Leita í fréttum mbl.is

Bylting í skákreiknum?

Nýtt forrit hefur heldur betur stoliđ senunni síđustu daga í skákheimum. Tölvuforritiđ AlphaZero yfirspilađi skákreikninn góđa, Stockfish, sem af mörgum veriđ talinn sá öflugasti í heimi í einvígi 64-36. Forritiđ vann 28 skákir af ţessum 100. 25 međ hvítu og 3 međ svörtu. Stockfish vann enga skák. Ţađ sem gerir afrek AlphaZero enn magnađra er ađ ţađ byrjađi út frá engu öđru en skákreglunum og náđi ţessum styrkleika međ ţví einu ađ tefla viđ sjálft sig í nokkrar klukkustundir!

Ţađ er einnig mjög athyglisvert, ađ Stockfish reiknar út 80 milljón stöđur á sekúndu, AlphaZero einungis 70 ţúsund stöđur. Tímanum er ţví mun betur variđ hjá AlphaZero heldur en hefđbundnum skákreiknum, en einn veikleiki ţeirra er sá ađ ţau nota megniđ af tímanum í ađ skođa einskis verđa leiki.

AlphaZero, sem byggir á gervigreind, teflir miklu mannlegar heldur en hin hefđbundnu skákforrit. Ţađ er t.d. viljugra til ađ fórna liđi byggt á stöđumati en ekki útreikningum. Tauganetsútfćrsla AlphaZero er gjörólík hefđbundinni útfćrslu skákreikna, en segja má ađ höfundar ţeirra hafi veriđ ađ fínpússa sömu grundvallarađferđina í 60 ár.

Ingvar Ţór Jóhannesson, hefur skođađ skákirnar mjög vel og hefur skýrt fimm ţeirra á heimasvćđi sínu á Youtube. Ţćr skákir má nálgast hér.  

Margir skákmenn hafa skođađ skákirnar og eru dolfallnir fyrir getu ţessa nýa skákreiknis. Danski stórmeistarinn, Peter Heine Nielsen, og ađstođarmađur Magnúsar Carlsen lćtur hafa eftir sér  í viđtali á Chess.com.

After reading the paper but especially seeing the games I thought, well, I always wondered how it would be if a superior species landed on earth and showed us how they play chess. I feel now I know.

Enn sem komiđ er hafa bara 10 skákir í einvíginu veriđ sýndar. Skákáhugamenn bíđa spenntir eftir hinum 90 og mikil spenna ríkir um hvernig byrjanaval forritsins ţróađist. 

Ţađ hefur ţó vakiđ athygli ađ forritiđ virđist beita Berlínarvörninni međ svörtu í a.m.k. einni skák. Ţađ tók mannkynniđ býsna langan tíma ađ átta sig á kostum ţessa afbrigđis, en ţađ sló í gegn eftir ađ Kramnik beitti ţví ítrekađ međ afar góđum árangri gegn Kasparov í heimsmeistaraeinvígi áriđ 2000. AlphaZero ţurfti ađeins styttri tíma!

kasparov-hassabisFyrst minnst er á Kasparov, má geta ţess ađ viđureign AlphaZero viđ Deep Blue, sem sigrađi Kasparov í einvígi 1997, yrđi eins og leikur kattarins ađ músinni. Deep Blue ćtti ekki nokkra möguleika gegn AlphaZero.

Dótturfyrirtćki Google, DeepMind, stendur á bakviđ ţetta framtak. Á bakviđ DeepMind er m.a. Demis Hassabis, (sjá hér til hliđar ásamt Kasparov) fyrrum undrabarn í skák. Skýrslu fyrirtćkisins um verkefniđ, sem er í raun og veru ţađ eina, sem hefur komiđ frá ţeim, má finna hér.

Skákheimur er dolfallinn og bíđur spenntur eftir nćstu gögnum frá AlpaZero-fólki.

Dađi Örn Jónsson, einn mesti sérfrćđingur í skákreiknum í heiminum sagđi í viđtali viđ Skák.is: 

AlphaZero er bylting og einhver stćrstu tíđindi undanfarinna áratuga á sviđi tölvuskákar.

Ítarlega greiningu á AlphaZero má finna í grein á Chessbase

Gervigreindin á bakviđ ţetta forrit getur auđvitađ nýst á öđrum sviđum en skák svo hér gćti veriđ á ferđinni gríđarlega bylting á notkun gervigreindar. Sigurđur Már Jónsson fjallar ítarlega um AlphaZero í pistli á vefsíđu Morgunblađsins.

Nánar má lesa um ţetta á Chess.com.  Skákirnar 10 má finna hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband