Leita í fréttum mbl.is

NM í skólaskák: dagur 2

3. umferđ - 4,5 vinningur af 9
Hilmir Freyr, Óskar Víkingur og Gunnar Erik unnu allir. Jón Kristinn, Oliver Aron og Alexander Oliver gerđu jafntefli. Aron, Stephan, Róbert og Batel töpuđu öll.

Hilmir Freyr hafđi svart á danska skákmanninn Mads Vestby-Ellingsen (2160). Upp kom mjög flókin stađa úr hollenskri vörn ţar sem sá danski óđ á Hilmi og fórnađi mönnum hćgri vinstri. Á hliđarlínunni var ekki nokkur leiđ ađ átta sig á ţví hvađ vćri eiginlega ađ gerast en ţegar kóngur Hilmis hafđi ferđast frá kóngsvćngnum og í skjól yfir á drottningarvćnginn dó mesti sóknarmáttur hvítu stöđunnar út.

hilmirrd3

Vestby-Ellingsen lék síđast 30. b4 sem Hilmir svarađi međ 30..Hxf2+! 31. Kxf2 Dg2 mát

Óskar Víkingur hafđi svart gegn hinum danska Simon Ehrenreich (1762). Upp kom nimzo-indversk vörn og jafnađi Óskar tafliđ auđveldlega. Hann hafđi örlitla yfirburđi í annars jafnteflislegu hróksendatafli en náđi ađ setja Danann undir pressu og vinna peđ. Ehrenreich fatađist flugiđ í vörninni og eftir rúmlega 80 leiki af miklum ,,svíđing" fékk Óskar upp stöđu sem hann hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fariđ yfir í skáktímum í gegnum tíđina og ţekkir eins og handarbakiđ á sér.

oskar3

Stađan er vel ţekkt endataflsstađa sem gengur undir nafninu Lucena-stađan. Á íslensku er vinningsađferđin jafnan kölluđ ,,ađ byggja brú". Óskar Víkingur er ţrautreyndur brúarsmiđur og lék hér ađ sjálfsögđu 86..Hd5. Eftir 87. Kc2 Ke2 88. He8+ Kf3 89. Hf8+ Ke3 90. Hf7 Hd4 91. Kc3 Hf4 92. He7+ Kf3 var brúarsmíđin fullkomnuđ og hvítur gafst upp.

4. umferđ - 5 vinningar af 10
Stephan, Gunnar Erik og Batel unnu öll. Jón Kristinn, Oliver Aron, Aron og Róbert gerđu jafntefli. Hilmir Freyr, Alexander og Óskar Víkingur töpuđu.

Gunnar Erik hafđi svart gegn Finnanum Niklas Jaakkola (1154). Upp kom Sikileyjarörn og eftir uppskipti í miđtaflinu fékk Gunnar Erik upp örlítiđ hagstćđara tvöfalt hróksendatafl ţar sem hvítur hafđi tvípeđ. Eftir uppskipti á hrókunum kom upp peđsendatafl ţar sem Finnanum varđ á ónákvćmni sem gaf Gunnari Erik kost á ţví ađ nýta sér ţekkingu sína á fjarlćgum frípeđum.

gunnarerikrd4

Hér lék Gunnar Erik 42..h5+ og eftir 43. Kh4 Kh6 44. Kg3 Kg5 45. Kh3 h4 gafst hvítur upp ţar sem svarti kóngurinn röltir yfir á miđborđiđ og gćđir sér á hvítu peđunum í skiptum fyrir fjarlćga frípeđiđ sitt á h-línunni.

Í dag fór einnig fram langur fundur fulltrúa allra skáksambandanna á Norđurlöndunum og sat undirritađur fundinn fyrir hönd SÍ. Stađa skákarinnar á Norđurlöndunum var rćdd og skiptust fulltrúarnir á ýmsum hugmyndum međ ţađ ađ markmiđi ađ bćta samstarf ţjóđanna í málefnum skákar í skólum. Viđ Íslendingar höfum, ađ mínu mati, veriđ ađ gera athyglisverđa hluti í ţeim málum á undanförnum 10 árum og voru hinar ţjóđirnar sérlega áhugasamar um ađ reyna ađ lćra eitthvađ af okkur. Sérstaklega ţó Finnarnir sem eru ađ kljást viđ talsvert áhugaleysi á skák međal yngri kynslóđarinnar.

Eftir kvöldmat fór íslenski hópurinn í gönguferđ í finnska kuldanum í skóginum sem umlykur svćđiđ. Hressandi endir á löngum degi.

5. umferđ fer fram kl. 9:00 í fyrramáliđ (kl. 7:00 ađ íslenskum tíma)

Pörun 5. umferđar:

porun5umferd

Mótiđ á chess-results

Skákirnar í beinni útsendingu

Bestu kveđjur heim,

- Björn Ívar Karlsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 206
 • Sl. sólarhring: 214
 • Sl. viku: 1662
 • Frá upphafi: 8656236

Annađ

 • Innlit í dag: 101
 • Innlit sl. viku: 868
 • Gestir í dag: 75
 • IP-tölur í dag: 71

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband