Strandir

9. jśnķ 2013 | 15 myndir
Á Skákhátíð á Ströndum keppa óðalsbændur og undrabörn, áhugamenn og skákunnendur úr öllum áttum. Keppendur á Afmælismóti Friðriks Ólafssonar í Djúpavík 2010.
Afmælismót Böðvars Böðvarssonar (t.v.) verður haldið í Norðurfirði, sunnudaginn 23. júní.
Listamaðurinn Guðjón Kristinsson frá Dröngum hannar verðlaunagripinn, sem keppt verður um á Afmælismóti Jóhanns Hjartarsonar. Hér er hann með ,,bikarinn“ frá 2010.
Hlöðu í Norðurfirði hefur verið breytt í fyrsta flokks hótel, sem rekið er af Urðartindi.
Regnbogi í Norðurfirði. Þarna fer fram hraðskákmót sunnudaginn 23. júní.
Fastur liður í Skákhátíð í Árneshreppi er ,,landsleikur“ heimamanna úr Ungmennafélaginu Leifi heppna og Strandaglópa! Hér eru vaskir liðsmenn Leifs.
Henrik Danielsen stórmeistari verður með á Afmælismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.
Séð yfir Trékyllisvík. Reykjaneshyrna í fjarska. Náttúrufegurð í Árneshreppi er ólýsanleg.
Hótel Djúpavík. Þar verður hlaðborð og skákfjör föstudagskvöldið 21. júní. Hótelstýran, Eva Sigurbjörnsdóttir, var nýverið sæmd fálkaorðunni. Hún hefur af mikilli einurð gert hótelið í Djúpavík að vinsælum áningarstað.
6Ásta Ingólfsdóttir frá Árnesi með verðlaunagripinn frá mótinu í Trékyllisvík 2012, sem gerður var af hagleiksmanninum Valgeiri Benediktssyni.
Helgi Ólafsson stórmeistari hefur verið einstaklega sigursæll á Ströndum síðustu árin.
Jón L. Árnason stórmeistari verður meðal keppenda á Skákhátíð á Ströndum 2013. Jón var í sigursælasta landsliði Íslands fyrr og síðar, ásamt Helga Ólafssyni og Margeiri Péturssyni.
Frá Trékyllisvík í Árneshreppi.
Keppendur á hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði á Skákhátíð á Ströndum 2012.
Jóhann Hjartarson stórmeistari hefur verið fastagestur á Skákhátíð á Ströndum. Afmælismót hans verður haldið í Trékyllisvík laugardaginn 22. júní.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband