Leita í fréttum mbl.is

GM lagđi TR í Hrađskákkeppni taflfélaga - Helgi Áss međ fullt hús

TR - GođinnTaflfélagiđ Gođinn-Mátar bar sigurorđ af Taflfélagi Reykjavíkur í 1. umferđ hrađskákkeppni skákfélaga međ 52 vinningum gegn 20. Bćđi félög tefldu fram öflugum liđum en stríđsgćfan var GM megin ţetta kvöld og ţví fór sem fór.  Margar viđureignirnar voru virkilega spennandi og snilldartilţrif sáust á báđa bóga en ekki uppskáru menn ţó alltaf  eins og til var sáđ innan ţess nauma tímaramma sem keppendum var skammtađur.

Bestum árangri TR-inga náđu ţeir Arnar E. Gunnarsson sem hlaut 7 vinninga af 12 mögulegum og Karl Ţorsteins sem var međ 6 vinninga af 12.

Fremstir í liđi GM ađ ţessu sinni voru Helgi Áss Grétarsson međ 12 af 12 mögulegum, Kristján Eđvarđsson međ 8 vinninga af 9, Tómas Björnsson međ 7 vinninga af 8,  Ásgeir Ásbjörnsson međ 9 vinninga af 12 og Einar Hjalti Jensson međ 7 vinninga af 10.

Liđ GM:

Helgi Áss Grétarsson

Einar Hjalti Jensson

Ásgeir P. Ásbjörnsson

Hlíđar Ţór Hreinsson

Arnar Ţorsteinsson

Tómas Björnsson

Kristján Eđvarđsson

Pálmi R. Pétursson

Jón Ţorvaldsson

 

Liđ TR

Arnar E. Gunnarsson    

Karl Ţorsteins   

Ţorvarđur Ólafsson

Júlíus Friđjónsson

Kjartan Maack 

Halldór Pálsson

Vignir Vatnar Stefánsson

Björn Jónsson  

Ríkharđur Sveinsson

Í liđ TR-inga vantađi m.a. ţá Margeir Pétursson, Guđmund Kjartansson og Dađa Ómarsson en GM-menn voru m.a. án Ţrastar Ţórhallssonar, Sigurđar Dađa Sigfússonar og Ţrastar Árnasonar.

Góđur andí ríkti í keppninni,  vel fór á međ liđsmönnum beggja liđa og yfirsetumenn skemmtu sér viđ gamanmál međan félagarnir svitnuđu yfir flóknum stöđum.  Nýjum formanni TR, Birni Jónssyni, var sérstaklega fagnađ međ lófataki áđur en viđureignin hófst og honum og Taflfélagi Reykjavíkur óskađ velfarnađar af hálfu Gođans-Máta.

Viđ ţökkum TR-ingum kćrlega fyrir drengilega viđureign og prúđmannlega framgöngu og hlökkum til ađ mćta ţeim á Íslandsmóti skákfélaga í október. Ţar verđur róđurinn eflaust ţyngri fyrir okkar menn og viđureignin vćgast sagt tvísýn.

Útskýring skákreglna og dómgćsla var í öruggum höndum Rúnars Berg sem leysti úr ţeim örfáu álitamálum  sem upp komu af sinni ljúfmennsku og réttsýni. Kunnum viđ honum bestu ţakkir fyrir.

Ţá ţökkum viđ félaga okkar Kristjáni Eđvarđssyni fyrir afnot af hinum vistlegu salarkynnum Sensa ađ Kletthálsi 1.

Jón Ţorvaldsson.

Keppnin heldur áfram í kvöld en ţá mćtast Eyjamenn og Selfyssingar í húsnćđi SÍ kl. 20. Viđureignirnar detta svo inn hver á fćtur annarri en fyrstu umferđ skal vera lokiđ eigi síđar en 20. ágúst nk. Dregiđ verđur í ađrar umferđ ađ lokinni viđureign Hellis og Vinjar ţann 20. ágúst

Úrslit fyrstu umferđar:

  • Taflfélag Garđabćjar - Taflfélag Bolungarvíkur (óákveđiđ)
  • Briddsfjelagiđ - Skákfélag Reykjanesbćjar (óákveđiđ)
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélag Selfoss og nágrennis (15. ágúst kl. 20 í SÍ)
  • Skákfélag Íslands - Taflfélag Akraness (20. ágúst kl. 19:30 í SÍ)
  • Skákdeild Fjölnis - Skákfélag Akureyrar 35-37
  • Taflfélagiđ Hellir - Skákfélag Vinjar (20. ágúst kl. 20 í Helli)
  • Gođinn-Mátar - Taflfélag Reykjavíkur 52-20
  • Víkingaklúbburinn er kominn áfram

Heimasíđa Hellis

Myndaalbúm (HÁ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 8771475

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband