Leita í fréttum mbl.is

NM í skólaskák - dagur 1

Norđurlandamótiđ í skólaskák hófst hér í Vierumaki í Finnlandi í morgun. Teflt er venju samkvćmt í fimm aldursflokkum og hefur hver ţjóđ tvo fulltrúa í hverjum flokk. Fulltrúar Íslands ađ ţessu sinni eru:

A-flokkur:
FM Jón Kristinn Ţorgeirsson 2319
FM Oliver Aron Jóhannesson 2263

B-flokkur:
CM Hilmir Freyr Heimisson 2136
Aron Ţór Mai 1965

C-flokkur:
Alexander Oliver Mai 1981
Stephan Briem 1876

D-flokkur:
Óskar Víkingur Davíđsson 1871
Róbert Luu 1680

E-flokkur:
Gunnar Erik Guđmundsson 1491
Batel Goitom Haile 1421

island2018

Ţjálfarar og fararstjórar eru Helgi Ólafsson og Björn Ívar Karlsson.

Ađstćđur hér eru til fyrirmyndar. Mótsstađurinn er Vierumaki Olympic center sem er einhvers konar ćfingasvćđi fyrir ýmsar íţróttagreinar. Teflt er í rúmgóđum sal og allt til alls fyrir keppendur og áhorfendur. Helmingur skákanna er sýndur beint á netinu og hćgt er ađ fylgjast međ ţeim í sérstökum sal viđ hliđina á keppnissalnum. Keppendur og fylgdarliđ gista svo í rúmgóđum hótelherbergjum. Hér eru allir sammála um ađ bođiđ sé upp á talsvert betri ađstćđur en gengur og gerist á Norđurlandamótum í skólaskák.

1. umferđ
6,5 vinningur af 10 mögulegum
Jón Kristinn, Oliver Aron, Aron Ţór, Hilmir Freyr, Alexander Oliver og Gunnar Erik unnu allir. Óskar Víkingur gerđi jafntefli. Stephan, Róbert og Batel töpuđu. Aron Ţór vann hinn sćnsk/íslenska Baldur Teodor Petersson (2161) í vel útfćrđri skák. Aron fékk mun betra tafl eftir byrjunina og ţrengdi mjög ađ andstćđingi sínum sem neyddist á endanum til ţess ađ gefa drottninguna fyrir ónćgar bćtur. Aron sigldi sigrinum í höfn af öryggi.

aron1umferd

Aron lék síđast 18. f4 sem svartur svarađi međ 18...Rd3 en eftir 19. Bf1 varđ eitthvađ undan ađ láta og Aron vann af öryggi.


2. umferđ
5 vinningar af 9 mögulegum
Hilmir Freyr, Alexander Oliver og Batel unnu öll. Oliver Aron og Jón Kristinn gerđu innbyrđis jafntefli. Ađ auki gerđu Stephan og Róbert líka jafntefli. Aron Ţór, Óskar og Gunnar Erik töpuđu.
Alexander og Batel unnu vel útfćrđar skákir. Skák Hilmis gegn hinum sćnska FM Milton Pantzar (2260) vakti talsverđa athygli. Upp kom sjaldgćft afbrigđi af London-system sem Hilmir var vel undirbúinn fyrir. Hann hafđi einnig teflt London-system í nýlegri skák gegn Einari Hjalta Jenssyni í Skákţingi Reykjavíkur og hafđi ţar misst af skemmtilegu trikki međ Bc7 eftir byrjunina. Ţetta var rćtt í undirbúningnum fyrir skákina og ţađ kom skemmtilega á óvart ţegar eftirfarandi stađa kom upp:

hilmir2umf

Hér lék Hilmir ađ sjálfsögđu 14. Bc7! og ţađ er ljóst ađ svartur tapar miklu liđi eftir 14..Hxc7 15. a5. Svartur barđist í rúmlega 30 leiki en Hilmir vann af miklu öryggi. Hilmir, sem mćtti vel klćddur til leiks í finnska kuldanum, lét eftirfarandi ummćli falla fyrir skákina: ,,When the gloves are on - the game is on"

20180209 085530

3. umferđ hefst kl. 9:00 ađ finnskum tíma í fyrramáliđ (7:00 ađ íslenskum tíma).

Pörun 3. umferđar:
porun3umferd

Skákirnar í beinni útsendingu

Mótiđ á chess-results

Bestu kveđjur heim.

- Björn Ívar Karlsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 178
 • Sl. sólarhring: 201
 • Sl. viku: 1634
 • Frá upphafi: 8656208

Annađ

 • Innlit í dag: 94
 • Innlit sl. viku: 861
 • Gestir í dag: 69
 • IP-tölur í dag: 65

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband