Leita í fréttum mbl.is

U-2000 mótiđ hófst í gćr

20171011_194942-1024x576

Fjölmennt U-2000 mót hófst í gćrkveld í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni. Mótiđ fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ en ţađ var endurvakiđ eftir tíu ára dvala frá síđastliđnum áratug. Keppendur í ár eru 42 talsins sem er örlítiđ minna en í fyrra en aftur tvöfalt fleiri en fyrir tveimur árum. Ţađ er nokkuđ athyglisvert hve marga skákmenn U-2000 lađar ađ sér miđađ viđ hvađ skákmótahald hefur átt undir högg ađ sćkja ađ undanförnu en fyrir ţví liggja sjálfsagt nokkrar ástćđur ađ baki. Hvort um er ađ rćđa “rólega” dagskrá mótsins, ţ.e. ađ ađeins er teflt einu sinni í viku, eđa ţađ fyrirkomulag mótsins ađ ađeins skákmenn međ minna en 2000 Elo-stig hafa ţátttökurétt, er erfitt ađ fullyrđa. Ţó má geta ţess ađ í ţau ţrjú ár ţar sem var teflt tvisvar í viku í stađ ţrisvar í viku í Haustmóti TR varđ hvorki breyting á fjölda keppenda né styrkleika ţeirra. Ţá hefur einnig veriđ teflt tvisvar í viku í Skákţingi Reykjavíkur undanfarin ár í stađ ţrisvar en ţađ fyrirkomulag hefur ekki komiđ í veg fyrir töluverđa fćkkun keppenda.

Ađ tefla einu sinni í viku getur veriđ hentugt fyrir önnum kafiđ fólk í hröđu nútímasamfélagi. Hinsvegar hentar öđrum ađ keyra mótin hratt í gegn í stađ ţess ađ ađ taka 6-7 vikur í ađ klára ţau. Sem dćmi má nefna ađ sjö umferđa mót vćri hćgt ađ klára á fimm dögum, t.d. ef tvöfaldar umferđir vćru teknar á laugardegi og sunnudegi. Ţađ myndi ađ einhverju leyti gera mótshöldurum auđveldara fyrir ađ koma mótum fyrir í annars ţéttri mótadagskrá. “Sumir vilja ekkert endilega vera ađ tefla viđ einhverja hákarla” sagđi reynslumikill skákmađur fyrir nokkru síđan ţegar veriđ var ađ rćđa skáklífiđ almennt og ágćta ţátttöku í U-2000 mótinu. Ţetta er góđur punktur og undirstrikar mikilvćgi ţess ađ hafa eitthvađ í bođi fyrir alla, en TR hefur lagt áherslu á fjölbreytileika í mótahaldi. Fjöldi móta og fyrirkomulag er eitthvađ sem mótshaldarar ţurfa ávallt ađ hafa í huga enda getur ţađ gerst ađ skákmót séu einfaldlega of mörg á svipuđum tíma, oftar en ekki hjá mismunandi skákfélögum. Ţađ ţarf ađ velta upp spurningunni; viljum viđ halda fćrri mót međ mörgum keppendum eđa fleiri mót međ fćrri keppendum? Líkast til er engin leiđ fullkomin, eitt hentar einum og annađ öđrum. Höfum ţessi atriđi ţó í huga og komum góđum og uppbyggjandi ábendingum til mótshaldara.

Eftir ţessa hugleiđingu er lag ađ snúa sér ađ máli málanna. Fyrsta umferđ U-2000 fór vel fram og settust 42 keppendur viđ borđin köflóttu tilbúnir ađ stýra sínum 16 stríđsmönnum fram til sigurs. Elo-stigadreifing keppenda er mjög góđ og spannar allan kvarđann upp ađ tćpum 2000 Elo-stigum. Góđ blanda er af reynslumiklum skákmönnum og yngri kynslóđinni sem er raunar líka orđin alveg grjóthörđ. “Djöfull eru ţessir ungu krakkar orđnir sterkir í dag” varđ einum eldri keppanda ađ orđi eftir viđureign sína síđla kvölds. Yngstur allra er hinn átta ára Mikael Bjarki Heiđarsson sem hefur nú ţegar sýnt góđa takta viđ skákborđiđ og tefldi međal annars í sinni fyrstu Bikarsyrpu fyrir skömmu síđan.

Á efsta borđi mćtti stigahćsti keppandi mótsins, hinn norskćttađi Jon Olav Fivelstad (1950), Herđi Jónassyni (1508). Stýrandi hvítu mönnum virtist Jon Olav hvorki komast lönd né strönd gegn svörtum her Harđar en ónákvćmni ţess síđarnefnda ţegar langt var liđiđ á baráttuna varđ til ţess ađ Jon Olav stóđ uppi sem sigurvegari. Á öđru borđi fékk hinn ungi Arnar Milutin Heiđarsson (1498) ţađ verkefni ađ eiga viđ sigurvegara mótsins síđustu tvö ár, Harald Baldursson (1935), en Arnar hefur veriđ á mikilli siglingu ađ undanförnu. Blikapilturinn knái sýndi ađ framfarirnar eru engin tilviljun ţví hann átti í fullu tré viđ reynslumikinn andstćđing sinn og endatafliđ, ţar sem hvor var međ hrók, riddara og jafnmörg peđ sín í milli, leit mjög jafnteflislega út. Haraldur var ţó ekki á ţví ađ ţiggja jafnteflisbođ og upphófst einhver hinn mesti “svíđingur” sem sést hefur. Kveikt var á reynsluvélinni og snérist hún svo hratt ađ lá viđ ađ hún brćddi úr sér ţegar henni var beitt til ţess ađ pressa hćgt og rólega á pilt sem varđ ađ endingu ađ leggja niđur vopnin. Á ţriđja borđi sigldi Stephan Briem (1895) sigrinum nokkuđ örugglega í höfn gegn Hjálmari Sigurvaldasyni (1488) en sá fyrrnefndi beitti laglegri mannsfórn í lok skákar til ađ veiđa berskjaldađan kóng Hjálmars í mátnet.

Úrlit voru annars nokkuđ hefđbundin, ţ.e. sá stigahćrri sigrađi ţann stigalćgri, ef frá eru skilin tvö jafntefli á milli Sveins Sigurđarsonar (1262) og Jóns Úlfljótssonar (1723), sem og Benedikts Briem (1435) og Páls Andrasonar (1805). Önnur umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast á efstu borđum Ólafur Guđmarsson (1724) og Jon Olav, Haraldur og Páll Ţórsson (1695) og á ţriđja borđi Birkir Ísak Jóhannsson (1678) og Stephan. Áhofendur eru hvattir til ađ mćta – alltaf heitt á könnunni!

Á Chess-Results má sjá öll úrslit og ţá verđa skákir mótsins birtar ţar jafnóđum og ţćr berast.

Nánar á heimasíđu TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband