Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ekki fćđast allir međ "fléttugleraugun" á nefinu

Hćfileikar manna á skáksviđinu eru stundum skilgreindir eftir hćfni ţeirra til ađ sjá fyrir snjalla leiki. Ýmsir ađrir ţćttir eru vitaskuld líka mikilvćgir en eitt er víst: ekki fćđast allir međ "fléttugleraugun" á nefbroddinum. Međ stöđugum ćfingum er samt hćgur vandi ađ rćkta međ sér hćfni á ţessu sviđi. Frćgir fléttumeistarar eins og Mikhael Tal virtust hrista flétturnar fram úr erminni eins og enginn vćri morgundagurinn og ekki nema von ađ menn stöldruđu viđ og spyrđu: Hvernig fer mađurinn ađ ţessu? Hver er galdurinn? Svariđ er ađ ţrumuleikirnir koma stundum ef "almenn skynsemi" er látin víkja eitt andartak. Orđum ţetta svo: í flókinni stöđu stendur valiđ kannski milli fjögurra eđa fimm leikja og ólíklegasti möguleikinn getur veriđ sá eini rétti; sjaldnast reyndar – en stundum. Ţađ er alveg ómaksins vert ađ brjóta hlekki hugar til ađ "útiloka vitleysuna," – eins og einn góđur mađur orđađi ţađ. Á minningarmótinu um Aserann Vugar Gashimov féllu leikir ţannig í sigurskák Topalovs gegn öflugasta skákmanni Pólverja:

Shamkir 2017

Radoslav Wojtaszek – Venselin Topalov

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Rxg6 hxg6 8. Bd3 c5 9. Db3 Dd7 10. cxd5 exd5 11. dxc5 Rc6 12. Bd2 Bxc5 13. Hc1 Hd8 14. Ra4 Bd6 15. Rc5 Bxc5 16. Hxc5 d4 17. Bb5 O-O 18. Bxc6 bxc6 19. f3 De7 20. Hc2 Rd5 21. Kf2 Hb8 22. Da3 

GMN117TEBSvartur virđist hafa jafnađ tafliđ án mikilla erfiđleika og fremur dauflegt endatafl virđist blasa viđ. En Topalov skyggndist dýpra í stöđuna og spurđi sig síđan: hver er ólíklegasti leikurinn í stöđunni?

22. ... Hxb2!!

Alveg magnađ. Ef nú 23. Dxe7 ţá kemur 23. ... Hxc2, og biskupinn fellur og e-peđiđ gerir út um tafliđ.

23. Dxb2 dxe3+ 24. Bxe3 Dxe3+ 25. Kg3

25. Kf1 kom einnig til greina og er skárri kostur ţó ađ stađan sem kemur upp eftir 25. ... Rf4 26. Dc2 Db6! sé nánast óverjandi, t.d. 27. g3 Rd5! og 28. ... Re3+

25. ... Df4+ 26. Kf2 Hb8! 27. Dc1 Dd4+ 28. Kg3 Re3! 29. Hc5 Hb2 30. Hg1

 

GMN117TEFOg hér hefđi skákin mátt fá verđugan endi međ öđrum frábćrum leik, 30. ... Hc2! og Wojtaszek hefđi stöđvađ klukkuna og gefist upp ţar sem 31. Hxc2 leiđir til máts, 31. ... Rf5+ 32. Kh2 Dh4 mát! Takiđ eftir ađ 31. Dxc2 Rxc2 32. Hxc3 dugar heldur ekki vegna 32. ... Dxg1. Leikurinn sem Topalov velur dugar samt til sigurs.

30. ...Hxa2 31. h3 Dd6+ 32. f4 Dd3 33. Kh2 De4 34. Hg5 Hc2

- og Wojtaszek gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 35. De1 Dxf4 36. Hg3 Rf5 o.s.frv.

Heimađurinn Shakriyar Mamedyarov sigrađi nokkuđ óvćnt, hlaut 5 ˝ vinning úr níu skákum. Í 2. – 4. sćti komu So, Topalov og Kramnik međ 5 vinninga hver.

 

 

Keppni í landsliđsflokki hefst í Hafnarfirđi 10. maí

 

Af ţeim tíu skákmönnum sem taka ţátt í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands 2017 hafa fjórir orđiđ Íslandsmeistarar, Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Ţröstur Ţórhallsson og Guđmundur Kjartansson. Ađrir keppendur í stigaröđ eru Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason, Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson og Bárđur Örn Birkisson. Mótiđ fer fram í Hraunseli í Hafnarfirđi. Umferđirnar hefjast kl. 17. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 75
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8764684

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband