Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Minningarmót Jóns Ingimarssonar fer fram nćstu helgi

Viđ hvetjum félagsmenn sem ađra skákáhugamenn til ađ skrá sig hiđ fyrsta! Hámark 44 keppendur!

Međal ţeirra sem ţegar hafa skráđ sig má nefna Friđrik Ólafsson stórmeistara, Ingimar Jónsson ólympíufara, Stefán Bergsson Norđurlandsmeistara, Harald Haraldsson Akureyrarmeistara, Guđfinn Kjartansson gallerísgođa o.fl. ofl.!

jon_ingimarsson_2.jpgŢann 6. febrúar sl. voru 100 ár liđin frá fćđingu Jóns Ingimarssonar skákmeistara og verkalýđsfrömuđar. Jón gekk í Skákfélag Akureyrar áriđ 1931 og var fyrst kjörinn í stjórn ţess áriđ 1936.  Hann var um árabil ein helsta driffjöđrin í  starfi félagsins og lengi formađur ţess. Áriđ 1973 gerđi félagiđ hann ađ  heiđursfélaga. Í nokkur ár sat Jón í stjórn Skáksambands Íslands. Hann tefldi á skákmótum í hálfa öld,  allt frá ţví á árinu 1931 og ţar til stuttu áđur en hann lést áriđ 1981.  M.a. tefldi hann í landsliđflokki á Skákţingi Íslands og á Norđurlandamóti. Hann varđ skákmeistari Norđlendinga  áriđ 1961.

Jón lagđi gjörva hönd á margt fleira á sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Iđju, félags verksmiđjufólks á Akureyri og var formađur félagsins frá 1946 til dauđadags, alls í 35 ár. Ţá sat hann í bćjarstjórn Akureyrar í 8 ár og starfađi lengi međ Leikfélagi Akureyrar, svo nokkuđ sé nefnt.

Í aldarminningu Jóns mun Skákfélag Akureyrar og verkalýđsfélagiđ Eining-Iđja í samvinnu viđ Ingimar Jónsson halda veglegt skákmót dagana 26-28. apríl nk.

Á mótinu verđa tefldar 10 mínútna skákir, alls 17-21 umferđ, eftir fjölda ţátttakenda. Veitt verđa peningaverđlaun fyrir efstu sćtin á mótinu, heildarverđlaun sem nćst 120 ţúsund kr. Teflt verđur í Alţýđuhúsinu viđ Skipagötu.

Dagskrá mótsins verđur sem hér segir (međ fyrirvara um minniháttar breytingar, s.s. fjölda umferđa):

  • Föstudagur 26. apríl  kl. 19.30 Mótsetning, ávarp og stutt erindi um skákferil Jóns.  1-4. umferđ.
  • Laugardagur 27. apríl kl. 11.00 5-14.umferđ.
  • Sunnudagur 28. apríl kl. 11.00 15-21.umferđ.

Öllum er heimil ţátttaka í mótinu og vonast mótshaldarar til ţess ađ hún verđi sem best. Ţeir skákmenn sem voru samtímis Jóni og öttu kappi viđ hann viđ skákborđiđ eru sérstaklega bođnir velkomnir.

Hćgt er ađ skrá ţátttöku hjá formanni Skákfélagsins á netfangiđ askell@simnet.is.


Friđgeir og Guđfinnur efstir hjá Ásum í dag

Ţađ voru öldungar á öllum aldri sem mćttu til leiks í Stangarhyl í dag já eđa unglingar á öllum aldri, ţađ er smekksatriđi hvernig mađur orđar ţetta. Ţađ var vel mćtt eins og venjulega tuttugu og níu mćttu á stađinn.

Friđgeir Hólm og Guđfinnur R Kjartansson urđu jafnir og efstir međ 8˝ vinning. Ţór Valtýsson varđ svo í ţriđja sćti međ 7 ˝ vinning.

 

_sir_-_m_tstafla_23_apr_l_-_rslit.jpg

 


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í dag en bréfiđ kemur út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina og er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu hér á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Međal efnis er:

  • Nansý Norđurlandameistari stúlkna
  • Álfhólsskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita
  • Skákheimsókn á Norđvesturland
  • Landsmótiđ í skólaskák nálgast - hart barist í forkeppnum
  • Hannes sigurvegari Skákţings Norđlendinga - Stefán Norđurlandsmeistari
  • Vel sótt Árnamessa í Stykkishólmi
  • Góđur árangur Guđmundar í Búdapest
  • Nýjustu skráningar á Opna Íslandsmótinu í skák
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur

Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur verđur haldiđ sunnudaginn 28. apríl nk. í Álfhólsskóla (Hjallamegin). 

Keppt er í fjórum flokkum:

Kl. 11.00- 13.30 5 umferđir og 2x5 mín umhugsunartími

  • 1. flokkur 1.-2. bekkur
  • 2. flokkur 3.-4. bekkur

Kl. 14.00 - 17.00 5 umferđir og 2x10 mín umhugsunartími

  • 3. flokkur 5.-7. bekkur
  • 4. flokkur 8.-10. bekkur
Fjórir eru í hverju liđi og auk ţess mega vera 1-3 varamenn í hverju liđi.

Allir krakkar sem kunna skákreglur og eru skráđir til náms viđ grunnskóla í Kópavogi eru velkomnir og er ađgangur ókeypis.  Gull, silfur og brons verđlaun verđa veitt fyrir hvern flokk fyrir sig. Hverjum liđi ţarf ađ fylgjast liđstjóri. Yngri krakkar geta teflt í eldri flokki.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um ţegar skráđ liđ má nálgast hér.

Liđin verđa ađ skrá sig fyrir kl 12:00 föstudaginn  26. apríl 2013.



Stigamót Hellis hefst á morgun

Stigamót Taflfélagsins Hellis verđur haldiđ í ellefta sinn sinn dagana 24.-26. apríl. Fyrirkomulag mótsins hefur veriđ mismunandi í gegnum tíđina en ađ ţessu sinni er mótiđ haldiđ í kringum sumardaginn fyrsta ţannig ađ keppendur munu eiga frí helgina á eftir.

Góđ verđlaun eru í bođi á mótinu og mótiđ er opiđ öllum. Teflt verđur í húsnćđi Skáksambands Íslands í Faxafeni 12. Skráning á mótiđ er á heimasíđu Hellis: http://www.hellir.blog.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Ţátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorđna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verđlaunasjóđ mótsins.  

Núverandi Stigameistari Hellis er Davíđ Kjartansson.

Umferđatafla:

  • 1.-4. umferđ, miđvikudaginn 24. apríl (19:30-23:30)
  • 5. umferđ, fimmtudaginn 25. apríl (11-15)
  • 6. umferđ, fimmtudaginn 25. apríl (17-21)
  • 7. umferđ, föstudaginn 26. apríl (19:30-23:30)

Verđlaun:
  • 1. 50% af ţátttökugjöldum
  • 2. 30% af ţátttökugjöldum
  • 3. 20% af ţátttökugjöldum

Skráning: 

Tímamörk:
  • 1.-4. umferđ: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
  • 5.-7. umferđ: 1˝ klst. + 30 sekúndur á leik

Skákmót Vals fer fram í kvöld

Reykjavíkurmeistarar ValsSkákmót Vals verđur endurvakiđ í Lollastúku ţriđjudaginn 23. apríl nk. og hefst kl. 18.00  Keppt verđur um Hrókinn en ţađ er gripur sem kom í leitirnar vegna starfa minjanefndar félagsins. Síđast áletrun á Hrókinn er nafn Björns Theodórssonar áriđ 1961.

Tefld verđur hrađskák verđur eftir svissneska kerfinu, átta umferđir. Mótstjóri er Gunnar Björnsson forseti S.Í. Landsfrćgir skákmenn hafa nú ţegar tilkynnt ţátttöku sína. Töfl og klukkur á stađnum.

Vćntanlegir ţátttakendur stađfesti ţátttöku sína á valur@valur.is sem fyrst.

Athugiđ ađ mótiđ er eingöngu opiđ stuđningsmönnum Vals.


Fjórtán á Vormóti Vinjar - Skákljóniđ Róbert vann

vormót vinjar 2013 030Vormót Vinjar, var haldiđ međ glćsibrag fyrr í dag, og má segja ađ ţetta mót marki upphaf ađ litríku sumar-skákstarfi skákfélags Vinjar.

Halldóra Pálsdóttir, nýjasti starfsmađur Vinjar, lék stórt hlutverk á vormótinu, ţó hún beinlínis hafi ekki veriđ međal ţátttakenda. Hún setti mótiđ, lék fyrsta leikinn í skák Hrafns Jökulssonar og Sćvars Bjarnasonar, og ađ lokum afhenti hún vinninga í mótslok, og átti lokarćđu mótsins, ţar sem hún hvatti alla skákmenn og konur ađ kíkja sem oftast á skákstarf Vinjar, sannkölluđ kjarnakona hún vormót vinjar 2013 003Halldóra.

Lokatölur mótsins urđu ţannig ađ skákljóniđ Róbert Lagerman lagđi alla andstćđinga sína ađ velli, reynsluboltinn Sćvar Bjarnason kom annar í mark, og hinn geđţekki Spánverji Jorge Fonceqa tók bronsiđ. Í hálfleik buđu ţau Hansi yfirkokkur, og Morgan sem er nýjasti sjálfbođaliđi Vinjar, upp á alíslenskar vöfflur međ rjóma, og heilsuávexti ađ hćtti hússins. Skákfélagiđ mun halda uppi öflugu skáksumri, í sumar, og hvetjum viđ alla skákfćra menn og konur ađ taka ţátt í skákveislunni međ okkur.

Myndaalbúm (HJ)


Vignir Vatnar vann í fyrstu umferđ HM áhugamanna

Vignir Vatnar ađ tafli í IasiHM áhugamanna hófst í Iasi Rúmeníu í dag. Hinn ungi og efnilegi Vignir Vatnar Stefánsson (1678) tekur ţátt í mótinu. Í fyrstu umferđ vann hann andstćđing međ 1944 skákstig. Á morgun teflir hann viđ andstćđing međ 1908 skákstig.

Alls taka 207 skákmenn ţátt í mótinu frá 37 löndum en hámarksstig til ađ mega taka ţátt eru 2000 skákstig. Vignir er nr. 132 í stigaröđ keppenda.


Spennandi spurningakeppni á Skákmóti Árnamessu

SigurvegararnirÍ skákhléi á fjölmennu Skákmóti Árnamessu fór fram spurningakeppni skákfélaga og keppt um fallegan verđlaunagrip sem gefinn var til eignar.

Ţađ voru sex liđ sem tóku ţátt í spurningakeppninni og varđ keppnin mjög jöfn og spennandi frá upphafi til enda. Keppt var í tveimur riđlum og í hverju liđi voru ţrír liđsmenn.

Í fyrri riđlinum sigrađi Fjölnir međ 6 stig eftir hnífjafna keppni viđ Snćfellsbć sem hlaut 5 stig. Haukarnir ráku lestina međ 3 stig. Í seinni riđlinum reyndist Hellisliđiđ sterkast međ Dawid Kolka í fararbroddi og fékk 7 stig, TR hlaut 5 stig og heimamenn í Stykkishólmi 2 stig. Til úrslita í spurningakeppninni kepptu liđ Fjölnis og Hellis. Ţar ćstust leikar ennţá frekar og úrslit réđust ţegar Fjölnismenn náđu ađ svara rétt til međ Íslandsmeistarann í skák Ţröst Ţórhallsson eftir ađ Hellisliđiđ hafđi giskađ á Braga Ţorfinnsson. Fjölnir vann ţví úrslitaleikinn 9 - 8 . Í sigurliđi Fjölnis voru ţeir Oliver Aron Jóhannesson, Mikolaj Oskar Chojecki og Jóhann Arnar Finnsson. Helmingur spurninganna snerist um skák en einnig var spurt úr landafrćđi, íţróttum , bókmenntum  og erlendum ţjóđarleiđtogum.


Hilmir Freyr Kjördćmismeistari Vestfjarđa.

kjördćmismót vestfjarđa 2013 045Kjördćmismót Vestfjarđa fór fram núna um helgina undir stjórn Ingibjargar Eddu Birgisdóttur og Henriks Danielsen stórmeistara. Ţar sigruđu Hilmir Freyr Heimisson međ fullt hús stiga og Halldór Jökull Ólafsson var í 2. sćti. Eftir lokaumferđina voru Halldór Jökull og Kristján Kári Ágústsson jafnir í 2. - 3. sćti og ţurftu ţví ađ tefla úrslitaskák um sćti á Landsmótinu. Ţar fór svo ađ Halldór Jökull lagđi Kristján Kára. Geysilega góđ ţátttaka var í yngri flokki.

Ţađ eru svo ţau Guđrún Ýr Grétarsdóttir og Róbert Orri Leifsson keppa fyrir hönd eldri flokks á Landsmótinu.

Myndaalbúm (ÁHS)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8766271

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 194
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband