Leita í fréttum mbl.is

TR ingar lögðu Fjölnismenn örugglega

IMG 9477Viðureign Skákdeildar Fjölnis gegn TR í hraðskákskeppni taflfélaga fór fram í Rimaskóla þann 13. ágúst. Gestirnir mætuu með sterka keppnismenn á öllum aldri undir styrkri forystu Ríkharðs Sveinssonar. Fjölnismenn mættu til leiks með ungliðafylkingu, alls 14 keppendur sem skiptu bróðurlega með sér að tefla. Í broddi fylkingar fóru þeir Jón Árni Halldórsson og Erlingur Þorsteinsson.

Keppnisstjórar voru þeir Helgi Árnason og Davíð Hallsson IMG 9475stjórnarmenn skákdeildarinnar. Eftir fyrstu þrjár umferðirnar varð ljóst að leikurinn yrði ójafn því TR ingar gáfu aðeins einn vinning í hverri umferð. Í hálfleik höfðu gestirnir afgerandi forustu 28 - 8 og þeir héldu einbeitingunni áfram í seinni hálfleik en honum lauk 25 -11. Heildarúrslit 53 - 19 sigur TR inga. Sem fyrr segir gáfu Fjölnismenn öllum sínum efnilegustu krökkum á grunnskólaaldri tækifæri á að tefla í viðureigninni og urðu reyndir TR ingar að hafa sig ágætlega við að vinna sínar skákir.

TR ingarnir sýndu mikla og skemmtilega keppnishörku og tefldu af fullu afli allan tímann þrátt fyrir góða forystu. Viðureignin var öllum keppendum til mikils sóma og góður skákandi sveif yfir vötnum á keppnisstað. Af hálfu TR inga fóru þeir mikinn Arnar Gunnarsson og Ríkharður Sveinsson báðir með nánast fullt hús en allir stóðu þeir sig mjög vel. Þeir Rimaskólaskákmenn Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson náðu athyglisverðum árangri á móti sterku liði TR, Dagur hlaut 5 vinninga í 8 skákum og Oliver Aron 3 vinninga úr sex skákum.

Samhliða viðureigninni fór fram varamannaskákmót fyrir hina keppendur Fjölnis sem sátu á bekknum í hverri umferð og þar stóð Oliver Aron sig best og vann allar sínar sex skákir.

TR:
Arnar Gunnarsson        
11,5 / 12           vinninga
Ríkharður Sveinsson     
11/ 12
Daði Ómarsson             
10/12
Torfi Leósson                 
6,5 /9
Vignir Vatnar Stefánsson
6,5 /12
Kjartan Maak 5,5/12
Björn Jónsson 3/2

Fjölnir:
Dagur Ragnarsson  5/8  vinninga
Oliver Aron Jóhannesson
3/6
Ingvar Ásbjörnsson  3/8
Jón Árni Halldórsson   3/9
Erlingur Þorsteinsson  2/8
Kristófer Jóel Jóhannesson
1/3
Jón Trausti Harðarson  1/6
Nansý Davíðsdóttir   0,5/3
Hrund Hauksdóttir   0,5/6
Sveinbjörn Jónsson, Hörður Aron Hauksson, Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir tefldu einnig 1 - 5 skákir í viðureigninni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki á hverjum degi sem maður fær 3 vinninga út úr 2 skákum.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 14:27

2 identicon

Einhver verðbólga í gangi?

Þórir Benediktsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband