi keppnina hćgt en tveir 4-0 sigrar í tryggđu sveitinni broniđ. Sveitin hlaut 10˝ vinning.

Hörđuvallaskóli

Silfurliđ Hörđuvallaskóla skipuđu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson
  2. Sverrir Hákonarson
  3. Arnar M. Hreiđarsson
  4. Stephan Briem
  5. Óskar Hákonarson

Liđsstjóri var Gunnar Finnsson.

IMG 8215

Bronssveit Rimaskóla skipuđu:

  1. Nansý Davíđsson
  2. Jóhann Arnar Finnsson
  3. Kristófer Jóel Jóhannesson
  4. Joshua Davíđsson
  5. Kristófer Halldór Kjartansson

Liđsstjóri var Jón Trausti Ragnarsson.

 

 


Hörđuvallaskóli í öđru sćti fyrir lokaumferđina

HörđuvallaskóliSkáksveit Hörđuvallaskóla vann 2˝-1˝ sigur á annarri dönsku sveitinni á Norđurlandamóti barnaskólasveita í morgun. Hörđuvallaskóli hefur hlotiđ 9 vinninga af 16 mögulegum og er í öđru sćti fyrir lokaumferđina sem fram fer síđar í dag. Međ góđum úrslitum í dag hefur Hörđuvallaskóli möguleika á gullinu en ţá ţarf allt ađ falla ţeim í vil. 

Rimaskóli vann 4-0 sigur á finnsku sveitinni. IMG 8215Rimaskól1 er í 4.-5. sćti međ 6˝ vinning. Rimaskóli er ađeins hálfum vinningi frá verđlaunasćti.

Lokaumferđin hefst nú kl. 12 og ljóst er ađ mikiđ er í húfi fyrir báđar sveitir. 

 


Bakú: Stór nöfn ţegar fallin úr leik - teflt til ţrautar í dag

Baku World Cup40 einvígum af 64 lauk međ hreinum úrslitum í fyrstu umferđ heimsbikarmótsins í skák. 24 einvíganna halda áfram í dag ţar sem teflt verđur til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma. Gata Kamsky er sennilega stćrsta nafniđ af ţeim sem fallnir eru úr leik.

Flestir sterkustus skákmennirnir fóru áfram nokkuđ auđveldlega. Međal ţeirra sem ţurfa ađ tefla ţó til ţrautar í dag eru Grischuk og Gelfand.

Hćgt er ađ fylgjast međ fjörinu á heimasíđu mótsins en taflmennska hófst kl. 10 í morgun.

Sjá nánar á Chess.com.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Nakamura bauđ skákreiknum birginn

So og NakamuraEr Magnús Carlsen ađ gefa eftir? Úrslit tveggja síđustu stórmóta sem hann hefur tekiđ ţátt í virđast benda til ţess. Á Sinquefield Cup sem lauk í St. Louis í Missouri-ríki um helgina varđ hann í 2. sćti međ ţrem öđrum. Hann er efstur á nýbirtum Elo-lista FIDE en liđin er sú tíđ ţegar hann bar höfuđ og herđar yfir keppinauta sína. Armeninn Levon Aronjan sigrađi nokkuđ óvćnt en lengi vel var útlit fyrir ađ Magnús Carlsen nćđi efsta sćti; eftir slćma byrjun komu ţrír sigrar og hann var kominn á toppinn en tefldi kćruleysislega í jafnri stöđu og tapađi međ hvítu fyrir Rússanum Alexander Grischuk. Um svipađ leyti tók Aronjan sprett og vann mótiđ ađ lokum og hafđi ţá vinningi meira en nćstu menn:

1. Aronjan 6 v. (af 9) 2.–5. Giri, Carlsen, Vachier-Lagrave, Nakamura 5 v. 6.–7. Topalov, Grischuk 4˝ v. 8.–9. Caruana, Anand 3˝ v. 10. So 3 v.

Beinar vefútsendingar eru í dag frá öllum helstu skákmótum og vefurinn chess24 leiđandi á ţví sviđi. Í útsendingunum frá St. Louis var í ađalhlutverki skákdrottningin Jennifer Shahade, höfundur bókarinnar „Chess Bitch“, og hafđi sér til ađstođar Yasser Seirawan og Maurice Ashley. Međal nýjunga í útsendingum var „skriftaklefi“, en skákmenninrir voru fengnir til ađ líta ţar inn annađ veifiđ og „leiđa út“ um tilfinningar sínar sínar gagnvart stöđunni í skákum sínum svo áhorfendur gátu heyrt – ţó ekki andstćđingurinn. Međal gesta á skákstađ var Garrí Kasparov, sem hrósađi Hikaru Nakamura sérstaklega fyrir ađ hafa bođiđ skákreiknum birginn er hann ţrćddi öngstrćti kóngsindversku varnarinnar og vann glćsilegan sigur:

Saint Louis 2015; 6. umferđ:

Wesley So – Hikaru Nakamura

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7

Klassíski kóngsindverjinn – „ekkert annađ en brögđ og brellur,“ hefur Vladimir Kramnik sagt.

9. Re1 Rd7 10. f3 f5 11. Be3 f4 12. Bf2 g5

Afbrigđi „...sem hefur veriđ reiknađ til ţvingađs máts,“ stóđ skrifađi í frćgri bók, „60 minnisverđar skákir“ – Kannski fullmikiđ sagt en á vel viđ um ţessa viđureign!

13. Rd3 g6 14. c5 Rf6 15. Hc1 Hf7 16. Kh1 h5 17. cxd6 cxd6 18. Rb5 a6 19. Ra3 b5 20. Hc6 g4 21. Dc2 Df8 22. Hc1 Bd7 23. Hc7?!

So skaut byrjunarleikjunum út undrahratt en „vélarnar“ mćla ţó međ 23. Hb6 og telja stöđu hvíts betri. Ekki er ađ sjá ađ ţreföldun á c-línunni gefi mikiđ.

23. ... Bh6 24. Be1 h4! 25. fxg4?

Peđaflaumur svarts var orđinn ógnandi en nú fyrst fer skriđan af stađ.

25. ... f3! 26. gxf3 Rxe4!

Međ hugmyndnni 27. gxf3 Hf1+! 28. Kg2 Be3 o.s.frv

27. Hd1 Hxf3 28. Hxd7 Hf1+ 29. Kg2

Getur hvítur variđ ţessa stöđu?

GIFUIRQ229. ... Be3!

„Kóngsindverski biskupinn“ hefur gegnt lykilhlutverki í ţessari skák. Eftir 30. Bxf1 kemur 30. ... h3+! 31. Kxh3 Dxf1+ 32. Dg2 Rg5 mát.

30. Bg3

Hann gat fariđ međ biskupinn í ađra átt, 30. Ba5 og ţá kemur ţvingađ mát í fimm leikjum: 30. ... h3+! 31. Kxh3 Dh6+ 32. Kg2 Rf4+ 33. Kxf1 Rg3+! og mát í nćsta leik, 34. Ke1 Rg2 mát eđa 34. hxg3 Dh1 mát.

30. ... hxg3! 31. Hxf1 Rh4+ 32. Kh3 Dh6 33. g5 Rxg5+ 34. Kg4 Rhf3! 35. Rf2 Dh4+ 36. Kf5 Hf8+ 37. Kg6 Hf6+! 38. Kxf6 Re4+ 39. Kg6 Dg5 mát.

Glćsilegur endir á frábćrri sóknarskák.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband