14.8.2012 | 11:00
TR ingar lögðu Fjölnismenn örugglega
Viðureign Skákdeildar Fjölnis gegn TR í hraðskákskeppni taflfélaga fór fram í Rimaskóla þann 13. ágúst. Gestirnir mætuu með sterka keppnismenn á öllum aldri undir styrkri forystu Ríkharðs Sveinssonar. Fjölnismenn mættu til leiks með ungliðafylkingu, alls 14 keppendur sem skiptu bróðurlega með sér að tefla. Í broddi fylkingar fóru þeir Jón Árni Halldórsson og Erlingur Þorsteinsson.
Keppnisstjórar voru þeir Helgi Árnason og Davíð Hallsson stjórnarmenn skákdeildarinnar. Eftir fyrstu þrjár umferðirnar varð ljóst að leikurinn yrði ójafn því TR ingar gáfu aðeins einn vinning í hverri umferð. Í hálfleik höfðu gestirnir afgerandi forustu 28 - 8 og þeir héldu einbeitingunni áfram í seinni hálfleik en honum lauk 25 -11. Heildarúrslit 53 - 19 sigur TR inga. Sem fyrr segir gáfu Fjölnismenn öllum sínum efnilegustu krökkum á grunnskólaaldri tækifæri á að tefla í viðureigninni og urðu reyndir TR ingar að hafa sig ágætlega við að vinna sínar skákir.
TR ingarnir sýndu mikla og skemmtilega keppnishörku og tefldu af fullu afli allan tímann þrátt fyrir góða forystu. Viðureignin var öllum keppendum til mikils sóma og góður skákandi sveif yfir vötnum á keppnisstað. Af hálfu TR inga fóru þeir mikinn Arnar Gunnarsson og Ríkharður Sveinsson báðir með nánast fullt hús en allir stóðu þeir sig mjög vel. Þeir Rimaskólaskákmenn Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson náðu athyglisverðum árangri á móti sterku liði TR, Dagur hlaut 5 vinninga í 8 skákum og Oliver Aron 3 vinninga úr sex skákum.
Samhliða viðureigninni fór fram varamannaskákmót fyrir hina keppendur Fjölnis sem sátu á bekknum í hverri umferð og þar stóð Oliver Aron sig best og vann allar sínar sex skákir.
TR:
Arnar Gunnarsson
11,5 / 12 vinninga
Ríkharður Sveinsson
11/ 12
Daði Ómarsson
10/12
Torfi Leósson
6,5 /9
Vignir Vatnar Stefánsson
6,5 /12
Kjartan Maak 5,5/12
Björn Jónsson 3/2
Fjölnir:
Dagur Ragnarsson 5/8 vinninga
Oliver Aron Jóhannesson
3/6
Ingvar Ásbjörnsson 3/8
Jón Árni Halldórsson 3/9
Erlingur Þorsteinsson 2/8
Kristófer Jóel Jóhannesson
1/3
Jón Trausti Harðarson 1/6
Nansý Davíðsdóttir 0,5/3
Hrund Hauksdóttir 0,5/6
Sveinbjörn Jónsson, Hörður Aron Hauksson, Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir tefldu einnig 1 - 5 skákir í viðureigninni
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki á hverjum degi sem maður fær 3 vinninga út úr 2 skákum.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 14:27
Einhver verðbólga í gangi?
Þórir Benediktsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.