Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Vorhrađskákmót Ása fer fram í dag

Ćsir halda sitt vorhrađskákmót á ţriđjudaginn 27. maí. Mótstađur er Stangarhylur 4. Tefldar verđa níu umferđir međ sjö mínútna umhugsun. Ţá verđa afhent verđlaun til ţeirra sem hafa fengiđ flesta vinninga samanlagt á öllum skákdögum vetrarins en viđkomandi eru kallađir Vetrarhrókar.

Vetrarhrókur 2013 var Guđfinnur R Kjartansson.

Allir skákmenn velkomnir sem orđnir eru 60+ og konur 50+

Viđ byrjum ađ tefla kl. 13.00.


Ađalfundur Taflfélags Kópavogs fer fram í kvöld

Ađalfundur Taflfélags Kópavogs, Kt. 470576-3919, verđur haldinn ţriđjudaginn 27. maí kl. 20.00 í húsakynnum Skáksambands Íslands ađ Faxafeni 12. Á dagskrá fundarins eru öll hefđbundin ađalfundarstörf.

Stjórnin


Hannes Hlífar efstur eftir sigur á Hjörvari

P1010597Hannes Hlífar Stefánsson vann Hjörvar Stein Grétarsson í fjórđu umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór kvöld. Hannes er nú einn í forystu en hann hefur hlotiđ 3,5 vinning. Henrik Danielsen sem vann Braga Ţorfinnsson og Guđmundur Kjartansson sem lagđi Ţröst Ţórhallsson í maraţonskák eru í 2.-3. sćti međ 3 vinninga. Öđrum skákum umferđarinnar međ jafntefli. Hjörvar Steinn er fjórđi međ 2,5 vinning.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Á morgun er frídagur en fimmta umferđ fer fram á P1010593miđvikudag og hefst kl. 16. Ţá mćtast fjórir stigahćstu keppendur mótsins innbyrđis. Annars vegar Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar og hins vegar Hjörvar og Henrik.

Áskorendaflokkur

P1010604Magnús Teitsson fer mikinn í áskorendaflokki og er efstur međ fullt hús. Hann vann Sigurđ Dađa Sigfússon í kvöld. Davíđ Kjartansson, Lenka Ptácníková og Sćvar Bjarnason koma nćst međ 3,5 vinning. Sćvar gerđi jafntefli viđ Gylfa Ţórhallsson í kvöld en ţar tefldu tvćr reyndustu skákmenn landsins - en ţeir hafa teflt flestar kappskákir Íslendinga P1010610frá upphafi!

Tveir efstu menn áskorendaflokks ávinna sér keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Íslandsmót kvenna

P1010605Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Ţar er Lenka efst međ 3,5 vinning. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir koma nćstar međ 3 vinninga.

Skákir fjórđu umferđar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja međ sem viđhengi.

 

 



114. starfsári Taflfélags Reykjavíkur lokiđ

Senn lýkur enn einu gjöfulu skákári hjá Taflfélagi Reykjavíkur en ađalfundur félagsins verđur haldinn í byrjun júní.  Nýr formađur félagsins, Björn Jónsson, tók viđ góđu búi af forvera sínum, Sigurlaugu Regínu Friđţjófsdóttur, sem leiddi félagiđ árin 2009-2013, jafnlengi og Óttar Felix Hauksson, forveri hennar.

Starfsáriđ einkenndist af áframhaldandi uppgangi barna- og unglingastarfsins, flóru nýrra skákmóta og góđu samstarfi stjórnarmanna félagsins ásamt öflugum bakhjörlum og velunnurum ţess.  Taflfélag Reykjavíkur leggur áherslu á metnađarfullt og faglegt starf, félagiđ vill koma fram af heilindum og fara eftir settum lögum og reglum.  Međ starfi félagsins vonast forsvarsmenn ţess ađ eftirspurn skákáhugamanna, allt frá byrjendum til meistara, sé svarađ og ađ Taflfélag Reykjavíkur sé eftirsótt og ađlađandi skákfélag.

Margir af félagsmönnum ţessa stćrsta skákfélags landsins segja gjarnan ađ Taflfélag Reykjavíkur sé best og ađ ţeir vilji hvergi annarsstađar vera.  Ţetta er auđvitađ sagt međ keppnisandann ađ leiđarljósi ţví ţađ eru mörg góđ skákfélög sem veita ţví stćrsta verđuga og drengilega samkeppni.  Ţađ er ţó sannleikskorn í ţessu - viđ í Taflfélagi Reykjavíkur viljum svo sannarlega ađ starf félagsins sé öflugt fyrir alla.  Viđ viljum ađ skákmönnum finnist ţeir vera heima í félaginu.

Samkeppni er mikilvćg en samvinna er mikilvćgari.  Međ öflugu samstarfi félaganna og skákforystu landsins er hćgt ađ gera enn meira - höfum ţađ ađ leiđarljósi.

Taflfélag Reykjavíkur hélt á ţriđja tug skákmóta á líđandi starfsári og međ örlítilli samantekt á síđari hluta ţess vilja forystumenn ţess ţakka sérstaklega öllum skákkörlum, skákkonum, skákstelpum, skákstrákum sem og foreldrum og forráđamönnum ţeirra fyrir samstarfiđ og stuđninginn í gegnum árin ţví án ţeirra vćri lítiđ líf í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni.  Hlökkum til áframhaldandi samstarfs á 115. starfsárinu!

Samantekt um fyrri hluta starfsársins hefur ţegar birst og er ađ finna hér.

Skákţing Reykjavíkur var haldiđ í 83. sinn međ metţátttöku hin síđari ár en tćplega áttatíu keppendur voru skráđir til leiks.  Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson komu jafnir í mark en eftir stigaútreikning var Jón Viktor útnefndur Skákmeistari Reykjavíkur í fimmta sinn.  Hinn ungi og efnilegi Oliver Aron Jóhannesson stóđ sig vel og hafnađi í ţriđja sćti.

Hrađskákmót Reykjavíkur fór fram í kjölfar Skákţingsins.  Fide meistarinn og Bolvíkingurinn Guđmundur Gíslason sigrađi en kollegi hans, Róbert Lagerman, varđ annar og hlaut titilinn Hrađskákmeistari Reykjavíkur ţar sem Guđmundur er hvorki búsettur í Reykjavík né međlimur í reykvísku skákfélagi.

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram í febrúar međ ţátttöku tćplega 30 liđa.  Sveit Rimaskóla sigrađi nokkuđ örugglega en skólinn hefur veriđ í forystu í skólaskákinni um árarađir.  Rimaskóli sigrađi einnig í stúlknaflokki.

Skákkeppni vinnustađa fór fram međ ţátttöku sjö liđa.  Liđ Actavis hafđi sigur eftir harđa baráttu viđ liđ Skákakademíunnar.  Stefnt er ađ áframhaldandi uppbyggingu ţessa nýja og skemmtilega móts.

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur var vel skipađ á fjórđa tug keppenda.  Vignir Vatnar Stefánsson varđi titil sinn síđan í fyrra og Veronika Steinunn Magnúsdóttir varđ Stúlknameistari Reykjavíkur í ţriđja sinn.

Skemmtikvöld TR eru ný af nálinni og var hiđ fyrsta haldiđ í lok mars međ Íslandsmótinu í Fischer Random.  Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson sigrađi međ fádćma yfirburđum.  Kollegar hans, Jón Viktor Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson komu nćstir.  Mánuđi síđar fylgdi nćsta Skemmtikvöld ţar sem aftur var keppt í Fischer Random en nú međ fyrirkomulaginu heili og hönd.  Ţrjú pör voru jöfn í efsta sćti; Jón Viktor og Ólafur Kjartansson, Ţorvarđur F. Ólafsson og Fide meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson ásamt Bergsteini Einarssyni og Sigurđi Páli Steindórssyni.

Nói Síríus Páskaeggjasyrpan samanstóđ af ţremur glćsilegum mótum sunnudagana fyrir páska.  Ţátttökurétt höfđu allir krakkar á grunnskólaaldri og voru keppendur á áttunda tuginn í hverju móti.  Á annađhundrađ börn tók ţátt í mótunum ţremur ţar sem Óskar Víkingur Davíđsson stóđ sig best samanlagt í yngri flokki en Vignir Vatnar Stefánsson í ţeim eldri.

Skákmót öđlinga hefur veriđ haldiđ í á ţriđja áratug og er sívinsćlt.  Alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason er nýr Öđlingameistari en hann kom jafn Ögmundi Kristinssyni í mark.  Sćvar hefur teflt flestar skákir Íslendinga og lćtur sig sjaldan vanta á skákmót.  Ţađ er ţví sérlega ánćgjulegt ađ hann hafi nćlt sér í ţennnan eftirsótta titil.

Hrađskákmót öđlinga fór fram ađ loknu Öđlingamótinu og ţar sigrađi Gunnar Björnsson örugglega međ fullt hús vinninga.

WOW air mótiđ var hiđ fyrsta af nýju Vormóti sem TR hefur sett á laggirnar.  Stefnt er ađ ţví ađ mótiđ verđi árlegur viđburđur en 2000 Elo-stiga lágmark var í mótiđ.  Ungum og efnilegum skákmönnum var bođiđ nokkur laus sćti.  Mótiđ var sérlega vel skipađ og var stórmeistarinn Friđrik Ólafsson međal keppenda ásamt tólf-földum Íslandsmeistara, Hannesi Hlífari Stefánssyni.  Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson hafđi mikla yfirburđi og sigrađi međ eins og hálfs vinnings mun.  Hannes Hlífar kom nćstur.  Í B-flokki sigrađi Magnús Pálmi Örnólfsson og ungu ljónin, Gauti Páll Jónsson og Vignir Vatnar Stefánsson, voru í hópi ţeirra sem komu nćstir.

Íslandsmót skákfélaga var fjölmennt sem aldrei fyrr.  Taflfélag Reykjavíkur sendi fimm sveitir til leiks, ţar af tvćr barna- og unglingasveitir.  A-sveit félagsins sigldi lygnan sjó í fyrstu deildinni og ađrar sveitir voru í efri hluta sinna deilda.

Laugardagsćfingarnar eru í mikilli sókn og fjöldi barna sem sćkir ćfingarnar hjá félaginu er mikill.  Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir hefur sinnt ćfingunum af mikilli alúđ um árabil og fékk nú öflugan liđsstyrk međ nýjum formanni, Birni Jónssyni, sem kynnti til sögunnar nýtt og glćsilegt námsefni sem er án endurgjalds eins og annađ er viđkemur laugardagsćfingunum.  Ţađ er félaginu mikiđ ánćgjuefni hversu mikiđ stúlknaćfingunum hefur vaxiđ fiskur um hrygg en Sigurlaug hefur ađ undanförnu lagt mikla áherslu á ţćr.

Vignir Vatnar Stefánsson varđ Íslandsmeistari barna annađ áriđ í röđ og hlaut silfuverđlaun á Norđulandamótinu í skólaskák en hann er fyrrverandi Norđurlandameistari.

Krakkarnir í TR stóđu sig feykivel og hćkka mörg hver mikiđ á stigum.  Taflfélag Reykjavíkur mun sannarlega halda áfram ađ styđja viđ bakiđ á ţeim og fylgjast stolt međ árangri ţeirra viđ skákborđi

Fjórđa umferđin hafin - toppmennirnir mćtast

P1010595Fjórđa umferđ Íslandsmótsins í skák hófst nú kl. 16. Ađalviđureign hennar er ađ sjálfsögđu skák Hannesar Hlífars Stefánssonar og Hjörvars Steins Grétarsson sem eru efstir á mótinu. Einnig mćtast Henrik Danielsen og Bragi Ţorfinnsson sem eru í 3.-5. sćti ásamt Guđmundi Kjartanssyni. Fjórđa umferđ í áskorendaflokki hefst svo kl. 17.

Umferđ dagsins

  • Hannes (2,5) - Hjörvar (2,5)
  • Henrik (2) - Bragi (2)
  • Guđmundur K (2) - Ţröstur (1)
  • Einar Hjalti (0,5) - Héđinn (1)
  • Guđmundur G (0,5) - Helgi Áss (1)

Helstu viđureignir áskorendaflokks eru:

  • Magnús Teitsson (3) - Sigurđur Dađi (3)
  • Sćvar (3) - Gylfi (2,5)
  • Davíđ (2,5) - Ingvar Örn (2,5)
  • Lenka (2,5) - Oliver (2,5)


Styrkumóknir til SÍ

Styrkumsóknir til SÍ er afgeiddar ţrisvar á ári, ţ.e. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Frestur til ađ sćkja um styrki fyrir nćstu úthlutun ćtti ađ renna út um mánađarmótin nćstu en vegna Íslandsmótis er fresturinn nú lengdur til 5. júní nk.

Styrkjareglur SÍ

Ađalmarkmiđ styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er ađ styđja viđ bakiđ á ţeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnađ og ástundun á síđustu 12 mánuđum, og ţykja ţví líklegastir til ađ ná enn lengra í nánustu framtíđ. Einnig er markmiđiđ ađ verđlauna fyrir afburđaárangur og hvetja ţannig til afreka.

Styrkjum frá SÍ er ekki ćtlađ ađ styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis ţá sem ţykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögđ á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til ađ leggja á sig ţjálfun til ađ standa sig á ţeim mótum sem styrkbeiđni liggur fyrir um. 

Viđ allar úthlutanir á ađ vera lögđ áhersla á jafnrétti kynjanna og ađ ţeim stúlkum sem skarađ hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift ađ afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á viđ stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerđar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvađ styrkjaúthlutanir varđar

Viđmiđ viđ styrkúthlutanir

1.     Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:

  • Hafa teflt 50 kappskákir á síđustu 24 mánuđum fyrir áriđ 2010 og 60 skákir fyrir áriđ 2011 og síđar.
  • Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
  • Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.

2.     Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:

  • Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
3.     Alţjóđlegir meistarar geta fengiđ ferđastyrki frá SÍ óháđ aldri.

4.     Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.

5.     Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.

Umsóknareyđublöđ og skil 

Allir sem sćkja um styrk til SÍ ţurfa ađ leggja fram umsókn á ţar til gerđu rafrćnu eyđublađi.

Rafrćna eyđublađiđ

Ţar á ađ koma fram hvers vegna tiltekiđ skákmót er valiđ og hvers vegna viđkomandi telur ađ hann hafi rétt á styrk frá SÍ skv. ofangreindum skilyrđum.

Í umsókninni skal lögđ fram ćfingaáćtlun ţar sem ţjálfun fyrir tiltekiđ mót og ţátttaka á skákmótum nćstu 3 mánuđi er skýrđ.

Ef umsókn er ófullnćgjandi og ekki skilađ á ţann hátt sem ađ ofan greinir, er henni sjálfkrafa vísađ frá. 

Styrkir SÍ eru afgreiddir ţrisvar sinnum á ári. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Sćkja ţarf um styrkina í lok mánađarins á undan [nú 5. júní]. Ćtlast er til ađ sótt sé um styrki áđur en haldiđ er mót en ef góđar ađstćđur valda ţví ađ sótt er um eftir á er tekiđ tillit til ţess.

Sérstök styrkjanefnd, skipuđ af stjórn SÍ, fer yfir allar umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um afgreiđslu styrkja hverju sinni. 

Ađ jafnađi getur enginn fengiđ meira en 60.000 krónur á ári í styrk frá SÍ, nema ţegar hann er fulltrúi Íslands á alţjóđlegum mótum erlendis. Ef einhver ţykir skara sérstaklega fram úr á sl. 12 mánuđum er ţó hćgt ađ gera undantekningu á ţessari reglu og hćkka árlegan styrk til viđkomandi ađila. 

Skyldur styrkţega gagnvart SÍ: 

Ađ loknu móti skulu styrkţegar senda stutta frásögn til styrkjanefndar og skýra skák frá mótinu sem ţeir hlutu styrk til ađ taka ţátt í. Styrkjanefnd mun síđan birta greinina í einhverjum miđli skákhreyfingarinnar.

Ef stjórn SÍ fćr áreiđanlegar upplýsingar um ósćmilega og vítaverđa hegđun styrkţega á skákstađ (t.d. áfengisnotkun á međan á móti stendur) og ef styrkţegi hćttir á skákmóti án löglegra forfalla, mun viđkomandi vera sviptur ţeim styrk sem honum var veittur. Viđkomandi mun auk ţess ekki koma til greina viđ úthlutun styrkja SÍ nćstu 12 mánuđi.

Styrkir eru borgađir út eftir ađ skákmóti lýkur, ţegar ljóst er ađ skyldur styrkţega hafa veriđ uppfylltar.


Skákir ţriđju umferđar

P1010565Skákir ţriđju umferđar Íslandsmótsins í skák, innslegnar af Kjartani Maack,  eru nú ađgengilegar og fylgja međ sem viđhengi.

Rétt er svo ađ benda á frábćra pistla Ingvars Ţór P1010581Jóhannessonar (reyndar á ensku) sem eru ađgengilegir á vefsíđu mótsins.


Uppskeruhátíđ Skákfélags Akureyrar fór fram í gćr

Í gćr lauk formlega vetrarstarfi Skákfélags Akureyrar međ veglegri uppskeruhátíđ.  Fyrst var efnt til

VORMÓTS fyrir yngri kynslóđina. Ţar voru keppendur 12 talsins, tefldar sjö umferđir:

jokko_1-2014_1235748.jpg1. Jón Kristinn Ţorgeirsson      7

2. Símon Ţórhallsson               6

3. Andri Freyr Björgbinsson      5

4. Gabríel Freyr Björnsson       4

5-6. Benedikt Stefánsson og 

Roman Darri Stevensson Bos 3,5

champions.jpgŢvínćst var VERĐLAUNAAFHENDING fyrir mót vormisseris. Ţar hirti Akureyrarmeistarinn, Jón Kristinn Ţorgeirsson flest verđlaun; hann vann nýjársmótiđ, Skákţing Akureyrar, bćđi í flokki fullorđinna og unglinga, varđ skólaskákmeistari, vann bikarmótiđ og páskahrađskákmótiđ og hirti verđlaunin fyrir TM-mótaröđina. Ţá stýrđi hann Kćlismiđjunni Frost til sigurs í firmakeppninni. Eru ţá ótalin verđlaun hans á utanfélagsmótum.    Ađrir fengu mun fćrri verđlaun en greinilegt ađ meistarar framtíđarinnar eru ţess albúnir ađ hirđa verđlaun sem ţá bjóđast. Svo fékk Auđunn Elfar Ţórarinsson verđlaun fyrir besta ástundun á ćfingum á almennum flokki og voru ţó margir sem mćttu vel og drengilega í vetur. 

Eins og alkunna er verđa menn svangir rétt áđur en verđlaunaafhending hefst og ţví bauđ Sprettur-inn upp á pizzu. Ţćr brögđuđust vel. 

huguroghond.jpgAđ ţessu loknu hófst árleg keppni um Akureyrarmeistaratitilinn í hugur og hönd. Ţar unnu öruggan sigur tvímenniđ Andriver Frísak sem vann allar sínar viđureignir.

Međan á ţeirri keppni stóđ tefldu ţrír ađdáendur bandaríska drykkjavöruframleiđandans Coca-cola um sigurverđlaun í móti sem viđ hann er kennt. Á Coca-cola mótinu á fimmtudaginn urđu ţeir Smári Ólafsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Áskell Örn Kárason efstir og jafnir međ 9 vinninga af 12.   kok_1235747.pngNú var teflt til ţrautar. Tvöföld umferđ var á úrslitamótin og tefldu ţví allir fjórar skákir. Nú bar svo viđ ađ fyrrverandi Coke Zero meistari félagsins Áskell Örn Kárason bar sigur úr býtum en ţeir Smári og Jokki deildu međ sér öđru sćtinu.   

Fóru svo allir heim til sín sćmilega sáttir og saddir. Nú tekur viđ sumardagskrá sem verđur međ rólegra yfirbragđi en vetrardagskráin. Hún verđur auglýst á nćstu dögum.



Vorhrađskákmót Ása fer fram á morgun

Ćsir halda sitt vorhrađskákmót á ţriđjudaginn 27. maí. Mótstađur er Stangarhylur 4. Tefldar verđa níu umferđir međ sjö mínútna umhugsun. Ţá verđa afhent verđlaun til ţeirra sem hafa fengiđ flesta vinninga samanlagt á öllum skákdögum vetrarins en viđkomandi eru kallađir Vetrarhrókar.

Vetrarhrókur 2013 var Guđfinnur R Kjartansson.

Allir skákmenn velkomnir sem orđnir eru 60+ og konur 50+

Viđ byrjum ađ tefla kl. 13.00

 

 

 


XD-mót í Kópavogi á morgun

Sjálfstćđisflokkurinn í Kópavogi heldur skákmót á morgum, ţriđjudaginn 27. maí kl. 17 í Bćjarlind 2. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5+2.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765197

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband