Leita í fréttum mbl.is

NM í skólaskák - dagur 3

5. umferđ: 6 vinningar af 10 mögulegum
Oliver Aron, Jón Kristinn, Hilmir Freyr, Aron og Óskar Víkingur unnu. Alexander og Róbert gerđu jafntefli. Stephan, Gunnar Erik og Batel töpuđu.

Jón Kristinn hafđi hvítt gegn Dimitri Tumanov (2133) frá Finnlandi. Eftir byrjunina kom upp skrautleg stađa ţar sem Jón Kristinn var peđi undir en međ ákveđin fćri sem ţvćldust fyrir Finnanum. Jokkó vann svo mann fyrir nokkur peđ en var sjálfur algjörlega án peđa en međ ótrúlega virka létta menn og hróka sem spunnu mátnet í kringum svarta kónginn. Besti sóknarmađur hvíts var svo sjálfur kóngurinn sem ţvćldist alla leiđ upp til f6 til ţess ađ fullkomna mátfléttuna. Algjörlega týpískur sigur fyrir Jón Kristin!

jokko-5umf

Svartur var ađ enda viđ ađ leika 33..b6 en hér var okkar mađur fyrir löngu búinn ađ finna óverjandi mát í 6 leikjum: 34. Hcd1+ Ke7 35. Hg7+ Kf8 36. Kf6! Hxc5 37. Hd8+ Be8 38. Hf7+ og svartur gafst upp.

Hilmir Freyr hafđi svart gegn Dananum Nicolai Kistrup (2115). Ţegar Daninn virtist vera ađ ná undirtökunum eftir byrjunina fatađist honum flugiđ og međ sinni alkunnu kćnsku tókst Hilmi ađ snúa á hann međ taktísku gegnumbroti á miđborđinu. Hann vann peđ í framhaldinu og fékk upp endatafl ţar sem báđir höfđu ţungu mennina og biskup en Hilmir 4 peđ gegn 3 á sama vćng. Svo sannarlega ekki auđveld stađa til ţess ađ vinna en Hilmir hélt pressunni og á endanum urđu Dananum á mistök og ţá var ekki ađ sökum ađ spyrja. Góđur sigur í hús hjá okkar manni.

hilmir5umf

Hér lék Hilmir Freyr 24..e5! sem kemur hvítum í algjör vandrćđi. Ekki má taka á e5 međ peđi vegna leppunar á d-línunni og heldur ekki međ biskup vegna Bg5 og allt hrynur. Daninn neyddist til ţess ađ leika 25. Bh6 en eftir 25..exd4 26. Rd5 Bxd5 27. exd5 Hxd5 var Hilmir sćlu peđi yfir og sigldi sigrinum heim.

6. umferđ: 6,5 vinningur af 9 mögulegum
Oliver Aron, Hilmir Freyr, Óskar Víkingur, Róbert og Batel unnu öll. Jón Kristinn, Alexander og Stephan gerđu jafntefli. Aron og Gunnar Erik töpuđu.

Spennan var mikil fyrir síđustu umferđ í A- og B-flokki. Sú sérstaka stađa var komin upp í A-flokknum ađ Oliver Aron og Jón Kristinn voru efstir ásamt ţremur öđrum keppendum. Oliver var hćstur ţeirra á stigum fyrir umferđina en allt gat gerst og í raun var lítiđ annađ ađ gera en ađ einbeita sér ađ taflmennskunni og vona ađ önnur úrslit féllu međ okkar mönnum. Oliver hafđi hvítt gegn FM Felix Tuomainen (2215). Hann fékk mun betra tafl eftir byrjunina og ţrengdi jafnt og ţétt ađ andstćđingi sínum. Tuomainen neyddist til ţess ađ gefa skiptamun og í framhaldinu peđ til viđbótar. Oliver tókst ađ takmarka allt mótspil og smátt og smátt fćkkađi möguleikum svarts. Á endanum var hann kominn í algjöra leikţröng og gafst upp. Mjög öruggur sigur.

oliver6umf

Hér lék Oliver Aron 45. h4 og fullkomnađi öruggan sigur. Svartur er liđi undir en auk ţess í algjörri leikţröng og getur ekki hreyft neinn mann án ţess ađ tapa meira liđi. Ţađ má segja ađ skákin hafi veriđ einkennandi fyrir skákstíl Olivers sem byggir á mjög skynsamri taflmennsku og á ţví ađ takmarka spil andstćđingsins og gera honum ţannig erfitt fyrir.

Á sama tíma og ţetta átti sér stađ barđist Jón Kristinn í erfiđri stöđu og uppskar jafntefli. Norđmađurinn Johannes Haug vann sína skák og ţví var ljóst ađ Oliver Aron og Haug voru efstir og jafnir en Jón Kristinn í 3. sćti. Eftir stigaútreikning stóđ Oliver svo uppi sem Norđurlandameistari viđ mikinn fögnuđ í íslensku herbúđunum!

Hilmir Freyr var fyrir umferđina líka efstur í B-flokknum ásamt Finnanum FM Toivo Keinanen (2347) en ađeins lćgri á stigum og ţurfti ţví ađ treysta á hagstćđ úrslit.
Finninn fékk ekkert frumkvćđi eftir byrjunina og samdi jafntefli eftir einungis rúma 20 leiki. Ţví lá ţađ ljóst fyrir ađ međ sigri gegn Fćreyingnum Janus Skaale (1772) yrđi Hilmir Freyr Norđurlandameistari. Janus hafđi veriđ ađ tefla mjög vel allt mótiđ svo ţađ var enginn ástćđa til ţess ađ ćtla ađ hann yrđi auđvelt fórnarlamb. En eins og áđur tefldi Hilmir eins og sannur herforingi og Fćreyingurinn sá aldrei til sólar. Annar Norđurlandameistaratitill í höfn! Hilmir Freyr tefldi allt mótiđ af miklum krafti, fullur sjálfstrausts og vel undirbúinn fyrir hverja skák.

hilmir6umf

Hér lék Hilmir 28. Hxf7! og eftir 28..Hxf7 29. He7 Hf8 30. Hxf7 Hxf7 31. d7 gafst svartur upp.

Í D-flokknum hafđi Róbert Luu svart gegn Dananum Casper Liu (1963). Í miđtaflinu gaf Róbert skiptamun fyrir riddara og 2 peđ á miđborđinu og ţađ var ljóst ađ ef Daninn fćri ađ teygja sig langt í sínum sóknarađgerđum á kóngsvćngnum gćtu umfram peđ Róberts orđiđ hćttuleg. Ţá tók Daninn skyndilega upp á ţví ađ skipta upp á drottningum og missti svo alveg tökin í vörninni. Róbert kom peđunum af stađ og međ skemmtilegu riddarahoppi vann hann liđ af Dananum sem gafst upp í kjölfariđ. Vel útfćrđur sigur.

robert6umf

Hér lék Róbert 45..Re3! og eftir 46. Hd2 Hc1+ 47. Kf2 Rc4!, međ hótuninni 48..e3+, er ljóst ađ svörtu peđin verđa ekki stöđvuđ.

Batel hafđi svart gegn Dananum AIM Albert Moller (1775). Eftir mikla stöđubaráttu, sem Batel tefldi skynsamlega, fékk hún upp endatafl ţar sem Daninn sat uppi međ mjög lélegan biskup sem tónađi illa viđ peđastöđu hans. Auk ţess var Daninn međ mjög rangstćđan hrók sem var viđ ţađ ađ króast inni. Í framhaldinu tóku hvítu peđin ađ falla, eitt af öđru, og Batel innbyrti sigurinn af öryggi.

Batel6umf

Í ţessari stöđu lék Batel 36..Ke7 og eftir 37. Hf3 Hxe4 38. He1 Hxe1 39. Kxe1 hxg4 40. hxg4 Hh2 41. Kf2 Be4 var sigurinn í höfn.

Góđur lokadagur hjá okkar fólki og mjög ánćgjulegt ađ ná ađ landa tveimur Norđurlandameistaratitlum. Hópurinn hefur veriđ landi og ţjóđ til mikils sóma hérna á mótinu. Undirbúningur fyrir skákir, matarćđi, svefn og almenn framkoma til fyrirmyndar.

Lokastađa Íslendinganna í öllum flokkum:
A-flokkur:
1. sćti Oliver Aron Jóhannesson 4,5 v.
3. sćti Jón Kristinn Ţorgeirsson 4 v.
B-flokkur:
1. sćti Hilmir Freyr Heimisson 5 v.
9. sćti Aron Ţór Mai 2,5 v.
C-flokkur:
5. sćti Alexander Oliver Mai 3,5 v.
10. sćti Stephan Briem 2 v.
D-flokkur:
3.-6. sćti Óskar Víkingur Davíđsson 3,5 v.
9.-10. sćti Róbert Luu 2,5 v.
E-flokkur:
6.-7. sćti Gunnar Erik Guđmundsson 3 v.
6.-7. sćti Batel Goitom Haile 3 v.

20180211_182207

Verđlaunahafarnir: Jón Kristinn, Hilmir Freyr og Oliver Aron

20180211_182127(0)

Íslensku keppendurnir ásamt ţjálfurum og fararstjórum.


Bestu kveđjur heim!

- Björn Ívar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband