Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar bestur Íslendinga á Norđurljósamóti

Hannes Hlífar Stefánsson stóđ sig best íslensku skákmannanna á Norđurljósamótinu sem lauk í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur á miđvikudagskvöldiđ. Hannes sem hlaut 6 vinninga af níu mögulegum varđ í 2.-4. sćti ásamt enska stórmeistaranum Simon Williams og indverska undrabarninu Nihal Sarin. Kínverjinn Yu Yinglun sigrađi á mótinu, hlaut 6 ˝ vinning. Hann var hćtt kominn í síđustu skák sinni viđ Sarin en slapp međ jafntefli eftir erfiđa vörn. Sarin, sem er 13 ára gamall, gat međ sigri náđ öđrum áfanga sínum ađ stórmeistaratitli. Hann byrjađi rólega en sótti í sig veđriđ eftir ţví sem á leiđ og vann t.d. góđan sigur yfir enska stórmeistaranum Mark Hebden í 8. umferđ.

Hjörvar Steinn Grétarsson varđ í 5.-7. sćti, hlaut 5 ˝ vinning. Hann tapađi fremur slysalega í 1. umferđ og tefldi kvefađur allt mótiđ ţannig ađ frammistöđu hans má telja viđunandi.

Bandaríkjamđurinn ungi Nihil Kumar hćtti keppni eftir tap í 5. umferđ og slćmt gengi almennt. Ţótti mörgum lítiđ leggjast fyrir kappann. Hann varđ heimsmeistari unglinga í flokki 12 ára og yngri í fyrra.

Ýmsir íslenskir skákmenn náđu góđum stigahćkkunum, enginn ţó meira en Björn Hólm sem hćkkađi um 50 elo-stig. Vignir Vatnar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson hćkkuđu nokkuđ á stigum og frammistađa Björns hefđi getađ orđiđ enn betri, en viđureignin viđ sigurvegara mótsins í 6. umferđ setti strik í reikninginn en Björn endurtók bókstaflega frćga tapskák Mikhael Tal gegn Lev Polugajevskí frá sovéska meistaramótinu 1969!

Norđurljósamótiđ er nýtt verkefni hjá SÍ og heppnađist vel. Tímasetningu ţess og of há ţátttökugjöld mćtti ţó endurskođa. 

Skák ársins var tefld í kínversku deildakeppninni

Liren Ding komst fyrstur kínverskra skákmanna í áskorendakeppnina sem fram fer í Berlín á nćsta ári en ţar tefla átta skákmenn um réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Ding tapađi lokaeinvígi heimsbikarmótsins fyrir Levon Aronjan en 2. sćtiđ gaf engu ađ síđur ţátttökurétt í áskorendakeppninni. Í upphafi ţessa mánađar tók Ding ţátt í kínversku deildakeppninni sem er ţó varla í frásögur fćrandi nema fyrir ţá stađreynd ađ ţar tefldi hann skák sem vakiđ hefur mikla athygli og má međ sanni kalla skák ársins. Ţađ koma fyrir margar fallegar myndir í ţessari mögnuđu viđureign: 

Jinzhi Bai – Liren Ding

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 O-O 5. Bg5 c5 6. e3 cxd4 7. Dxd4 Rc6 8. Dd3 h6 9. Bh4 d5 10. Hd1 g5 11. Bg3 Re4 12. Rd2 Rc5 13. Dc2 d4 14. Rf3 e5 15. Rxe5 dxc3 16. Hxd8 cxb2+ 17. Ke2?!

Fćra má fyrir ţví rök ađ ţetta sé eini afleikur hvíts í skákinni. Best var 17. Hd2 og eftir 17. ... Hd8 18. Rf3 Bg4 19. Dxb2 er hvíta stađan ekki lakari.

17. ... Hxd8 18. Dxb2 Ra4! 19. Dc2 Rc3+ 20. Kf3 Hd4!!

GM812273FKynngimagnađur leikur, svartur hótar 21. ... g4+ og mátar.

 

 

 

 

 

 

 

21. h3 h5 22. Bh2 g4+ 23. Kg3 Hd2!

GM812273BAftur og nýbúinn, hvítur má ekki taka drottninguna, 24. Dxd2 Re4+ og vinnur.

24. Db3 Re4+ 25. Kh4 Be7+ 26. Kxh5 Kg7!

Rýmir h8-reitinn fyrir hrókinn á a8.

27. Bf4 Bf5 28. Bh6+ Kh7 29. Dxb7 Hxf2!

GM812273JHótar 30. ... Rg3 mát.

30. Bg5 Hh8 31. Rxf7 Bg6+ 32. Kxg4 Re5+!

 

Glćsilegur lokahnykkur. Framhaldiđ gćti orđiđ 33. Rxe5 Bf5+ 34. Kh5 Kg7+ og mátar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband