Leita í fréttum mbl.is

Álfhólsskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita

 

photo4

Skáksveit Álfhólsskóla úr Kópavogi vann sigur í gríđarlega spennandi Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Skáksveit Rimaskóla varđ í öđru sćti og skáksveit Hraunvallaskóla úr Hafnarfirđi tók ţriđja sćtiđ.

 

Sveitir Álfhólsskóla og Rimaskóla höfđu allmikla yfirburđi. Eftir fyrri dag mótsins voru sveitirnar jafnar og efstar međ 16 vinninga í 20 skákum. Í sjöttu umferđ unnu ţćr báđar 3-1 og í sjöundu og áttundu umferđ lögđu ţćr báđar andstćđinga sína 4-0. Ţćr voru ţví hnífjafnar fyrir lokaumferđ mótsins og margt sem benti til ţess ađ ţćr ţyrftu ađ heyja aukakeppni um titilinn. Til ţess kom ekki ţví Álfhólsskóli vann sveit Ölduselsskóla 4-0 en á sama tíma vann Rimaskóli Melaskóla 3-1 ţar sem Sigurđur Kjartansson, Melaskóla, gerđi sér lítiđ fyrir og vann sína skák. Ţar međ var ljóst ađ Álfhólsskóli hafđi variđ titilinn. 

Ţessar sveitir höfđu mikla yfirburđi. Álfhólsskóli hlaut 31 vinning í 36 skákum, Rimaskóli 30 vinninga og svo voru sjö vinningar í nćstu sveitir sem voru Hraunvallaskóli úr Hafnarfirđi og Hörđuvallaskóli međ 23 vinninga. Hraunvallaskóli hlaut ţriđja sćtiđ. Geysigóđur árangur hjá ţessari sveit sem hefur aldrei áđur tekiđ ţátt á mótinu.

Hörđuvallaskóli sem varđ í fjórđu sćti fékk jafnframt verđlaun sem besta sveitin međ nemendur úr 1.-4. bekk.

Rimaskóli varđ efst b-sveita en Salaskóli varđ efst c-, d-, e- og f-sveita sem segir margt um ţá miklu breidd sem Tómas Rasmus hefur byggt upp í skólanum.

Menntamálaráđherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenti verđlaunin á mótinu.

Afar góđ ţátttaka var á mótin en 45 sveitir tóku ţátt sem er nćstbesta ţátttakan í sögu mótanna. Ţađ ţýđir ađ međ varamönnum voru meira en 200 skákmenn í Rimaskóla í dag. Sveitirnar 45 voru frá 6 bćjarfélögum. Grunnskóli Hellu komst lengst frá en flestir sveitirnar voru úr Reykjavík (26) og nćstflestar úr Kópavogi (13).

 

photo5

 

Skáksveit Álfhólsskóla skipuđu:

  1. Dawid Kolka 6,5 v.
  2. Felix Steinţórsson 8,5.
  3. Guđmundur Agnar Bragason 9 v.
  4. Oddur Ţór Unnsteinsson 7 v.

Skákkennari og liđsstjóri er Lenka Ptácníková.

 

IMG 1446

 

Skáksveit Rimaskóla skipuđu:

  1. Nansý Davíđsdóttir
  2. Jóhann Arnar Finnsson
  3. Svandís Rós Ríkharđsdóttir
  4. Kristófer Halldór Kjartansson
  5. Joshua Davíđsson

 

IMG 1443

 

 Sveit Hraunvallaskóla skipuđu:

  1. Brynjar Bjarkason
  2. Helgi Svanberg Jónsson
  3. Burkni Björnsson
  4. Ţorsteinn Emil Jónsson

 

IMG 1435

 

 

Sveit Hörđuvallaskóla skipuđu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson
  2. Sverrir Hákonarson
  3. Andri Harđarson
  4. Stephan Breim
  5. Arnar M. Heiđarsson
  6. Óskar Hákonarson

Eftirtaldir hlutu borđaverđlaun:

 

IMG 1437

 

  1. Vignir Vatnar Stefánsson, Hörđuvallaskóla, 9 v.
  2. Felix Steinţórsson, Álfhólsskóla, 8,5 v.
  3. Guđmundur Agnar Bragason, 9 v.
  4. Jón Hreiđar, Ingunnarskóla, og Joshua Davíđsson 9 v. af 9

Mótsstjóri var Stefán Bergsson en skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Omar Salam og Donika Kolica.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband