Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst 8. janúar

KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun

Sigurvegarinn hlýtur auk ţess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2012 og farandbikar til varđveislu í eitt ár.  Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.

Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag   8. janúar  kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 11. janúar  kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag     13. janúar  kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag   15. janúar  kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 18. janúar  kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag      20. janúar  kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag    22. janúar  kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 25. janúar  kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag      27. janúar  kl. 19.30

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, http://www.taflfelag.is.

Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Helgi Árnason Fjölnismađur ársins

Helgi ÁrnasonHelgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis varđ fyrir valinu í ár sem Fjölnismađur ársins 2011. Ţetta er mikill heiđur fyrir starf skákdeildarinnar sem Helgi hefur haldiđ utan um frá stofnun. Barna-og unglingastarfiđ hefur blómstarđ í skákinni í Grafarvogi og ţar er ađ finna óvenjumikla breidd afrekskrakka á sviđi skáklistarinnar.

Ţađ var formađur Fjölnis, Jón Karl Ólafsson sem tilkynnti útnefninguna og fylgdi henni eftir međ orđum. " Helgi er vel af ţessum titli kominn.  Hann stofnađi skákdeildina ásamt Hróksmönnum áriđ 2004 og hefur stýrt deildinni síđan sem formađur af miklum sóma. Tímamót urđu í sögu skákdeildar ţegar fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í liđakeppni vannst núna í nóvember ţegar A sveit skákdeildarinnar vann međ óvenju miklum yfirburđum Íslandsmót unglingasveita. Ţetta er ađeins lítiđ brot af árangri deildarinnar.  Helgi er vakinn og sofinn yfir starfsemi deildarinnar, ţađ eru fáir laugardagarnir síđan 2004 sem hann hefur ekki mćtt í Rimaskóla á ćfingar skákdeildarinnar. Skákdeildin er međ engin ćfingagjöld, Helgi hefur međ dugnađi og elju aflađ styrkja til ađ deildin beri sig svo allir geti ćft án gjalda."

Skákdeild Fjölnis hefur áđur veriđ heiđruđ af Grafarvogsbúum ţví ađ á Grafarvogsdaginn áriđ 2009 fékk hún afhentan "Máttarstólpan" fyrir framúrskarandi félagsstarf í hverfinu.


Fjör á jólaskákmóti: Davíđ hreppti Ţúsund og eina ţjóđleiđ í Vin

Sigurvegarar í VinDavíđ Kjartansson sigrađi á bráđskemmtilegu og vel sóttu jólaskákmóti sem haldiđ var í Vin í dag. Fyrir sigurinn hlaut Davíđ stórvirki Jónasar Kristjánssonar, Ţúsund og ein ţjóđleiđ. Davíđ hlaut 5˝ vinning af 6 mögulegum. Nćstur kom Tómas Björnsson međ 5 vinninga og bronsiđ hreppti Gunnar Freyr Rúnarsson međ 4˝.

Bestum árangri kvenna náđi Elsa María Kristínardóttir, Íslandsmeistari 2011, og ungmennaverđlaun hlaut hinn efnilegi Hilmir Freyr Heimisson.

Ţórdís, Styrmir, VigdísHeiđursgestir jólamótsins voru Styrmir Gunnarsson og Vigdís Grímsdóttir. Bćđi eru ţau í stjórn Vinafélagsins, sem stendur vörđ um starfiđ í Vin, og bćđi gefa ţau út bćkur nú fyrir jólin.

Vigdís sendir frá sér skáldsöguna Trúir ţú á töfra? og Styrmir gefur út Ómunatíđ, sem fjallar um geđveiki.

Styrmir og Vigdís fćrđu Vin bćkur sínar ađ gjöf í tilefni dagsins og síđan léku ţau fyrsta leikinn í skák Hauks Angantýssonar og Gunnars Björnssonar.

Magnús Matthías og Jóhanna Ósk KristjánsdóttirKeppendur voru alls 27 og komu úr öllum áttum, svo úr varđ alţjóđlegt stórmót viđ Hverfisgötuna ţar sem allir skemmtu sér hiđ besta. Sögur útgáfa gaf glćsileg verđlaun og vinninga í happdrćtti sem efnt var til í mótslok. Skákfélag Vinjar stóđ ađ mótinu og naut ađstođar Skákademíu Reykjavíkur.

Lokastađan:

Glatt á hjalla á jólamóti1. sćti: Davíđ Kjartansson 5˝  2. sćti: Tómas Björnsson 5 vinninga. 3. sćti: Gunnar Freyr Rúnarsson 4˝ 4.-8. sćti: Gunnar Nikulásson, Hilmir Freyr Heimisson, Ágúst Örn Gíslason, Jón Árni Jónsson, Haukur Angantýsson 4. 9.-10. sćti: Birgir Berndsen, Óttar Norđfjörđ 3˝ vinning.  11.-15. sćti: Gunnar Björnsson o.fl., Heimir Guđjónsson, Elsa María Kristínardóttir, Sveinbjörn Jónsson, Michael Beuffre 3 vinninga.  16.-17. sćti: Jorge Fonseca, Hörđur Garđarsson 2˝ vinning. 18.-22. sćti: Guđmundur Valdimar Guđmundsson, Lea Kinleindser,  Jón Gauti Magnússon, Arnar Valgeirsson, Margrét Rún Sverrisdóttir 2 vinninga. 23.-24. sćti: Haukur Halldórsson, Magnús Matthíasson 1˝ vinning. 25.-27. sćti:  Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, Denis Valantin, Morina Fitim ˝ vinning.

Myndaalbúm mótsins (HJ)


Fáheyrđir yfirburđir Caruano

Ítalinn ungi Fabiano Caruana Stigahćsta ungmenni heims, Fabiano Caruana (2727) sigrađi međ fáheyrđum yfirburđum á Meistaramóti Ítalíu sem lauk um helgina.  Ítalinn ungi hlaut 10 vinninga í 11 skákum og var 3˝ vinningi fyrir ofan nćsta mann alţjóđlega meistarann Daniyyl Dvirnyy (2475). 

Fjórđi meistaratitillinn meistarans sem er athyglisvert í ljósi ţess ađ hann er ađeins 19 ára!

Ítalíumeistarinn hćkkar um heil 11 stig fyrir frammistöđu sína og styrkir stöđu sína sem stighćsta ungmenni heims (miđađ viđ 20 ára og yngri).  

Heimasíđa mótsins


Kramnik sigurvegari London Chess Classic

Kramnik í Dortmund (mynd af heimasíđu mótsins)Heimsmeistarinn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2800) sigrađi á ofurskákmótinu London Chess Classic sem lauk í dag.  Kramnik gerđi jafntefli viđ Aronian (2802) í lokaumferđinni.  Nakamura (2758) náđi öđru sćti eftir sigur á Adams (2734) í skrautlegri skák.   Carlsen (2826) varđ ađeins ţriđji eftir jafntefli viđ Short (2698).  McShane (2671), stigahćsti amatör í heimi eins og hann hefur veriđ kallađur, varđ fjórđi og var langbestur heimamanna. 

Lokastađan:
  • 1. Kramnik (2800) 16 stig
  • 2. Nakamura (2758) 15 stig
  • 3. Carlsen (2826) 14 stig
  • 4. McShane (2671) 13 stig
  • 5.-6. Aronian (2802) og Anand (2811) 9 stig
  • 7. Short (2698) 6 stig
  • 8. Howell (2633) 4 stig
  • 9. Adams (2734) 3 stig
Ţađ er athyglisvert ađ ađeins um 1% lesenda Skák.is spáđu Kramnik sigri á mótinu.

Guđmundur međ jafntefli viđ Pert - góđ frammistađa íslensku skákmannanna í London

Guđmundur Gísla

Guđmundur Gíslason (2318) gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann og landsliđsmanninn Nicholas Pert (2563) í níundu og síđustu umferđ b-flokks London Chess Classic sem fram fór í gćr.  Bjarni Jens Kristinsson (2045) vann sína skák og Birkir Karl Sigurđsson (1649) átti enn eitt gott jafntefliđ gegn stigahćrri andstćđingi.  Björn Ţorfinnsson (2402) tapađi fyrir stórmeistaranum og afmćlisbarninu Gawain Jones (2635).

Björn og Guđmundur fengu 6 vinninga og enduđu í 20.-34. sćti, Bjarni Jens fékk 4˝ vinning og endađi í 91.-125. sćti og Birkir Karl fékk 4 vinninga og endađi í 126.-158. sćti.

Frammistađa Björns samsvarađi 2460 skákstigum, Guđmundar 2393 skákstigum, Bjarna 2028 skákstigum og Birkir 1882 skákstigum.  

Björn, Guđmundur og Birkir Karl hćkka allir í stigum fyrir frammistöđuna á mótinu.  Birkir hćkkar mest eđa um 29 skákstig og virđist vera á mikilli siglingu ţessa dagana, Guđmundur hćkkar um 14 stig og Björn hćkkar um 8 stig.  Bjarni Jens lćkkar um 4 stig.  Semsagt 47 skákstigahćkkun fyrir íslenska skákmenn!

Mótiđ var mót Indverjanna.   Abhjeet Gupta (2640) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8 vinninga.  Sahai Grover (2515) varđ svo annar međ 7˝ vinning. 

A-flokkurinn er hins vegar enn í fullum gangi og lokaumferđin fer fram í dag og hefst kl. 12.  Ţar hefur Kramnik pálmann í höndunum.

231 skákmađur tók ţátt í b-flokknum og ţar á međal 11 stórmeistarar og 22 alţjóđlegir meistarar.  Björn var nr. 22 í styrkleikaröđ keppenda, Guđmundur nr. 35, Bjarni Jens nr. 120 og Birkir Karl nr. 220.

Jólaskákmót í Vin í dag

Bikar og fyrstu verđlaunJólaskákmót í Vin, Hverfisgötu 47, verđur haldiđ á mánudaginn, 12. desember klukkan 13. Verđlaun og vinningar eru glćsilegar og forvitnilegar nýjar bćkur frá Sögum útgáfu.

Jólamótiđ er öllum opiđ, ţátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Ađ mótinu stendur Skákfélag Vinjar, međ stuđningi Skákakademíu Reykjavíkur. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Fyrstu verđlaun eru stórvirkiđ 1001 ţjóđleiđ eftir Jónas Kristjánsson, ţar sem yfir 1.000 göngu- og reiđleiđum er lýst og ţćr sýndar á vönduđum kortum.

Ađrir sem ná á verđlaunapall fá líka splunkunýjar bćkur, auk ţess sem veitt eru verđlaun fyrir bestan árangur ungmenna og kvenna. Ţá verđur efnt til happdrćttis, svo allir eiga keppendur eiga möguleika á ađ hreppa ilmandi nýjan prentgrip.

Heiđursgestir viđ setningu Jólaskákmótsins eru ţrír stjórnarmenn úr Vinafélaginu, sem eiga sameiginlegt ađ gefa út bók nú fyrir Jólin.  Vigdís Grímsdóttir gefur skáldsöguna Trúir ţú á töfra, Styrmir Gunnarsson er höfundur bókarinnar Ómunatíđ, sem er ómetanlegt framlag til upplýstrar umrćđu um geđsjúkdóma og áhrif ţeirra, Ţráinn Bertelsson skrifađi Falliđ sem er ađ mati yfirlćknis SÁÁ ,,stórkostleg bók" um alkóhólisma.

Jólaandinn mun svífa yfir vötnum og taflborđum í Vin, enda verđur bođiđ upp á mandarínur, piparkökur, jólaöl og fleira góđgćti. Allir eru velkomnir í Vín, Hverfisgötu 47, sími 561 2612. Nánari upplýsingar veitir Arnar Valgeirsson í addivalg@yahoo.com.


Unglingarnir og lyfjafrćđingurinn sigruđu á Atskákmóti Icelandair

 

Unglingarnir og lyfjafrćđingurinn

 

Unglingarnir og lyfjafrćđingurinn sigruđu á Atskákmóti Icelandair sem fram fór um helgina í Hóteli Natura (Loftleiđum).   Keppnin var mjög spennandi og loftiđ á skákstađ mjög lćvi blandađ.  Unglingarnir og lyfjafrćđingurinn tóku keppnina međ mögnuđum endaspretti og ljóst ađ unglingarnir voru í betra formi en margur eldri skákmađurinn!  Einherjar tóku einnig góđan endasprett og náđu öđru sćti.  Three Burritos & One Pink Taco höfnuđu í 3. sćti. 

Röđ efstu liđa:

  • 1. Unglingarnir og lyfjafrćđingurinn 47 v.
  • 2. Einherjar 45,5 v.
  • 3. Three Burritos & One Pink Taco 44,5 v.
  • 4. Who Keres 44 v.
  • 5. SA 43 v.
  • 6. Heiđursmenn 42,5 v.
  • 7. Hösmagi 41,5 v.
  • 8. Bersekri 40 v.

Sigursveitina skipuđu:

  • 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 13,5 v. af 17 (fékk 11,5 í síđustu 12)
  • 2. Davíđ Ólafsson 13,5 v. af 17
  • 3. Dađi Ómarsson 14,5 v. af 17
  • 4. Vignir Vatnar Stefánsson 5,5 v. af 17 v.

Ţessir fengu allar ferđir fyrir tvo á flug Icelandair í Evrópu og eru hér međ hvattir til ađ nota ţá í skáklegum tilgangi!

Guđmundur Kjartansson varđ svo útdreginn og fćr flug fyrir tvo til Ameríku.

Bestum árangri á einstökum borđum náđu svo:

  • 1. Bragi Ţorfinnsson (Who Keres)
  • 2. Jón Viktor Gunnarsson (Who Keres)
  • 3. Davíđ Kjartansson (Three Burritos & One Pink Taco)
  • 4. Mikhael Jóhann Karlsson (SA)
  • 5. Magnús Sigurjónsson (Bolvíkingar)
Hilmir Freyr Heimisson fékk verđlaun fyrir óvćntustu úrslitin en hann vann Guđmund Halldórsson sem var tćpum 800 stigum hćrri!

Skákstjóri var Páll Sigurđsson.

Frábćrt framtak hjá Icelandair og afskaplega vel stađiđ ađ mótinu.   Ađ öđrum ólöstuđum á Óskar Long Einarsson langmestan heiđur fyrir ţennan skemmtilegan viđburđ sem óneitanlega stytti biđinu eftir jólunum hjá mörgum skákmanninum.

Fleiri myndir vćntanlegar á morgun.


Héđinn međ jafntefli viđ Shirov í dag

Héđinn SteingrímssonHéđinn Steingrímsson (2562) gerđi jafntefli viđ spćnska ofurstórmeistarann Alexei Shirov (2713) í sjöundu umferđ ţýsku deildakeppninnar (Bundesligan) sem fram fór í dag.  Halldór Grétar fer yfir skákina á Skákhorninu. Héđinn átti fína helgi en hann gerđi tvö jafntefli gegn mjög sterkum skákmönnum.   

Báđar skákir Héđins um helgina fylgja međ sem viđhengi.  

Keppninni verđur framhaldiđ 4. og 5. febrúar međ 8. og 9. umferđ.

Henrik Danielsen tefldi einnig um helgina í neđri deild.  Hann vann ţýska FIDE-meistarann Dr. Markus Hochgraefe (2350).  

 


Kramnik efstur fyrir lokaumferđina

Kramnik (2800) vann McShane (2671) í áttundu og nćstsíđustu umferđ London Chess Classic sem fram fór í dag.  Öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Kramnik hefur ţar međ tveggja stiga forystu á Carlsen fyrir lokaumferđina sem fram fer á morgun.   Nakamura og McShane eru svo stigi ţar á eftir.

Stađan:
  • 1. Kramnik (2800) 15 stig
  • 2. Carlsen (2826) 13 stig
  • 3.-4. McShane (2671) og Nakamura (2758) 12 stig
  • 5.-6. Aronian (2802) og Anand (2811) 8 stig
  • 7. Short (2698) 5 stig
  • 8. Howell (2633) 4 stig
  • 9. Adams (2734) 3 stig

Howell hefur teflt skákir en ađrir hafa teflt 7 skákir. Í 9. og síđustu umferđ sem fram fer á morgun og hefst kl. 12 mćtast m.a: Kramnik - Aronian og Short - Carlsen.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 8780623

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband