Leita í fréttum mbl.is

EM landsliða: Albanía í dag

P1040994

Ísland mætir Albaníu í annarri umferð EM landsliða sem hefst kl. 13 í dag. Albanía hefur ekki tekið þátt í mótinu síðan í Leon í Frakklandi árið 2001. Albanska liðið er töluvert lakara en það íslenska á pappírnum. Hafa að meðaltali 2372 skákstig á móti 2527 skákstigum íslenska liðsins. Líkur eru hins vegar á því að þeir séu sterkari en stigin gefa til kynna. Sérstaklega má benda á annað borð en sá ku vera ekkert (páska)lamb að leika sér við. 

Viðureign dagsins 

Clipboard03

Ísland og Albanía mættust einmitt árið 2001. Þá unnu Íslendingar 3-1. Tveir af liðsmönnum Albana voru liðinu þá. Ilir Seijai tefldi þá á öðru borði og tapaði fyrir Jóni Viktori. Fyrsta borðs maðurinn Drian Mahmeti var þá stigalaus á fjórða borði og tapaði fyrir Stefáni Kristjánssyni. Hannes Hlífar Stefánsson vann á fyrsta borði en Bragi Þorfinnsson tapaði á því þriðja. Hannes er sá eini í íslenska liðinu nú sem þá var í liðinu. 

Við höfum þrívegis mætt þeim á ólympíuskákmótum. Unnum þá 3-1 1970 og 2006 og gerðum 2-2 jafntefli við þá árið 1982. Okkur hefur því gengið vel á móti Albönum í gegnum tíðina. 

Afar óvænt úrslit urðu í gær þegar Ítalir unnu Asera, næst stigahæsta liðið í gær. Moldóvar gerðu jafntefli við Englendinga og Carlsen-lausir Norðmenn náðu sömu úrslitum gegn Ísraelum. Norðmenn eru eina Norðurlandaþjóðin sem náði stigi í gær. Aðrar töpuðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8764692

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband