Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

NM stúlkur 2012 - Pistill fjórđu umferđar - Hrund og Jóhanna efstar í sínum flokkum

Fjórđa umferđ Norđurlandamóts stúlkna er rétt nýlokiđ.  Íslensku keppendurnir áttu fremur góđan dag og skiluđu fjórum og hálfum vinningi í hús af sex mögulegum.  Ekki vantađi mikiđ á ađ enn fleiri vinningar fengjust.

A-flokkur:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Amalie Heiring Lindestrom 1-0
Louise Segerfelt -  Sigríđur Björg Helgadóttir 0-1

Andstćđingur Jóhönnu tefldi byrjunina ekki mjög vel og ţví fékk Jóhanna strax rýmri og ţćgilegri stöđu.  Eftir ađ hafa unniđ peđ klárađi Jóhanna skákina örugglega í endataflinu.  Jóhanna er nú komin í fyrsta til ţriđja sćti í ţessum flokki.

Sigríđur rćndi peđi fljótlega í byrjuninni og fékk frekar ţrönga stöđu í stađinn.  Hún tefldi framhaldiđ hins vegar mjög vel og uppskar fínan sigur.  Sigur í síđustu umferđ skilar henni verđlaunasćti.

Eftir fjórar umferđir er Jóhanna í fyrsta til ţriđja sćti og ţarf nauđsynlega ađ vinna í síđustu umferđ (ţrjár efstu eru allar búnar ađ tefla saman) til ađ eiga sigurmöguleika. 

B-flokkur:
Hrund Hauksdóttir – Marte B Kyrkebö 1-0
Alise Haukenes – Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0-1

Hrund, afmćlisbarn dagsins, heldur áfram ađ tefla vel.  Eins og hćgt var ađ fylgjast međ í beinni útsendingu ţá hafđi Hrund tögl og haldir í skákinni allan tíman og landađi öruggum sigri.  Hún er nú ein efst í flokknum.

Veronika er einnig ađ tefla mjög vel í ţessum flokki og er eina tap hennar gegn Hrund.  Veronika tefldi mjög vandađ í dag sem endađi međ ţví ađ andstćđingur hennar lék illa af sér manni í stöđu ţar sem Veronika stóđ mun betur.  Veronika klárađi skákina af öryggi.

Ţćr stöllur standa mjög vel í ţessum flokki.  Hrund er ein efst međ ţrjá og hálfan vinning af fjórum mögulegum hálfum vinningi á undan nćstu stelpu.  Veronika á mjög góđan séns á verđlaunum međ sigri í síđustu umferđ ţví hún er í ţriđja til sjötta sćti međ tvo og hálfan vinning.

C-flokkur:
Sóley Lind Pálsdóttir – Elisa Sjöttem Jacobsen 0-1
Helene Lorem  – Nansý Davíđsdóttir ˝-˝

Sóley fékk fína stöđu úr byrjuninni eftir ađ andstćđingurinn fór í frekar illa ígrundađa sókn.  Sóley varđ hins vegar á afdrifarík mistök og í stađ ţess ađ fá mun betri stöđu tapađi hún manni og fékk ómögulega stöđu og neyddist til ađ gefast upp.

Nansý teflfdi mjög vel til ađ byrja međ og fékk mun betri stöđu úr byrjuninni en var ađeins óörugg ţví henni fannst hún ekki kunna teoríuna nćgilega vel.  Ástćđan fyrir ţví var einföld, andstćđingurinn kunni alls ekki teoríuna og ţví kom upp stađa sem Nansý kannađist ekki viđ!  Í stađ ţess ađ ganga á lagiđ og leggja beint til atlögu ţá gaf Nansý ađeins eftir, tafliđ jafnađist og skákin endađi međ jafntefli.

Ţćr stöllur eru báđar í fjórđa til níunda sćti međ tvo vinninga og ţurfa nauđsynlega ađ vinna í síđustu umferđ til ađ eiga einhvern séns á verđlaunum.

Fimmta og síđasta umferđin er tefld klukkan 14:30 í dag.

Skákir íslensku stelpnanna í fimmtu umferđ:

A-flokkur:
Emilie Ellegaard Christiansen (Danmörk) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Sigríđur Björg Helgadóttir – Erle Andrea Marki Hansen (Noregur) (í beinni útsendingu)

B-flokkur:
Ina Kraemer (Svíţjóđ) - Hrund Hauksdóttir (í beinni útsendingu)
Veronika Steinunn Magnúsdóttir – Rina Weinman (Svíţjóđ)

C-flokkur:
Lisa Fredholm (Svíţjóđ) - Sóley Lind Pálsdóttir
Nansý Davíđsdóttir – Brandy Paltzer (Svíţjóđ)

Mótstöflur, skákir og bein útsending:

Töflur
Bein útsending
Skákir
Umfjöllun skákstjóra (pistlar)

 Davíđ Ólafsson

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 29. apríl  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2012, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2012, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag. Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1996 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 29. apríl. frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Gísli Geir og Hilmar Logi kjördćmismeistarar Norđurlands vestra

Kjördćmismót á Norđurlandi vestra var haldiđ, í Höfđaskóla á Skagaströnd, laugardaginn 21. apríl.  Keppendur voru 10, 3 í eldri flokki og 7 í ţeim yngri. 

Sigurvegari í eldri flokki varđ Gísli Geir Gíslason Húnavallaskóla, eftir bráđabanaskák viđ Guđmar Magna Óskarsson Húnavallaskóla, en ţeir urđu jafnir í mótinu međ 3 vinninga af 4. 

Yngri flokkinn vann Hilmar Logi Óskarsson Húnavallaskóla međ fullu húsi, 6 vinningum.  Annar varđ Halldór Broddi Ţorsteinsson Árskóla međ 5 vinninga og ţriđji Gunnar Ásgrímsson Árskóla međ 4. 

Skákstjóri var Jón Arnljótsson.


NM stúlkur 2012 - 4 umferđ - Afmćlisbarniđ í beinni

Fjórđa umferđ Norđurlandamóts stúlkna er hafin. Afmćlisbarniđ, Hrund Hauksdóttir, er í beinni útsendingu (bein útsending).

Skákir íslensku stelpnanna í fjórđu umferđ:

A-flokkur:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Amalie Heiring Lindestrom (Danmörk)
Louise Segerfelt (Svíţjóđ) -  Sigríđur Björg Helgadóttir

B-flokkur:
Hrund Hauksdóttir – Marte B Kyrkebö (Noregur)
Alise Haukenes (Noregur) – Veronika Steinunn Magnúsdóttir

C-flokkur:
Sóley Lind Pálsdóttir – Elisa Sjöttem Jacobsen (Noregur)

Helene Lorem (Noregur) – Nansý Davíđsdóttir

Davíđ Ólafsson



Ţröstur og Bragi efstir á Íslandsmótinu í skák

DSC 0811Spennan á Íslandsmótinu í skák eykst jafnt og ţétt en níunda umferđ fór fram í kvöld.  Ţegar ađeins tveimur umferđum er ólokiđ eru ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Bragi Ţorfinnsson efstir međ 6,5 vinning.  Bragi vann Stefán Kristjánsson nokkuđ örugglega en Ţröstur gerđi jafntefli viđ Björn, bróđur Braga, sem bjargađri tapađri stöđu og er ţar međ reynast bróđur sínum vel í toppbaráttunni!

Henrik Danielsen er ţriđji međ 6 vinninga eftir tap fyrir Degi 1Arngrímsson sem er fjórđi međ 5,5 vinning.  Dagur, sem byrjađi illa á mótinu, er kominn í banastuđ og hefur fengiđ 5 vinninga í síđustu sex skákum og hefur fengiđ 3,5 vinning gegn stórmeisturunum fjórum.   

 

Úrslit 9. umferđar
  • Dagur Arngrímsson (4,5) - Henrik Danielsen (6,0) 1-0
  • Ţröstur Ţórhallsson (6,0) - Björn Ţorfinnsson (2,5) 0,5-0,5
  • Bragi Ţorfinnsson (5,5) - Stefán Kristjánsson (4,0) 1-0
  • Sigurbjörn Björnsson (3,5) - Davíđ Kjartansson (3,5) 0-1
  • Guđmundur Kjartansson (3,5) - Einar Hjalti Jensson (3,0) 1-0
  • Hannes H. Stefánsson (3,0) - Guđmundur Gíslason (3,0) 1-0

Stađan:

  • 1.-2. Ţröstur Ţórhallsson og Bragi Ţorfinnsson 6,5 v.
  • 3. Henrik Danielsen 6 v.
  • 4. Dagur Arngrímsson 5,5 v.
  • 5.-6. Guđmundur Kjartansson og Davíđ Kjartansson 4,5 v.
  • 7.-8. Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson 4 v.
  • 9. Sigurbjörn Björnsson 3,5 v.
  • 10.-12. Guđmundur Gíslason, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson 3 v. 

Í tíundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer á morgun í Stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl. 16 mćtast:

  • Ţröstur Ţórhallsson (6,5) - Sigurbjörn Björnsson (3,5)
  • Guđmundur Gíslason (3,0) - Bragi Ţorfinnsson (6,5)
  • Henrik Danielsen (6,0) - Hannes Hlífar Stefánsson (4,0)
  • Einar Hjalti Jensson (3,0) - Dagur Arngrímsson (5,5)
  • Davíđ Kjartansson (4,5) - Guđmundur Kjartansson (4,5)
  • Björn Ţorfinsson (3,0) - Stefán Kristjánsson (4,0)

Vefsíđur


NM stúlkur 2012 - Pistill ţriđju umferđar

Ţriđja umferđ Norđurlandamóts stúlkna var tefld í dag.  Íslensku keppendurnir gátu í mesta lagi náđ fjórum vinningum í umferđinni vegna tveggja innbyrđis viđureigna.  Niđurstađan var ţrír vinningar sem verđur ađ teljast ásćttanlegt.

A-flokkur:
Erle Andrea Marki Hansen - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir  ˝-˝

Emilie Ellegaard Christensen - Sigríđur Björg Helgadóttir  
˝-˝

Skák Jóhönnu tók frekar stuttan tíma ţar sem stađan leystist fljótlega upp og jafntefli var samiđ.  Jóhanna verđur hins vegar ađ vinna í fyrramáliđ til ađ eiga góđa möguleika á sigri.

Sigríđur átti lengstu skák umferđarinnar.  Hún tefldi byrjunina vel og eftir ađ hafa unniđ peđ var hún líklega komin međ unniđ.  Endatafliđ var hins vegar ekki eins vel telft og fyrri hluti skákarinnar.  Á tímabili var ég farinn ađ óttast ađ hún myndi tapa skákinni.  Sigga fann hins vegar örugga jafnteflisleiđ og bjargađi sér fyrir horn.  Stelpan ţarf klárlega ađ stúdera endatöfl ţegar hún kemur heim.

Eftir ţrjár umferđir er Jóhanna ein í ţriđja sćti međ tvo vinninga, hálfum vinningi á eftir tveimur efstu stúlkum en ţćr tefla saman á morgun.  Sigríđur er í í fjórđa til fimmta sćti međ einn og hálfan.

B-flokkur:
Veronika Steinunn Magnúsdóttir  - Hrund Hauksdóttir 0-1

Skák Veroniku og Hrundar var mjög lífleg.  Eftir fjöruga byrjun komst Hrund peđi yfir í endatafli og landađi loks sigri eftir langa og stranga skák.

Hrund er í mjög góđum málum í ţessum flokki og er ein í öđru sćti međ tvo og hálfan vinning hálfum vinningi á eftir hinum Kyrkebö tvíburanum (Hrund vann systurina í fyrstu umferđ).  Ţćr mćtast á morgun í skák sem gćti reynst vera hrein úrslitaskák.  Veronika er međ einn og hálfan vinning í sjötta til níunda sćti.  Eins og Veronika hefur veriđ ađ tefla á mótinu ţá efast ég ekki um ađ hún mun síga upp töfluna.

C-flokkur:
Nansý Davíđsdóttir - Sóley Lind Pálsdóttir ˝-˝

Ţađ er fátt ađ segja um skákina hjá ţeim stöllum í yngsta flokki.  Stađan varđ mjög fljótlega jafnteflisleg og sömdu ţćr vinkonur fljótlega.

Sóley er međ tvo vinninga í ţriđja til fimmta sćti og Nansý er í sjötta til áttunda međ einn og hálfan vinning.  Ţćr vinkonur eru ákveđnar í ađ vinna báđar skákirnar á morgun!

Frá skáksalnum

Mótiđ klárast á morgun međ tveimur síđustu umferđunum.  Fjórđa umferđin er telfd klukkan átta ađ morgni ađ íslenskum tíma og fimmta umferđin er tefld klukkan 14:30.

Skákir íslensku stelpnanna í fjórđu umferđ:

A-flokkur:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Amalie Heiring Lindestrom (Danmörk)
Louise Segerfelt (Svíţjóđ) -  Sigríđur Björg Helgadóttir

B-flokkur:
Hrund Hauksdóttir – Marte B Kyrkebö (Noregur)
Alise Haukenes (Noregur) – Veronika Steinunn Magnúsdóttir

C-flokkur:
Sóley Lind Pálsdóttir – Elisa Sjöttem Jacobsen (Noregur)

Helene Lorem (Noregur) – Nansý Davíđsdóttir

Mótstöflur, skákir og bein útsending:
A-flokkur
B-flokkur
C-flokkur
Bein útsending
Skákir
Umfjöllun skákstjóra (pistlar)

 Davíđ Ólafsson

Oliver Aron efstur á Heimsmeistaramóti áhugamanna

Oliver Aron Jóhannsson - a promising Icelandic playerOliver Aron Jóhannesson (1677) heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu á Heimsmeistaramóti áhugamanna.  Í dag vann Ţjóđverjann Claus Riemann.  Sá sigur var sérstakur í meira lagi ţví Ţjóđverjinn leiđ út af í miđri skák og voru sjúkrabílar kallađir til.   Eftir töluvert hlé var svo klukkan sett á Riemann og Oliver vann á tíma.  Oliver er efstur međ 7 vinninga en 4 skákmenn hafa 6,5 vinning.  Í lokaumferđinni sem fram fer í fyrramáliđ mćtir Oliver Grikkjanum Haralambos Tsakiris (1956).  

Úrslit Olivers má nálgast hér.  

Mótiđ er einungis opiđ fyrir skákmenn međ 2000 skákstig eđa minna.  Oliver er nr. 82 í stigaröđ keppenda.


Ingvar Örn skákmeistari Suđurlands

Nökkvi Sverrisson, Ingvar Örn Birgisson og Páll Leó JónssonŢađ voru 22 keppendur sem tóku holla og mannbćtandi skákiđkun fram yfir sólarsleikjur og ađra óáran í dag.  Flestir keppendur frá Skákfélagi Selfoss og nágrennis og Eyjapeyjar síđan venju samkvćmt međ vaskan hóp valinkunnra skákjöfra.  Borgarbörnin áttu einnig sína fulltrúa sem og einstaka Sunnlendingur héđan og ţađan.  Suđurnesin áttu sinn fulltrúa í Sigurđi H. Jónssyni sem alltaf hefur tekiđ ţátt frá ţví ađ mótiđ var endurvakiđ fyrir fjórum árum.

Fyrirfram mátti búast viđ ţví ađ Ţeir feđgar Sverrir og Nökkvi ásamt Páli Leó myndu berjast um sigurinn, einnig var ljóst ađ á eftir ţeim kćmi síđan nokkuđ mikill fjöldi skákmanna sem gćti vel blandađ sér í toppbaráttuna, sú varđ einnig niđurstađan

Fyrir mót spáđu spakir menn ţví ađ mótiđ myndi vinnast á 5,5 vinningum, sú varđ einnig niđurstađan.

Í fyrstu umferđ var međal annars tvöfaldur öfugur feđgaslagur ţar sem feđgarnir Sverrir og Nökkvi mćttu ţeim feđgum Kjartani og Degi, sá yngri á móti ţeim eldri, Eyjapeyjarnir höfđu báđir sigur.  Á sama tíma gerđi Páll Leó jafntefli viđ Grantas og Laugvetningurinn Emil vann góđan sigur á sjómanninum síkáta Ţórarni Inga.

Í nćstu umferđ unnu ţeir eyjafeđgar sínar skákir og gerđu síđan jafntefli í innbyrđirs viđureign í 3.umferđ.  Emil og Páll Leó unnu einnig örugglega í 2. og 3.umferđ ţar sem Emil vann góđan sigur á Ingvari Erni sem reyndar átti eftir ađ láta ađ sér kveđa síđar í mótinu, ţetta ţýddi ađ Emil var orđinn einn efstur ađ loknum ţremur umferđum.

Fjórđa umferđin var spennandi eins og allar sem ţar á eftir komu, Sverri og Emil gerđu jafntefli á međan Páll Leó vann Nökkva, Jón Trausti stimplađi sig inn i baráttu efstu mann međ góđum sigri á Erlingi Jenssyni, hiđ sama gerđi Kjartan Másson međ sigri á Úlfhéđni.  Á fimmta borđi vann Grantas síđan atskákmeistara SSON Ingimund og Ingvar vann hrađskákmeistara sama félags, Magnús Matt.

Stađan ađ loknum 4 umferđum:

NameRtgPts
Sigurđarson Emil1821
Jónsson Páll Leó2043
Unnarsson Sverrir19073
Jón Trausti Harđarson17733
Kjartan  Másson17153
Sverrisson Nökkvi1968
Grantas Grigoranas1729
Ingvar Örn Birgisson1767
Sigurđur H. Jónsson1746
Úlfhéđinn Sigurmundsson17702
Erlingur Jensson17502
Erlingur Atli Pálmarsson14052
Dagur Kjartansson16522
Ingimundur Sigurmundsson1791
Ingibjörg Edda Birgisdóttir1564
Magnús Matthíasson1616
Birkir Karl Sigurđsson1810
Gauti Páll  Jónsson14101
Ţórainn Ingi Ólafsson16211
Michael Starosta01
Jakob Alexander Petersen11851
Arnar  Erlingsson00

Í 5.umferđ vann Páll Leó Emil og Sverrir vann Jón Trausta á međan Ingvar hafđi góđan sigur á Kjartani og Nökkvi vann Kasparovbanann Grantas.

Sjötta umferđin og sú nćstsíđasta, óhćtt ađ segja ađ taugar hafi veriđ ţandar til hins ítrasta, á efstu ţremur borđum unnust sigrar međ svörtu mönnunum, Sverrir, Nökkvi og Ingvar Örn unnu Pál Leó, Emil og Sigurđ.  Á fjórđa og fimmta borđi gerđu borgarfeđgar úti um vonir Jóns Trausta og Erlings Atla. Línur farnar ađ skýrast fyrir síđustu umferđ.

Stađan fyrir síđustu umferđ:

    
RankNameRtgPts
1Unnarsson Sverrir19075
2Sverrisson Nökkvi1968
3Jónsson Páll Leó2043
4Ingvar Örn Birgisson1767
5Kjartan  Másson17154
6Dagur Kjartansson16524
7Sigurđarson Emil1821
8Sigurđur H. Jónsson1746
9Ingimundur Sigurmundsson1791
10Jón Trausti Harđarson17733
11Ingibjörg Edda Birgisdóttir15643
12Erlingur Atli Pálmarsson14053
13Michael Starosta03
14Grantas Grigoranas1729
15Birkir Karl Sigurđsson1810
16Magnús Matthíasson1616
17Erlingur Jensson17502
18Úlfhéđinn Sigurmundsson17702
19Ţórainn Ingi Ólafsson16212
20Jakob Alexander Petersen11852
21Gauti Páll  Jónsson1410
22Arnar  Erlingsson00
    

Í síđustu umferđ mćttust Sverrir og Ingvar Örn ţar sem Ingvar tefldi gríđarlega vel og uppskar öruggan sigur, Páll Leó vann Kjartan og Nökkvi vann Dag, á fjórđa borđi gerđu Ingimundur og Emil jafntefli.

Ţví var stađan sú ađ ţrír voru efstir og jafnir međ 5,5 vinninga, Nökkvi, Páll Leó og Ingvar Örn.  Hrađskák átti ađ skera úr um Suđurlandsmeistaratitilinn!

Dregiđ um töfluröđ, tefld skildi tvöföld umferđ um titilinn, til ađ gera langa sögu stutta var ţađ Ingvar Örn sem tefldi hrađskákina af feiknaröryggi, hann vann fyrstu 3 skákirnar, ţar međ gaf Páll Leó sínar tvćr síđustu ţannig ađ Ingvar fékk 4 vinninga, Nökkvi 2 og Páll Leó engan.

Ingvar Örn svo sannarlega verđugur Suđurlandsmeistari, tefldi af ótrúlegri yfirvegun, stáltaugar í bland viđ mikla skákkunnáttu, banvćn blanda, til hamingju Ingvar Örn!

Heimasíđa SSON


Íslandsmótiđ í skák: Níunda umferđ hefst kl. 16 - rafmögnuđ spenna

DSC_0811Skemmtilegasta og mest spennandi Íslandsmót í skák í mörg herrans er ađ ná hámarki.   Í dag kl. 16 hefst níunda og ţriđja síđasta umferđin.   Stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen eru efstir og jafnir međ 6 vinninga en alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson fylgir ţeim eins og skugginn međ 5,5 vinning.   Ađrir hafa ekki raunhćfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. 

Henrik mćtir Degi Arngrímsson í dag, Ţröstur mćtir Birni Ţorfinnssyn og Bragi mćtir Stefáni Kristjánssyni. 

9. umferđ hefst klukkan 16 í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţá mćtast:
  • Dagur Arngrímsson (4,5) - Henrik Danielsen (6,0)
  • Ţröstur Ţórhallsson (6,0) - Björn Ţorfinnsson (2,5)
  • Bragi Ţorfinnsson (5,5) - Stefán Kristjánsson (4,0)
  • Sigurbjörn Björnsson (3,5) - Davíđ Kjartansson (3,5)
  • Guđmundur Kjartansson (3,5) - Einar Hjalti Jensson (3,0)
  • Hannes H. Stefánsson (3,0) - Guđmundur Gíslason (3,0)

Vefsíđur


NM stúlkur - Pistill annarar umferđar

Önnur umferđ Norđurlandamóts stúlkna var tefld í morgun.  Íslensku keppendurnir héldu uppteknum hćtti og skiluđu aftur fjórum vinningum af sex mögulegum.

A-flokkur:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Jessica Bengtsson  ˝-˝Sigríđur Björg Helgadóttir

Sigríđur Björg Helgadóttir – Amalia Heiring Lindestrom 1-0

Skák Jóhönnu gegn hinn Jessicu var ágćtlega tefld af beggja hálfu en fjlótlega kom upp stađa ţar sem önnur hvor ţeirra varđ ađ taka talsverđa áhćttu til ađ tefla til vinnings.  Ţađ voru ţćr stöllur ekki tilbúnar í og ţví varđ jafntefli niđurstađan.

Ţađ var allt annađ ađ sjá til Sigríđar í dag en í gćr.  Hún var öryggiđ uppmálađ og vann mjög sannfćrandi sigur gegn andstćđingi sínum.  Klárlega besta skák íslendinganna í dag.  Sigga ćtti ađ vera komin á beinu brautina núna.


B-flokkur:
Hrund Hauksdóttir – Edit Machlik ˝-˝

Sif Tylvad Linde – Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0-1
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Skák Hrundar í dag var á margan hátt mjög góđ.  Hrund tefldi afar vel til ađ byrja međ og var međ heldur betri stöđu ţegar henni varđ ţađ á ađ tapa peđi.  Peđstapiđ ţýddi einfaldlega ađ stađan leystist upp í dautt jafntelfi mislitra biskupa og jafntefli varđ ţví niđurstađan.

Veronika er ađ tefla mjög vel á ţessu móti.  Hún tefldi langa og ţunga skák í dag sem hún vann eftir ađ hafa komiđ andstćđingnum í erfiđa leppun sem leiddi ađ lokum til ţess ađ Veronika vann mann.  Góđur sigur hjá Veroniku í lengstu skák umferđarinnar.




C-flokkur:
Elisa Sjöttem Jacobsen – Nansý Davíđsdóttir 1-0
Sóley Lind Pálsdóttir – Linnea Holmboe Bĺrregĺrd 1-0
Sóley Lind Pálsdóttir
Nansý tefldi viđ hina norsku Elisu sem kann greinilega mikiđ fyrir sér í skák.  Nansý fékk ţrengri og erfiđari stöđu eftir byrjunina.  Ađ lokum fór svo ađ andstćđingur hennar kom drottningu Nansýar í vandrćđi sem leiddi til ţess ađ Nansý varđ ađ gefa drottninguna fyrir hrók.  Úrvinnslan vafđist ekkert fyrir ţeirri norsku og tap ţví stađreynd.

Sóley var klárlega mćtt til leiks í morgun.  Minnug gćrkvöldsins ţá var hún ekkert ađ sýna andstćđingnum of mikla virđingu og réđst á hana međ látum og uppskar góđan sigur.  Sóley er til alls líkleg í ţessu móti.

Ţriđja umferđin er hefst klukkan 14:30 ađ íslenskum tíma.  Ţví miđur tefla okkar stelpur saman í tveimur viđureignum ţannig ađ hámarksfjöldi vinninga í ţriđju umferđ eru ađeins fjórir vinningar. 

Skákir íslensku stelpnanna í ţriđju umferđ:

A-flokkur:
Erle Andrea Marki Hansen (Noregur) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Emilie Ellegaard Christensen (Noregur) - Sigríđur Björg Helgadóttir

B-flokkur:
Veronika Steinunn Magnúsdóttir  - Hrund Hauksdóttir

C-flokkur:

Nansý Davíđsdóttir - Sóley Lind Pálsdóttir
 Mótstöflur, skákir og bein útsending:
A-flokkur
B-flokkur
C-flokkur
Bein útsending
Skákir
Umfjöllun skákstjóra (pistlar)

Davíđ Ólafsson

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765881

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband